Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Obama vann og kirkjan brann
15.4.2011 | 12:58
![]() |
Brenndi kirkju eftir að Obama vann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hver vill ekki verða „forsetinn“ með ákveðnum greini?
12.4.2011 | 01:13
Það er varla frétt að Mitt Romney vilji verða forseti Bandaríkjanna, það sama þrá örugglega rúmlega 300 milljónir landa hans, þ.e.a.s. að þeir sjálfir verði forsetinn en ekki Romney.
![]() |
Mitt Romney vill verða forseti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sænska hræsnin
8.4.2011 | 20:33
Svíar eru ekki í NATO en þeir taka samt þátt í aðförinni, árásinni, innrásinni, aðstoðinni eða hjálparaðgerðunum eða hvað menn vilja kalla hernaðarruglið í Líbýu.
En af hverju eru Svíar þátttakendur í árásaraðgerð NATO ? Er það af rómaðri lýðræðis ást þeirra og þéttpakkaðri réttlætiskennd? Nei ekki aldeilis, þátttaka þeirra er viðskiptalegs eðlis og ekkert annað.
Svíar, þessir hágæða norrænu friðelskendur, eru með mestu hergagnaseljendum heims. Þeim hefur samt ekki tekist, að eigin mati, nægjanlega vel í markaðssetningu og sölu á SAAB Jas Grippen orrustuþotunum.
Þátttaka þeirra í Líbýu gríninu er því ekki af mannúðarástæðum eða lýðræðisást heldur hrein og klár markaðssetning og auglýsingabrella. Þeir vonast til að þotan nái að sanna sig og þá væntanlega í átökum með tilheyrandi mannvígum, svo hún veki athygli og verði sölulegri varningur.
Góðir gæjar Svíarnir, eins og alltaf.
![]() |
Svíar með í Líbíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
KIM JONG IL er meiri skaðvaldur en Mount Paektu
6.4.2011 | 11:02
Kommarnir í N-Kóreu valda þjóð sinni meiri skaða en fjallið Mount Paektu kemur nokkurn tíma til með að gera. Langt er á milli gosa í fjallinu og afleiðinga þeirra, en ógn og harðstjórn alræðisstjórnarinnar í N-Kóreu hafa varað áratugi og ekki útlit fyrir að breyting verði á því um ókomna tíð.
Gos ofaní það harðræði sem íbúar N-Kóreu þola af völdum ríkisstjórnar landsins er að sjálfsögðu lítið faganaðar efni. Þjóðin getur ekki losað sig við fjallið, sem er á landamærum N-Kóreu og Kína, en hún getur lágmarkað skaðann með því að losaða sig við Kim Jong Il og allt hans bölvaða hyski, fyrir fullt og fast.
![]() |
Sameinast um eldfjallarannsóknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Brennt barn forðast eldinn, en ekki Kaninn
30.3.2011 | 00:02
Þannig byrjar það, með saklausum vopnasendingum, en áður en þessir vitringar geta snúið sér við, verða þeir sjálfir komnir í stríð við þessi sömu vopn.
Bregst ekki.
![]() |
Útilokar ekki vopnasendingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lýðræðislegar kosningar, á þetta að vera brandari?
28.3.2011 | 13:54
Það segir í þessari frétt að fyrstu lýðræðislegu sveitarstjórnarkosningarnar í Sádi-Arabíu hafi farið fram 2005. Það er í hæsta máta vafasamt, svo ekki sé dýpra í árina tekið, jafnvel fyndið, að kalla kosningar lýðræðislegar, þar sem konur hafa hvorki kjörgengi eða kosningarétt.
Bandaríkjamenn hafa ekki hikað að fara í stríð, útblásnir og þrútnir af lýðræðisást, til að setja af harðstjóra í þessum heimshluta til að koma á lýðræði og mann- réttindum, að eigin sögn.
En þegar kemur að mannréttindum og lýðræði í Sádi-Arabíu, eða öllu heldur algerum skorti á þessu tvennu, setja Bandaríkin kíkinn fyrir blinda augað, svo lengi sem það þjónar þeirra hagsmunum.
![]() |
Konur fá ekki að bjóða sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Erum við viljugir, aftur?
27.3.2011 | 12:10
Jæja, NATO ætlar einn ganginn enn að taka að sér að skreppa í lítið stríð, svona milli matar og kaffis. Áætlun NATO er að útvíkka núverandi aðgerðir í Líbýu svo stríðið gæti, eins og stríð gera oftast, allt eins dregist á langinn, fram eftir kvöldi jafnvel. Rétt eins og litla Íraksstríðið, sem átti aðeins að standa milli mjalta og messu einn vordag 2003, en stendur enn.
NATO ríkin Tyrkland og Frakkland hafa lýst yfir andstöðu sinni við yfirtöku NATO á þessum Líbýu mistökum. Hefur eitthvað heyrst frá NATO ríkinu Íslandi, hefur það lýst yfir andstöðu sinni að NATO taki við stjórn þessa stríðs? Ef svo er þá hefur það ekki farið hátt eða verið hrópað á torgum.
Hvað er að gerast, hvar eru núverandi landsfeður, þeir sem voru svo eftir- minnilega óhressir með gjörð Halldórs og Davíðs þegar þeir lýstu þjóðina viljuga, að henni for- spurðri, og fóru í stríð við Írak? Eru stjórnar- flokkarnir viljugir núna, þykir þeim þá, eftir allt saman, jafngott og helvítis íhaldinu að láta NATO og Pentagon taka sig í rassgatið, ósmurt?
Ég vissi svo sem að sumir í Samfylkingunni væru veikir fyrir slíkri meðferð á sitjanda sínum, en að slíkt væri til í VG óraði mig ekki fyrir.
![]() |
NATO tekur við stjórninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Virkilega sjúkt
19.3.2011 | 14:41
Þegar Browning M1911 handbyssan hefur fengið þann virðingarsess að vera opinber byssa Utah fylkis þarf hún þá ekki að vera til á hverju heimili og minnst ein á mann?
Hvað kemur næst hjá þeim í Utha, fylkismorðinginn eða fylkisnauðgarinn?
![]() |
Utah velur ríkisskotvopn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Hvenær má og hvenær ekki?
18.3.2011 | 02:51
Fráleitt og seint verð ég talin stuðningsmaður einræðisfanta á borð við Gaddafi Líbýueiganda. En stöldrum aðeins við og horfum til baka, hvað er að gerast í Líbýu?
Er ekki hafin bylting í Líbýu? Síðan hvenær hefur það verið talið óeðlilegt að yfirvöld í viðkomandi landi geri viðeigandi ráðstafanir til að bæla slíka uppreisn niður? Hvað myndu Frakkland, England, Bandaríkin eða Rússland gera í þannig uppákomu?
Er Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að segja að framvegis verði allar uppreisnir gegn ríkjandi stjórnvöldum bannaðar? Verða byltingar framvegis bannaðar, góðar byltingar jafnt sem slæmar?
Get ég treyst því, að hefji ég á morgun uppreisn gegn íslenskum stjórnvöldum, að NATO komi mér til hjálpar og banni íslensku lögreglunni að amast við uppreisninni, að viðlagðri refsingu?
![]() |
Öryggisráðið heimilar loftárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Segjum við Líbýu stríð á hendur?
16.3.2011 | 19:59
Boðað hefur verið til utandagskrárumræðu á Alþingi á morgun um ástandið í Líbýu, væntanlega til að leiða það leiðindavandamál til lykta eða finna á því varanlega lausn. Í umræðunni munu vísdómsbrekkurnar á Alþingi eflaust segja Gaddafi til syndanna og leggja honum línurnar.
Framsóknarflokkurinn sem er umræðubeiðandi mun væntanlega leggja til, láti Gaddafi ekki undan síga eftir ályktanir Alþingis, að herveldið Ísland segi Líbýu stríð á hendur, í anda goðanna Halldórs og Davíðs, sem að þjóðinni forspurðri, töldu stríðsþátttöku Íslands ekki meira mál en val á morgunmat þann daginn til lausnar á Saddam vandamálinu.
![]() |
Rætt um Gaddafí á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)