Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Verða ekki allir að eignast þetta?
14.3.2011 | 14:00
Á fréttasíðu mbl.is gefur að líta auglýsingu frá netversluninni Sniðugt.is sem auglýsir gufuslétti, eitthvað sem allir verða að eiga í geymslunni við hliðina á fótanuddtækinu og öðrum ómissandi hlutum.
Í vörulýsingu seljanda segir m.a.:
Þar til í dag hafa þau (gufustraujárnin ins. AH) verið of dýr, of flókin í meðhöndlun og of stór. Gufustraujárnið er lítið, létt, gufar í allt að 15 mínútur og smellpassar í ferðalagið.
Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að strauja þvottinn, bara að hengja upp fötin og strauja upp og niður. Gufan réttir úr þráðum og sléttir fullkomlega. Tilvalið til notkunar á kjólföt, til að ná úr geymslulyktinni og gefa þeim ferskleikablæ. Hraðvirkara og fer betur með fötin.
Atvinnutæki á framúrskarandi verði! Ótrúlegur árangur og svo auðvelt! (bíómynd með svipaða vöru!)
Þetta tæki sem lítur út eins og sambland af ofvöxnum hitabrúsa og smurkönnu er fráleitt hentugt í ferðalög, stórt og klunnalegt og rúmlega tvöföld stærð venjulegs gufustraujárns. Það er fullyrt í þessari auglýsingu að venjuleg gufustraujárn séu mun dýrari en þessi gufusléttir, sem kostar aðeins 9.900- kr.
Í Heimilistækjum einum er hægt að fá a.m.k. sex gerðir af gufujárnum sem eru ódýrari en þessi töfralampi, eða frá krónum 2.995-.
Svo er hægt að sjá í auglýsingunni videó af, nei, nei ekki af þessu tæki, heldur einhverju allt öðru tæki, svipaðs eðlis!
Er ekki rétt að smella sér á eitt, eða jafnvel tvö tæki, gott að eiga eitt í bústaðnum svo fólk geti skellt sér í gufu þegar það kemur þangað um helgar, krumpað eftir eril vikunnar.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Leynipósthúsið
16.2.2011 | 22:01
Holskefla þjónustuskerðingar gengur yfir hjá Póstinum um alla landsbyggðina. Pósturinn er svo léttur á bárunni og gamansamur að kalla þessar breytingar hagræðingu. Með góðum vilja má samþykkja þá nafngift í einstaka tilfellum.
En víðast hvar væri nær að kalla aðgerðir fyrirtækisins svívirðu og dónaskap í orðanna sterkustu meiningu. T.a.m. þar sem póstafgreiðslunum hefur alfarið verið lokað en íbúunum, sem áttu og byggðu upp þetta fyrirtæki á sínum tíma, er ætlað að grípa póstinn sinn af einhverjum bíl sem brunar hjá og kyngja því sem eðlilegri þjónustu.
Í Grindavík fengu íbúarnir sína póstlegu hagræðingu þegar pósthúsinu var lokað fyrir fullt og fast 19. janúar s.l. og flutt í bás í Landsbankanum. Það kann að vera að þetta gangi með tímanum, en undarleg eru vinnubrögðin og skipulagið á því pósthúsi.
Það er ekki kassi eða sjóður í afgreiðslubás póstsins! Þurfi menn að leysa út kröfu eða inna af hendi greiðslu, setja bréf í póst þarf fyrst að fara í biðröðina hjá bankagjaldkeranum greiða kröfuna, kaupa frímerkið og fara síðan í biðröðina hjá póstinum með kvittun bankans eða frímerkið og fá sína póstlegu afgreiðslu á bás póstsins. Nú er mánuður liðinn frá hagræðingunni en enn hafa Landsbankamenn ekki áttað sig á fáránleika þessa afgreiðslukerfis. Allavega æpir ekki hagræðingin á viðskiptavinina.
Strax daginn sem Pósturinn flutti voru merkingar póstsins fjarlægðar af gamla pósthúsinu en núna, mánuði síðar, hefur merki póstsins ekki enn verið sett á Landsbankahúsið. Það er ekkert sem bendir til þess að í þessu húsi sé póstafgreiðslan í Grindavíkurbæ, ef frá er talin lítill og illa staðsettur póstkassi.
Til að bíta hattinn af skömminni þá var þetta illa kynnt eða auglýst. Ég bý beint á móti gamla pósthúsinu og er enn að sjá fólk koma og ætla að snara sér inn á sitt pósthús en það kemur að sjálfsögðu að lokuðum dyrum. Til að fullgera ruddaskapinn þá höfðu þeir hjá Póstinum ekki einu sinni fyrir því að setja tilkynningu í glugga á húsinu til leiðbeiningar, t.a.m. með staðsetningu nýju afgreiðslunnar. Þá vandast málið, það gagnar ekki fyrir viðskiptavininn að keyra um í leit að pósthúsinu, því merkingarlega séð er engin póstafgreiðsla í Grindavík.
Ef farið er inn á heimasíðu póstsins og póstafgreiðslur landsins skoðaðar og Grindavíkur afgreiðslan valin má sjá mynd af Landsbankanum og á myndina hafa Póstmenn af miklum myndarskap sett inn lógó Póstsins á gafl hússins. Kannski það verði látið duga og teljist partur af allri hagræðingunni.
.
Myndir: Landsbankahúsið á heimasíðu Póstsins og myndir af sama húsi teknar í dag.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Iðnaðarnjósnir hjá Renault?
7.1.2011 | 00:04
Hvernig má það vera að iðnaðarnjósnir ógni einhverjum lélegasta bifreiðaframleiðanda Evrópu?
Var þetta áramótaskaup Renault?
Iðnaðarnjósnir ógna Renault | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað varð um yfirlýst áformin?
25.11.2010 | 12:42
Ætlaði ekki Sullenberger, eða hvað hann heitir nú sá góði maður, að vera með lægsta verðið?
Hvað ætli hafi orðið um þau metnaðarfullu áform?
Bónus oftast með lægsta verðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki er allt á niðurleið
15.11.2010 | 21:49
Þetta hljóta að vera góð tíðindi fyrir þá lífeyrissjóði sem voru að fjárfesta í Icelandair. Vonandi er þetta hreinn hagnaður af rekstri en ekki einhver bókhaldsleg moðsuða.
Hagnaður Icelandair 3,2 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað ber að forðast!
10.11.2010 | 17:14
Hver er fyrsta og oftast eina ráðlegging íslenskra fararstjóra í ferðum erlendis varðandi verslun og viðskipti?
Jú hún er þessi: Forðist fyrir alla muni öll viðskipti við Indverja og Indverjabúðir.
Öll þeirra viðskiptahagfræði byggist á að blekkja og svíkja.
Svo hittir auðvitað skrattinn ömmu sína þegar hann hittir ágjarna kerlingu ofan frá Íslandi.
Punktur!
Segir að auðmaðurinn hafi gefið sér peningana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Brjóstasala
10.11.2010 | 08:19
Þegar maður hefur greitt fyrir vöru hlýtur maður að teljast eigandi hennar.
Því hefði ég, fyrir mína parta, krafist þess að fá brjóstin afhent, enda búinn að greiða fyrir þau og það eftir vigt.
.
.
Brjóstin blekktu neytanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fólk sem fellur...
30.9.2010 | 21:21
Svindlbréf send frá íslensku lottói | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er pottþétt....
14.9.2010 | 11:48
....að einhverjir falla fyrir þessu. Það er sama hve illa og heimskulega er staðið að svindli, það eru alltaf einhverjir sem eru enn vitlausari, ef gróðavon er í sigtinu.
Það er ekki langt síðan að þeir sem ekki spiluðu í útrásar- og græðgislotteríinu voru úthrópaðir sem hálfvitar.
Bilun til að mæta þörf dagsetningu færslu þinni verður öryrki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Er Iceash deila í uppsiglingu?
4.9.2010 | 12:51
Fastlega má reikna með að frönsk stjórnvöld framsendi þennan reikning á íslenska ríkið og krefji það um greiðslu á kostnaðinum.
Ekki er ólíklegt að franskir komist að þeirri niðurstöðu að Eyjafjallajökull sé sóði og því á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda rétt eins og Icesave sóðarnir.
Krefjast bóta vegna eldgossins í Eyjafjallajökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |