Fćrsluflokkur: Kjaramál

Skítlegt eđli

Ţađ er ađ sanna sig ađ svokallađir „upplýsingafundir“ útgerđamanna međ starfsmönnum sínum, eru eins og svartsýnustu menn óttuđust, ađeins einhliđa áróđursfundir, ţeir voru ekki hugsađir til skođanaskipta um deilumáliđ.

Forskriftin er einföld: Hér tölum viđ, spurningar og athugasemdir úr sal eru bannađar. Hlustiđ á ţađ sem viđ höfum ađ segja, kyngiđ ţví eđa fariđ.

Hvar er Sjómannasamband Íslands, er ţađ á Kanarí ađ gera í buxurnar?   


mbl.is SGS mótmćlir ađgerđum LÍÚ harđlega
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

LÍÚ lygur og Sjómannasamband Íslands ţegir ţunnu hljóđi

Ţví hefur veriđ haldiđ fram af framkvćmdastjóra LÍÚ og núna af SA (Samtökum atvinnulífsins) ađ ţessi vikulanga verkbanns ađgerđ LÍÚ sé ekki brot á 17. gr.  laga um stéttarfélög og vinnudeilur, ţar sem útgerđirnar borgi mönnum laun ţessa viku!

Ţetta er hrein lygi, í besta falli hálfsannleikur. Af hverju er ţetta verkbann LÍÚ ađeins vika en ekki t.d. hálfur mánuđur? Skýringin er einföld, í landlegum eru sjómenn launalausir í 7 daga eftir ađ hafnarfríi líkur. Ţá fyrst hefjast launagreiđslur útgerđanna gegn vinnuframlagi áhafna.

Í kjarasamningi LÍÚ og Sjómannasambandsins segir m.a. í liđ 5.13. um launatímabil á togurum, svo dćmi sé tekiđ:

.

Ađ loknu hafnarfríi mega líđa 7 dagar án sérstakrar kaupgreiđslu og án vinnuskyldu. Ađ ţeim tíma liđnum skal greiđa kauptryggingu, enda sinni skipverjar samkvćmt beiđni 8 tíma vinnuskyldu á dagviđ skipiđ innanborđs og búnađ ţess. 

 

Útgerđamenn borga ţví engin laun ţessa viku.  Góđir!

Af hverju ţegir Sjómannasamband Íslands yfir ţessum rangfćrslum? Stendur Sjómannasambandiđ međ útgerđamönnum í ţessari svívirđu, sömu mönnunum og hafa komiđ sér hjá ţví ađ ganga frá lausum samningum viđ SSÍ árum saman?

   


mbl.is SA andmćla túlkun ASÍ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hagfrćđitölur mánađarins

Frú Berlusconi  gerir kröfu á bónda sinn fyrrverandi upp á upp á 3.500.000 evrur á mánuđi  í lífeyri og hefur hafnađ bođi hans upp á 1,800.000 evrur á mánuđi.

Ţađ er ţví ljóst ađ hún gćti illa sćtt sig viđ ţćr  503 evrur sem Íslenska ríkiđ skammtar mér mánađarlega af örlćti sínu, í atvinnuleysisbćtur.

En ţađ er auđvitađ minn skađi ađ hafa ekki haft vit á ađ lulla hjá Silvio Berlusconi.

   


mbl.is Skilnađarstríđ Berlusconis
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Veikinda „frí“

Ég hef orđiđ var viđ ţetta sjónarmiđ hér á landi. Margir líta á ţessa tvo daga í mánuđi, sem heimila veikinda fjarveru án vottorđs, sem eđlilega frídaga.


mbl.is Ungt norskt fólk nennir ekki ađ vinna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kjarabarátta eđa sjálftökutilraun?

Lagasetning á verkföll er og verđur alltaf afleit lausn á kjaradeilum og ćtti ekki ađ beita nema í algerum neyđartilfellum.

En er ţetta kjaradeila? Framganga flugvirkja er gersamlega á skjön viđ allt í ţjóđfélaginu og líkist meira „2007“ sjálftökuhugsunarhćtti, en kjarabaráttu í hefđbundnum skilningi.

Í hádegis fréttum RUV sagđi  Kristján Kristjánsson formađur samninganefndar flugvirkja  ađ flugvirkjar vćru ekki í ASÍ og ţví ekki ađilar ađ "ţjóđarsáttinni" og standa í ţessu einir. Ef ríkisstjórnin setur lög, segir Kristján, ţá brjóti hún ţjóđarsáttina og flugvirkjar ţá ekki bundnir af henni.

Vá, flugvirkjar verđa sem sagt  stikk frí frá ţjóđarsátt í öđru veldi. Ţađ munar um minna.

Tilbođ um 11% kauphćkkun, flugvirkjum til handa, er á borđinu á sama tíma og ađrir verđa ađ taka á sig skerđingar, en flugvirkjar höfnuđu tilbođinu, vilja helmingi meira. Ţeir ćtla sér ekki ađ deila  kjörum međ ţjóđinni.

Međ svona viđhorfi hafa flugvirkjar glatađ allri samúđ, hvađ sem öllu öđru líđur.

 
mbl.is Verkfalliđ bannađ til 30. nóvember
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţau ćttu ađ vera hćg heimatökin....

handjarn....fyrir lögregluna ađ halda kjaradeilunni  viđ ríkiđ, í járnum.

.

.


mbl.is Kjaradeila lögreglumanna og ríkis í járnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ASÍ, hvađa fyrirbćri er ţađ?

asi-logoÍ „gamla daga“ var unun ađ hlusta á góđar og kjarnyrtar barátturćđur foringja verkalýđsins á 1. maí  hátíđahöldum og öđrum baráttusamkomum. Fólk gleypti í sig hvert orđ og fylltist baráttuanda og vígamóđ.

En ţetta er liđin tíđ. Baráttuandinn er horfinn úr rćđunum og í stađin komnar innantómar hagfrćđiţulur og međaltalstölur.

Rćđurnar eru fluttar af mönnum sem ekki ţekkja kjör alţýđunnar nema af afspurn og hafa aldrei ţurft ađ deila međ henni kjörum.

Stóryrđi um sókn til bćttra kjara hljóma ekki sannfćrandi úr munni ţessara manna, manna sem ekki ţekkja umbjóđendur sína nema sem tölur á litskyggnum og línuritum.

Manna sem fá 4 eđa 5 föld laun verkamanns, ákveđin fyrirhafnarlaust á bak viđ tjöldin en ţurfa ekki ađ eiga kjör sín undir útkomu kjarasamninga eins og umbjóđendur ţeirra.gylfiarinbjornsson-asi_ipa

Manna sem ekki myndu telja samninga, sem ţeir ţó leggja kinnrođalaust fyrir lýđinn, ásćttanlega vćri um ţeirra eigin kjör ađ rćđa.

Međ núverandi mönnun er ASÍ, sem höfuđforysta verkalýđsins, ekki lélegt eđa veikt til síns brúks, ţađ er ónýtt.


mbl.is Nýjan sáttmála um stöđugleika
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband