Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Ameríski draumurinn
15.3.2011 | 11:34
Það vantar ekki að Bandaríkjamenn hafi lausnirnar á takteinum til úrbóta á helstu þjóðarskömm og ómenningu þess annars ágæta samfélags.
Það virðist einu gilda hversu hryllilegar og ógnvekjandi fréttir berast af reglubundnum byssubardögum og fjölda- morðum í skólum og víðar, lausn á vandanum er alltaf ein og sú sama, að fjölga byssum í umferð og rýmka heimildir til vopnaburðar.
Það er afar ólíklegt að það hefði bjargað þingkonunni Gabrielle Giffords, nema síður væri, þótt hún hefði haft byssur í hulstrum á báðum mjöðmum og krosslagt skotbelti yfir brjóstin. Hefði hún náð að rífa upp hólkana, hefði kúlunum í umferð aðeins fjölgað með auknu mannfalli.
Það stefnir allt í það að villta vestrið verði endurvakið með öllum sínum rómans.
![]() |
Þingmenn vilja ganga með byssur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Öflugar umbætur, eða þannig
13.3.2011 | 13:01
Eftir mótmæli í Óman undanfarnar vikur, og kröftugar kröfur íbúana um umbætur á stjórnarfari landsins, veitti Qaboos bin Said Al Said soldáninn í Óman, þingi landsins í dag löggjafarrétt og vald til að setja reglugerðir. Ekkert minna! En líklega á sá gamli síðasta orðið eftir sem áður.
Hvert ætli hafi verið hlutverk hinna 84 þingmanna fram að þessu, hafi þeir ekki haft vald til að setja svo mikið sem reglugerðir, hvað þá lög? Sennilega var þeirra hlutverk það eitt að hrópa mikill er Allah einum munni í hvert skipti sem soldáninn opnaði munninn og lokaði honum aftur.
Auk þessa hefur soldáninn gert víðtækar umbætur í höllinni og skipt út 12 af 29 blævængja þjónum sínum.
Lýðræði eins og við þekkjum það á almennt langt í land í hinum Íslömsku mið-austurlöndum, hvað sem líður okkar væntingum. Og eitt er víst, við höfum nákvæmlega ekkert um það að segja.
![]() |
Breytingar á stjórnarfari í Óman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég skrifaði í pistil í gær að margt líkt væri með því sem væri að gerast í Líbýu og Palestínu, en viðbrögð heimsins við þessu tvennu eru samt giska ólík. Heimurinn hefur látið vandamál Palestínu reka á reiðanum í áratugi, en er tilbúinn að grípa nær strax í taumana í Líbýu.
Ástæðan er augljós, Palestínumenn hafa enga olíulindir til að laða að sér samúð og samkennd heimsins á því ranglæti sem þeir beittir þegar þeir eru hægt og bítandi eru rændir landi sínu og það lagt undir Stór-Ísrael.
Bandaríkin hljóta, sem helsta baráttuland fyrir frelsi, mannréttindum og jafnrétti í heiminum, að beita sér, í ljósi framferðis Ísraelsstjórnar, fyrir því að samskonar loftferðabann verði sett yfir Ísrael og Líbýu.
Nema auðvitað, þegar olían er frátalin, að augljós munur sé á mannfyrirlitningu ríkisstjórnar Ísraels og Gaddafi Líbýueiganda eða líf Palestínumanna sé léttvægara talið en bræðra þeirra í Líbýu.
![]() |
Ísraelar leyfa nýjar framkvæmdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er þá ekki sjálfgefið loftferðabann á Ísrael?
12.3.2011 | 21:43
Enginn gerir lítið úr því gengdarlausa ofbeldi og mannfyrirlitningu sem Gaddafi hefur sýnt mótmælendum gegn stjórn hans í Líbýu.
Bandaríkjamenn hafa barist fyrir og fengið víðtækan stuðning fyrir tillögu sinni um loftferðabann yfir Líbýu.
Í framhaldinu hljóta Bandaríkin, sem helsta baráttuland fyrir frelsi og mannréttindum í heiminum, að fara fram á að sett verði samskonar loftferðabann yfir Ísrael, fyrir það gengdarlausa ofbeldi og kúgun sem þeir hafa beitt íbúa Palestínu áratugum saman.
Eða er einhver grundvallar munur á mannfyrirlitningu Gaddafi og ríkisstjórnar Ísraels?
![]() |
Fagna ákvörðun Arababandalagsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Neyðarleg samkennd
12.3.2011 | 18:55
Samstaða og samhugur þjóða heims virðist ekki vera neitt vandamál ef á reynir og auðveldlega má setja til hliðar ríg og kíf þjóða á milli, sé þörfin brýn. Það er yndislegt að horfa upp á slíka samstöðu í sinni bestu mynd og hvers hún er megnug.
En hart er til þess að hugsa að til þess að kalla fram slíka samstöðu þjóða heims, virðist þurfa til slíkar hörmungar og riðu yfir Japan. Þegar frá líður og um hægist þá hverfa allir aftur til síns heima, skríða ofan í skotgrafirnar og taka aftur upp gömlu sérhagsmunagæsluna og bíða eftir næsta tækifæri til að sýna hve góðir karlar þeir geta verið á neyðarstund.
![]() |
Björgunarlið streyma til Japan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er eftirspurn eftir Elísabetu á Írlandi?
5.3.2011 | 01:00
Ætli skoðanir Ískra Íra á Bretum séu frábrugðnar skoðunum kaþólskra trúbræðra þeirra, "ensku" Íranna á Norður Írlandi?
Vill Írska þjóðin fá þessa konu í heimsókn, holdgerving forneskju og afturhalds og lifandi minnisvarða um þær þjáningar sem Írar þurftu að líða undir stjórn og ofríki Breta.
![]() |
Fyrsta heimsóknin til Írlands í 100 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hernaðaraðstoð Íslendinga
27.2.2011 | 15:18
Það kemur vissulega spánskt fyrir sjónir að Bretland hafi veitt ríkjum eins og Rússlandi og Kína þróunaraðstoð! Þessi ríki verja óhugnanlegum fjármunum til hermála og hönnunar drápstækja, en leggjast svo lágt að þiggja þróunaraðstoð frá öðrum ríkjum.
Ég hef raunar aldrei skilið tilgang þróunaraðstoðar Íslendinga til vanþróaðra ríkja, sem eyða blygðunarlaust margfaldri aðstoðinni til hermála í stað þess að nýta fjármagnið til að fæða eigin þegna eða tryggja þeim lágmarks heilbrigðisþjónustu.
Við Íslendingar gætum því allt eins kallað stuðninginn við þessi ríki hernaðaraðstoð.
![]() |
Bretar hætta þróunaraðstoð til 16 landa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Valkyrjur á háum hælum
24.2.2011 | 10:35
Einvaldar rísa, ríkja um tíma en falla svo óhjákvæmilega af stalli sínum, það er aðeins spurning um tíma. Svo er að sjá að tími Gaddafis Líbýualvalds sé liðinn. Hann hófst með byltingu og honum líkur með byltingu. Flærnar sem nærst hafa á húsbónda sínum flýja hann þessa dagana hver um aðra þvera í viðleitni sinni að finna nýjan hýsil, til að lifa af.
Nú hafa múslímskir klerkar, að slíkra klerka sið, sett svo kallað fatwa á karl angann Gaddafi, sem merkir að hann sé réttdræpur hvar sem til hans næst. Gott ef banamanni hans verður ekki lofað stjörnu klassa himnavist með 100 hreinum meyjum til einkanota auk annars lúxuss sem ekki mun vera í boði fyrir meðal Jóna íslamska.
Þó er talið að erfitt verði að komast að Gaddafi því hann hefur um sig persónulegan lífvörð, svokallaða Amazon-verði, sem samanstanda af 40 kvenna hópi hreinna meyja, sem ku vera þrautþjálfaðar í vopnaburði og bardagaíþróttum. Mikil ásókn hefur verið meðal stúlkna að komast í þessa sveit og barist um hverja stöðu sem losnar.
Þrátt fyrir trúarhita Gaddafis er yfirbragðið á þessum lífvörðum hans ekki beinlínis snýtt út úr Kóraninum, þar sem stúlkukindurnar eru yfirleitt mikið farðaðar, naglalakkaðar og spranga um á háum hælum, sem þykja hvorki sérlega íslamskir eða hentugur skóbúnaður lífvarða.
Engum sögum fer hinsvegar af því hvort Gaddafi hafi fyrir sið að halda eftir innsiglinu á Amazon gellunum þegar þær láta af störfum.
En líkt og títt er í þessum heimshluta, sem ekki þekkir lýðræði nema af afspurn, þá er líklegast að uppreisnir almennings í Líbýu, Egyptalandi, Túnis og fleiri ríkjum þar eystra, leiði einungis til þess að nýr einvaldur leysi af þann gamla.
Endilega takið þátt í könnuninni hér til vinstri!
![]() |
Gaddafi mun deyja eins og Hitler |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru okkar bestu vinir að sjá ljósið?
4.2.2011 | 23:42
Það er athyglisvert að stjórnvöld í Bandaríkjunum skuli, eftir 30 ára einræðisstjórn Hosni Mubaraks og þar áður einræðisstjórnar Anwar Sadat og raunar allar götur síðan Egyptar byrjuðu að halla sér að Bandaríkjunum í stað Sovétríkjanna áður, núna loksins átta sig á því að stjórnarfarið í þessu landi uppfyllti fráleitt þær lýðræðiskröfur sem þeir gera til þjóða heimsins, í orði kveðnu a.m.k., nema þegar mikið liggur við auðvitað.
Hvað ætli þurfi að gerast á strætum borga Sádi Arabíu og strætum borga annarra bandalagsríkja þeirra í Arabaheiminum til að Bandaríkjamenn átti sig á hvernig stjórnarfari í þessum ríkjum er háttað?
![]() |
Hvetur til stjórnarskipta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 5.2.2011 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lýðræðissinnaðir gyðingar, eru þeir til?
30.1.2011 | 12:48
Ísraelsmenn, þessir margrómuðu lýðræðis unnendur fyrir botni Miðjarðarhafsins hafa fram að þessu ekki haft verulegan beyg af meintum, en jákvæðum lýðræðishalla í nágrannaríkjunum þeirra.
Vegna hernaðaryfirburða, af kjarnorkuvopnum m.a. hafa Ísraelsmenn, jafnframt því að sitja í skjóli mesta herveldis heims, getað farið algerlega sínu fram gagnvart sínum eigin borgurum arabískum, sem og Palestínumönnum í herteknum löndum þeirra.
Það er því broslegt að þessir lýðræðis og mannunnendur, skuli fyllast ótta yfir hugsanlegri lýðræðisþróun í Egyptalandi.
Fyrir alla muni lesið blogg Villa Köben, hans gyðinga"mannúð" lætur engan ósnortinn!
![]() |
Ísraelsmenn óttast að landamærin verði opnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)