Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Hugsum til björgunarsveitanna um áramótin

Þetta hefur verið feikilega umfangsmikil og mannfrek leit og sýnir hvað björgunarsveitirnar okkar eru frábærar og mikilvægar samfélaginu. Illt væri án þeirra að vera.

Svona leitir eru mjög dýrar og öll starfsemi björgunarsveitanna fjárfrek. Sveitirnar fjármagna sig nær eingöngu með sölu flugelda um hver áramót. Það er mikilvægt að fólk hafi það í huga um áramótin og beini flugelda viðskiptum sínum til björgunarsveitanna en sneiði alfarið hjá þeim „afætum“ sem í auknum mæli sækja inn á þennan markað.

Stuðlum að eigin öryggi, verslum flugeldana hjá björgunarsveitunum. Afæturnar hafa, með flugeldasölunni, ekki í huga að bjarga neinum nema sjálfum sér.


mbl.is Maðurinn fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrir ævintýragosar

Þetta sýnir enn betur, en áður hefur komið fram, brýna nauðsyn þess að svona ferðagosum verði gert skylt að kaupa sér tryggingar.

Tryggingafélögin munu þá sjá til þess að þessir ævintýragosar skipuleggi og framkvæmi ferðir sínar með vitrænum hætti og hafi á sér þann búnað sem tryggi að þeir finnist með skjótum og öruggum hætti, beri út af.

  


mbl.is Leitað á Sólheimajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalaverndunarsamtök styðja hvalveiðar við Ísland

hvalkjötÞað ber að þakka The Whale and Dolphin Conservation Society fyrir þeirra framlag til eflingar og áframhaldandi hvalveiða við Ísland, með því að kaupa hvalkjöt í Leifsstöð,  í tvígang.  

Stuðningur slíkra samtaka í verki, er ómetanlegur.


mbl.is Gagnrýna sölu hvalkjöts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þá?

Ætla turtildúfurnar að selja „utan af“ sér rándýrar spjarirnar í Kolaportinu á sunnudaginn!

Mikið hlýtur að liggja við úr því sjálfum hvíldardeginum er varið í svona Mammonsverk.  

Afrakstrinum á því án nokkurs vafa að verja í gott málefni,  kvennaathvarfið eflaust.


mbl.is Jónína Ben og Gunnar í Krossinum selja fötin sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju fær ASÍ hland fyrir hjartað gagnvart Kosti?

Í fyrri verðkönnunum ASÍ hefur alltaf verið tekið fram að  Kostur Dalvegi hafi neitað að taka þátt í könnunni. Hvernig er það,  hafa verslanir neitunarvald um það að greint sé frá því hvað vörurnar hjá þeim kosta?

Með þátttöku í könnun sem þessari er sennilegast átt við að með samvinnu við viðkomandi verslun þá þurfi ASÍ ekki að kaupa viðkomandi vörur og greiða fyrir þær.

En af hverju þessi aumingjaskapur hjá ASÍ gagnvart Jóni G. Sullenberger, eða hvað hann heitir sá góði maður, að láta hann komast upp þetta? Af hverju verslar ASÍ ekki einfaldlega vörurnar hjá Sullenberger til að komast að því hvað þær kosta?

Varla getur Sullenberger neitað fulltrúa ASÍ að versla hjá sér. ASÍ getur svo gefið fjölskylduhjálpinni vörurnar og slegið tvær flugur í einu höggi.

  


mbl.is Bónus oftast með lægsta verðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Rangur misskilningur“

Þessi bruggari hefur sennilega misskilið fréttirnar af stórtækum landa-kaupum Kínverjans Huang Nubo á  Íslandi.

Hann hefur séð sér leik á borði, hafið framleiðslu á landa og hugsað sér gott til glóðarinnar.


mbl.is Runnu á brugglyktina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er hart...

... fyrir stolta þjóð og þurfa að spara sér til skaða. - Í boði íhaldsins.

 
mbl.is Ónýtar sprautunálar í útboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forarvilpa í nýju fötum keisarans

Það hefur lengi verið mér ráðgáta hvað fær fólk til að borga háar upphæðir fyrir að baða sig í drullupolli.

enjoying-the-mud-bathBláa lónið er ekkert annað en drullupollur, dýr drullupollur. Vatnið er mettað af allskonar söltum, jarðefnum og öðru sem vatnið safnar í sig í iðrum jarðar, liturinn einn sannar að vatnið er langt frá því að vera hreint. Það mætti allt eins leggjast í næsta drullupoll á rigningardegi, væri hann heitur, þar má finna svipaða jarðefnasúpu.

Íslendingar borga hæsta verðið í pyttinn og gengistryggt. Verðið er ekki í íslenskum krónum heldur evrum og er 30 evrur, óbreytt frá því fyrir hrun. Þá kostaði 3600 íslenskar krónur ofan í sullinn, en núna er verðið 4800 krónur, en óbreytt verð fyrir útlendinga.

Blái pytturinn lætur Íslendinga niðurgreiða verðið fyrir erlenda ferðamenn. Þarna eru Íslendingar rændir um hábjartan daginn fyrir opnum tjöldum, og láta sér vel líka.

Það kostar 450kr  að fara í sundlaug, með hreinu vatni í Reykjavík og 400 kr í Grindavík, aðeins 2km frá vilpunni.


mbl.is „Sambærileg verðskrá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milliliðamafían (lesist Framsóknarmafían)

Hún er búin að vera viðvarandi um skeið umræðan um hugsanlegan skort á lambakjöti vegna aukins útflutnings. Aukinn útflutningur hlýtur að vera að hinu góða, nema auðvitað ef útflutningurinn sveltir innanlandsmarkaðinn.  

En er framleiðslumagnið á lambakjöti orðin einhver órjúfanlegur fasti? Liggur ekki beinast við, sé yfirvofandi skortur á kjöti, að auka hreinlega framleiðsluna, eða má það ekki?  Skortur á kjöti er ákjósanlegt  stýritæki slátursleyfishafa til að halda uppi verðinu á kjötinu innanlands.

Helmingur verðsins á lambakjötinu, og ríflega það, verður til eftir að bóndinn sleppir hendinni af kjötinu og þar til kjötið orgar á mann ómannlegt verðið á búðarkassanum.

Því hefur verið fleygt að aukin eftirspurn og verðhækkun erlendis hafi ekki skilað sér til bænda, þeirra sem mest erfiðið og fyrirhöfnina bera af helgarsteikinni. Hagnaðurinn gufar upp í milliliðahítinni.

Er einhver þörf á þessum milliliðum á innanlandsmarkaði? Af hverju leggjast allir, og þá helst þeir sem síst skyldu,  gegn því að bændur og neytendur eigi bein og milliliðalaus viðskipti í eins miklum mæli og kostur er?  

Það er ekki ofsögum sagt að á þessum tímum frjálsrar verslunar og viðskipta tröllríði miðaldaframsóknarmennskan enn landbúnaðinum og verndi sitt sköpunarverk.  Engin hugsjón önnur vinnur frekar og ákafar gegn hagsmunum bænda.

Hvaða „tjón“  annað  gæti hugsanlega hljótist af milliliðalausum viðskiptum bænda og neytenda, en stórbætt kjör þeirra beggja?

Bændur eiga um tvo kosti að velja, að bæta sín kjör með frjálsum viðskiptum, eða að halda sig við framsóknaránauðarstefnuna og óbreytta kjarakúgun.

Skoðið könnunina hér til vinstri – takið þátt!

 

mbl.is Enginn skortur á lambakjöti hjá SS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsanlega er svindlað á okkur, en við megum ekki vita hverjir gera það

Í rassíu sem Neytendastofa gerði til að kanna vigtar reyndust 6 af 14 fiskbúðum og 10 af 19 matvælaframleiðendum vera með vogir sem ekki voru eins og til er ætlast. Hjá þessum tveim greinum voru 42,9%  og 52,6% með ógildar vogir. Aðrar aðilar sem voru skoðaðir stóðu sig mun betur.

vogHagsmuni hverra er Neytendastofa að gæta þegar svona rassíur eru gerðar? Hagsmuni neytenda, dettur manni helst í hug.

En, ef svo er, af hverju liggur Neytendastofa á því eins og ríkisleyndarmáli hverjir þessir bjálfar eru? Ég hefði haldið að hagur neytenda væri ekki hvað síst fólgin í því að geta varað sig á þeim sem hafa hugsanlega rangt við í viðskiptum.  

Ekki er nokkur vafi á því að svörtu sauðirnir myndu passa betur að hafa þessa hluti í lagi, væru neytendur upplýstir um hverjir þeir eru.

„Mældu rétt strákur“  er greinilega enn í fullu gildi.

Minni á könnunina hér til vinstri.


mbl.is Víða pottur brotinn í vigtun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband