Færsluflokkur: Kjaramál

Samið um hungur(lús)

hungurlus.jpgÉg er hræddur um að mörgum sjómanninum muni þykja rýrast sinn kostur nú þegar útgerðin samþykkir að leggja til frítt fæði.

Það er eins víst og að dagur fylgir nótt muni útgerðin, í sparnaðarskyni, týna úr kostinum allan „óþarfa“ og „lúxus“ að þeirra mati og ekki draga af sér.

Ekki þyrfti að koma á óvart að þetta aðhald kallaði á sérstakt stöðugildi á kontórnum hjá þeim stóru.


mbl.is Samið í kjaradeilu sjómanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð og gjörðir

Kontóristar og stjórnarmenn Rio Tinto eru hetjur dagsins, þeir fórna sér til að bjarga verðmætum – enda liggur álið undir skemmdum.

tired-businessman-15018980.jpgÞað verða þreyttar hetjur sem skríða til sængur í kvöld að loknu einu ærlegu dagsverki. Reikna má með að strengir og önnur álagseinkenni, þeim áður óþekkt, verði ríkjandi í kroppum þeirra á morgun og þeir verði enn verkminni en í dag, hafi þeir sig á annað borð út úr rúmi til að brjóta á bak aftur löglega boðað verkfall.

Illvígar þrautirnar í stjórnendakroppunum gætu hugsanlega opnað augu þeirra að verðugur sé verkamaðurinn launa sinna.

Upplýsingafulltrúi Rio Tinto er afar ánægður hvernig til tókst með verkfallsbrot dagsins. Upplýsingafulltrúinn er jafnframt alveg miður sín yfir gangi samningaviðræðnanna, segir fyrirtækið allt af vilja gert til að gera góðan kjarasamning, sem sé löngu tímabært.

Það er gaman að lifa þegar svona vel falla saman orð og gjörðir.

Vonandi hlýst ekki manntjón af þessum fíflalátum.

 


mbl.is „Erum að bjarga verðmætum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grímulaust vantraust

Þessi auma sáttarnefndarhugmynd Bjarna Ben (lesist Davíðs) er auðvitað ekkert annað en illa dulbúið vantraust á nýskipaðan sáttasemjara ríkisins og undirstrikar auk þess algeran skort á samningsvilja ríkisstjórnarinnar.

Fjármálaráðherrann hefur frá upphafi verkfalls BHM og síðar hjúkrunarfræðinga látið eins og samningaviðræður við stéttarfélögin væru honum gersamlega óviðkomandi og vísað til samninganefndar ríkisins. Hver er tilgangur þessarar samninganefndar ef hún starfar án  umboðs Bjarna?

Tími er til kominn að Bjarni hætti að gera stykki Davíðs í sína íhaldsbrók og gyrði þær upp um sig þess í stað og gangi af alvöru til samninga við sína viðsemjendur.

Framgangur Bjarna í þessu verkfalli verður geymdur en ekki gleymdur, því getur hann treyst.


mbl.is „Þessi heimild er til staðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vasaklúta viðtöl

Ég held að forstjórar Bónus og Skeljungs ættu, í stað þess að gráta úr sér augun í fjölmiðlum, að beita sér fyrir því innan SA að samtökin gyrði sig í brók og gangi að sanngjörnum kröfum launþega og afstýri þannig því tjóni af verkfallaðgerðum sem þeir óttast svo mjög.

Svona eymdarvæl, ásakanir og hálfgerðar hótanir sumra atvinnurekenda í garð launþega í fjölmiðlum skila engu, nema áframhaldandi verkföllum.

Sé það óskin, verði þá þeirra vilji.


mbl.is Loka þyrfti öllum verslunum Bónuss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur ekki Íhaldsjöfnuðurinn í Kópavogi jafnt yfir alla?

Kona sem vinnur hjá Kópavogsbæ kærði eðlilega launamun á henni og karli í sambærilegu starfi. Kópavogsbær brá við hart og jafnaði launin. En bærinn fór þá fáheyrðu leið, að í stað þess að hækka laun konunnar til jafns við karlinn þá lækkuðu þeir laun karlsins!

Nú hlýtur bæjarstjórn Kópavogs, vilji hún vera sjálfri sér samkvæm, að taka sín laun og laun Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra til endurskoðunar og jafna þau niður á það sem lægst gerist í örðum bæjarfélögum. Annað væri ekki sanngjarnt og réttlátt!

En ólíklegt er að Íhaldinu í Kópavogi, frekar en annarstaðar, sé sanngirni og réttlæti eitthvert sérstakt kappsmál.

Bæjarstjórn Kópavogs sendir, með þessum ótrúlega gjörningi, skýr skilaboð til bæði kvenna og karla sem starfa hjá bænum, konunum að slíkt brambolt muni þeim engu skila og körlunum hvaða afleiðingar það hafi fyrir þá að styðja konur í jafn sjálfsögðu réttlætismáli.


mbl.is Laun karls lækkuðu vegna kæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákall um kraftaverk

moses-modern-miracle-wallpaper-abstract-3d_00428904Gylfi Arnbjörnsson forseti  ASÍ krefst þess að ríkisstjórnin vinni hans vinnu og ljúki því fyrir helgi.

Þar kemur vel á vondan, því vart má á milli sjá hvor er aumari og verkminni fyrir alþýðu landsins, ríkisstjórn Simma silfurskeiðar eða Gylfi og saumaklúbburinn sem hann veitir forstöðu.


mbl.is Vill fá skýr viðbrögð ríkisstjórnarinnar fyrir vikulok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bátnum ruggað af óþörfu

Þetta er afleitt innlegg hjá stjórnendum Landsspítalans í þann mikla starfsmannavanda sem blasir við. Ætli forstjóri spítalans hafi dregið af sínum launum þann tíma sem hann eyddi í að leita fyrir sér með starf erlendis?  

Hitt er annað mál að þrír morgnar í viku, í kjaraumræðu, er ansi ríflegt, svo ekki sé meira sagt. Í deiluna er komin kergja og stífni, sem hefur aldrei stuðlað að lausn deilumála fram að þessu.


mbl.is Fá fjarvist fyrir að mæta á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falshundar

Úldin falsslepjan flæðir af Vilmundi Jósefssyni og Vilhjálmi Egilssyni hjá Samtökum Atvinnulífsins þegar þeir setja upp sakleysissvipinn og segja SA ekki ætla að hafa frumkvæði að því að stofna til átaka á vinnumarkaðnum.

Ekki er nema rúmur mánuður síðan þessir sömu lúsablesar lögðu blessun sína yfir fyrirhugaða verkbannsaðgerð LÍÚ.


mbl.is Ætla ekki að segja upp samningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pissað í skó Samtaka atvinnulífsins.

Grandi ætlar ekki að umbuna sínu starfsfólki sérstaklega, því fyrirtækið kappkostar að virða kjarasamninga,  segir Vilhjálmur Vilhjálmsson framkvæmdastjóri.

Vilhjálmi Egilssyni og Samtökum Atvinnulífsins er örugglega ekki skemmt þegar nokkur fyrirtæki rjúfa samstöðuna innan SA og umbuna starfsmönnum sínum með ríkulegum auka jólabónus umfram samninga.

Enda líta stjórnendur þeirra fyrirtækja, sem ekki greiða aukabónus, fyrir vikið út eins og hver önnur undirmáls fífl þegar þeir sýna sitt rétta andlit.

 
mbl.is Greiða ekki aukajólabónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkalýðsfélag Akraness sýnir tennurnar

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness stendur í lappirnar, það mættu fleiri gera.

 

mbl.is Hóta úrsögn úr lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband