Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Bannað að verðmerkja en sektað fyrir að verðmerkja ekki
18.7.2011 | 12:46
Það er óneitanlega skondið að á sama tíma og Neytendastofa sektar verslanir fyrir skort á verðmerkingum þá bannar Samkeppnis- stofnun verslunum alfarið að verðmerkja matvörur.
Hvorutveggja er víst gert með hag neytenda að leiðarljósi, auðvitað.
15 verslanir sektaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Frábær orkusparnaðar hugmynd
8.7.2011 | 14:42
Á útvarpi Sögu er þáttur sem heitir Okurvaktin. Þar taka Arnþrúður útvarpsstjóri og Svana, held ég að hún heiti, fyrir verðlagsmál allskonar. Margar góðar ábendingar koma þar fram m.a. frá hlustendum, en margt er hinsvegar gersamlega á hinum endanum og alger steypa.
Í morgun voru þær stöllur m.a. að ræða bensínverðið, sem var að hækka um 6 krónur, þeim blöskraði eðlilega verðið á dropanum og eru ekki einar um það.
Og þær vissu hvernig hægt væri að spara dýrmætt bensínið. Það væri leikur að láta bílinn renna niður brekkur. Það væri t.a.m. hægt að láta bílinn renna úr Breiðholtinu og alla leið niður í bæ. Svo væri hægt að fá kranabíl til að draga bílinn upp brekkurnar, til að spara bensínið!
Segið mér að þessi snilld hafi hvarflað að ykkur!
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Kolruglað kerfi
2.7.2011 | 20:18
Það er allt of algengt að bilanir í Reiknistofu bankanna stöðvi öll viðskipti ýmist svæðisbundið eða hreinlega á landsvísu, til að það sé ásættanlegt.
Bilanir í Reiknistofunni eða tengingum til hennar stöðva öll viðskipti frá a til ö því fólk notar nánast alfarið greiðslukort í sínum viðskiptum.
Það fer allt á annan endann í verslunum og meira segja í bönkunum sjálfum, sem virðast bjargarlausir, rofni tengingin við móðurtölvuna í Reiknistofunni. Það er helv. hart að geta ekki keypt mjólk eða brauð í Netto, rofni símalínan til Reykjavíkur.
Hverskonar hálfvita hönnun er þetta kerfi? Ef símalínan rofnar geta ekki einu sinni bankarnir afgreitt viðskiptavini sína með einföldustu afgreiðslu. Af hverju er ekki innanhúskerfi í bönkunum sem tekur við, komi bilun upp í fjarskiptakerfinu, þannig að venjuleg viðskipti geti haldið áfram í bankanum og á viðskiptasvæði hans?
Þessi hálfvitaháttur getur kostað viðskiptavini bankanna stórfé. Að geta ekki greitt á í dag, á eindaga, kostar dráttarvexti á morgun.
Ekki þarf nema einföldustu árás tölvuþrjóta til að lama þetta auma kerfi dögum saman. Það er ekki spurning hvort það gerist, heldur hvenær.
Bilun varð í stórtölvu RB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Mergurinn málsins
21.6.2011 | 16:36
Þetta meinta jafnréttismál snýst aðeins um peninga, eingöngu peninga og ekkert nema peninga hjá Önnu Kristínu.
Aumt þykir mér hjá konu kindinni að svala fégræðgi sinni á slíku máli.
Ég fer í skaðabótamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýtt verkefni fyrir -Engla alheimsins ehf-
14.6.2011 | 15:19
Það er kjörið verkefni fyrir nýstofnað félagið -Englar alheimsins ehf-, sem sér um fjársöfnun fyrir Geir H. Haarde og aðra févana Sjálfstæðismenn, að taka að sér að safna fyrir húsgögnum í autt hús Sveins Andra.
Þannig gætu Englarnir bjargað andliti Sveins Andra. Það væri bagalegt ef þessi stjörnulögfræðingur Sjálfstæðisflokksins, sem tekur ekki undir 25.000,00 á tímann, þyrfti að fara á skeljunum í Góða hirðinn eftir húsgögnum.
Það væri álitshnekkir bæði fyrir flokkinn og Svein Andra.
Sveinn Andri auglýsir eftir 2007 húsgögnum á facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dulbúin einkavæðing tóbakssölunnar
30.5.2011 | 19:37
Ég reyki ekki sjálfur, og væri persónulega alveg sama þótt allt tóbak hyrfi út í hafsauga. En þessi geggjaða tillaga gerir ekkert annað en skapa ný vandamál en leysir engin.
Þessi brjálaða hugmynd mun aðeins leiða af sér stóraukið smygl og svartamarkaðsbrask á tóbaksvörum. Það hlýtur að vera til hentugri leið til að einkavæða tóbakssöluna.
Þingmönnum væri nær að eyða kröftum sínum í lausnir á þeim fíkntengdu vandamálum sem fyrir eru, svo sem eiturlyfjasmyglið og læknadópið, í stað þess að fjölga óleystum vandamálum.
Tóbak verði bara selt í apótekum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er hægt að millifæra peninga yfir móðuna miklu?
24.5.2011 | 10:47
Séra Harold Camping sem boðaði heimsendi á dögunum, hefur gefið sínar skýringar á ástæðu þess að enginn varð heimsendisins var. Camping sagðist ekki hafa mistúlkað biblíuna eða Guðs orð, Guð hefði af visku sinni ákveðið að hafa dómsdaginn ósýnilegan!
Þessi túlkun Harold Camping á heimsendi sínum, sem ekki kom, er fullkomlega eðlileg og rökrétt og í fullkomnu samræmi við aðrar trúarkenningar, sem eru í besta falli þokukenndar og óljósar.
Spádómurinn var auðvitað innantómt kjaftæði hjá Camping, enda byggður, eins og öll trúarrit í heild sinni, á ævagömlum skröksögum og hindurvitnum sem eiga uppruna sinn í fáfræði og hræðslu.
Það fyndnasta er að Camping ætlar ekki að skila fólki aftur eigum sínum, sem hafði í angist sinni selt allt sitt og gefið söfnuðinum dagana fyrir endalokin.
Spurningin er af hverju Camping tók yfir höfuð við þessum fjárframlögum, vitandi að heimsendir væri við húshornið. Nema auðvitað að hann kunni ráð til að millifæra fé yfir móðuna miklu.
Sú þekking verður væntanlega eftirsóknaverð af Björgólfum allra landa.
Ósýnilegur heimsendir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er þetta ekki skólabókardæmi...
5.5.2011 | 21:02
... um viðskipti þar sem heimilt er að selja varning sem bannað er að kaupa?
Anna Mjöll giftist forríkum bílasala 9. apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Guggan enn gul?
4.5.2011 | 21:58
Þess er óskandi að þessi Samherja og Brims bræðingur verði Akureyringum til góðs og á þann veg sem upp er gefið. Forstjóri Samherja segir að þeim hefði einfaldlega runnið blóðið til skyldunnar þegar þetta tækifæri gafst og þeir tekið stökkið.
Er málið virkilega svo einfalt, er ekki einhver maðkur í mysunni? Gengur þessi fyrrum stjórnarformaður Glitnis, inn í Landsbankann og út aftur með ellefu milljarða lán frá bankanum, rétt si svona, til þess eins að hægt sé að skipta um kennitölu á Akureyrarstarfsemi Brims?
Þetta er óskiljanlegt í ljósi þess að nánast hefur verið útilokað að fá krónu lánaða í þessum sama banka til að auka slagkraft atvinnulífsins og fjölga störfum. En núna snarar bankinn út 11 miljörðum í eina algerra kyrrstöðu aðgerð! ?
Menn ættu ekki að gleyma því, svo illa sem menn hafa brennt sig, að engum loforðum Sam- herjaforstjórans er hægt að treysta þegar fjármagn og gróðavon er annars- vegar. Forstjórinn hreyfir ekki rasshár né hættir til krónu af eigin fé nema hafa þá bjargföstu trú að fjárfestingin skili sér með ríkulegum gróða.
Hann hefur þegar sýnt og sannað að orðum hans og yfirlýsingum er í engu að treysta, nema Guggan sé sannarlega enn gul og gerð út frá Ísafirði.
Fagnar kaupum Samherja á starfsemi Brims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Hér er farið gróflega yfir strikið...
24.3.2011 | 20:33
...í fordómum og hreinu bulli. Ótrúlegt að þessi auglýsing hafi verið bönnuð. Það er ekkert í þessu myndbandi sem gæti hugsanlega sært fólk sem hefur smá snefil af eðlilegri heilastarfsemi.
Ögrandi auglýsing bönnuð í sjónvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)