Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

„Hver vill elska 49 ára gamlan mann“?

Svo er að sjá að ríkisstjórn Obama eigi við svipuð vandamál að stríða og ríkisstjórn Íslands.

Bæði löndin glíma við svæsinn fortíðarvanda, efnahagsvandamál  og atvinnuleysi sem alfarið skrifast á fyrri ríkisstjórnir en landsmenn taka gremjuna eðlilega út á núverandi ríkisstjórnum.

Að auki er stríðið í Afganistan farið að hafa áhrif á vinsældir Obama. Hann fékk þetta stríð í arf frá fyrri forseta líkt og Lyndon B. Johnson Víetnamstríðið. Það stríð gekk svo á vinsældir Johnson‘s að hann hætti á síðustu stundu við að bjóða sig fram í annað sinn 1968.

Finni Obama ekki fljótlega leið út úr þessu bulli í Afganistan kann það mál eitt og sér að fella hann í næstu forsetakosningum.

Til hamingju með daginn Obama.


mbl.is Erfiðleikar hjá 49 ára forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þá!

Var virkilega reynt að drepa Mahmoud Ahmadinejad  forseta Írans,  þennan líka vinsæla, alúðlega og hófsama lífsins ljúfling? Hvernig er þessi heimur eiginlega að verða?

 
mbl.is Reynt að myrða forseta Írans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert liggur á

Langlífi Japana virðist, þegar allt kemur til alls, vera þannig til komið að þeir draga um einhverja áratugi að tilkynna andlát ömmu og afa.  

 
mbl.is Elsta konan í Tokyo týnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Litli símamaðurinn“ er aðal óvinurinn

latuff_war_crimesNú skal tekið á honum stóra sínum í Pentagon og tekið til hendinni. Ekki til að bæta vinnubrögðin og reyna að fækka mistökum og „glæpum“ hersins.  Nei allt kapp er lagt á að finna þann sem lak upplýsingunum í fjölmiðla.

 

Haukarnir í Pentagon hafa sagt að þeim sé fyrirmunað að skilja hvernig einhverjum detti í hug að leka upplýsingum sem kunni að draga úr stuðningi almennings við stríðs- reksturinn!

Stríðsglæpir, morð á óbreyttum borgurum og fleira í þeim dúr skipta þessi ómenni ekki máli, aðalatriðið er að ekki fréttist af þeim.

Því er brýnast að finna „litla símamanninn“ og þegar hann finnst kemur hefðbundin tilkynning „The Case is Closed“. 

Fram kemur í skjölunum að Bandaríkjamenn viti hvar Osoma Bin Laden sé að finna, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, það kemur mér ekki á óvart.


mbl.is Pentagon leitar að heimildarmanni Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru mörkin á milli stríðs og stríðsglæps?

Varla er nokkur svo einfaldur að halda að stríð verði rekin eftir bókinni og alþjóðasamningum án þess að útaf bregði. Bandaríkjamenn eru ekki heilagri í hegðun sinni á vígvellinum en aðrir stríðsunnendur.

 

Stríðsglæpir verða stundaðir svo lengi sem menn telja að stríðsrekstur leysi fleiri vandamál en hann skapar.  

 
mbl.is Vísbendingar um stríðsglæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Legið í lummunni.

shitAuðvitað fordæmir Bandaríkja- stjórn þennan leka.

Hver vill láta það vitnast að þeir séu ekki bara með skítinn upp á bak heldur standi í honum upp að nösum.

.


mbl.is Bandaríkin fordæma birtingu leyniskjala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rykið dustað af Nicolae Ceausescu

Mér datt fyrst í hug þegar ég leit á fréttina að Rúmenar ætluðu að grafa skíthælinn upp, því þeir væru farnir að sakna hans.

En sennilega verður það seint.


mbl.is Ceausescu grafinn upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vita en vilja ekki.

osama_bin_ladenÞað þarf enginn að segja mér að Bandaríkja menn viti ekki upp á þríklofið rautt kuntuhár hvar Ódáminn er að finna og gætu því verið búnir að ná honum fyrir löngu hefði verið til þess minnsti vilji.

 

Osama bin Laden hefur um hríð verið hornsteinninn í þeirri utanríkis- og efnahagspólitík sem Bandaríkjamenn hafa rekið. Falli bin Laden þurfa þeir að koma sér upp nýjum óvin, nýrri ógn til að réttlæta hernaðarbröltið.

 

Það væri þeim ekki  vandamál, í sjálfu sér, að koma sér upp nýjum óvin, því það kunna þeir öðrum betur.

 
mbl.is Clinton telur bin Laden í Pakistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liggur leiðin að alræði öreiganna í gegnum tóman maga?

 

Ekkert er til sparað í N-Kóreu þegar herinn er annarsvegar og allt það sem honum viðkemur. Enda verður hann að vera í toppstandi, fjölmennur og búinn bestu fáanlegu drápstólum  ef tækifæri kæmi til þess að breiða út til annarra landa sælu og velferð almennings í þessu rómaða alþýðulýðveldi.

 

Þetta veit almenningur í N-Kóreu, sem af einstakri fórnfýsi leggur það á sig, án umhugsunar, að svelta heilu hungri frá fæðingu og ævina á enda ef það gæti orðið til þess að breiða út alræði öreiganna með eilífri hagsæld öllum til handa.

 

Nauðsynlegur þáttur í þessari langtímaáætlun er að tryggja að ráðamenn þessa alþýðulýðveldis skorti ekkert til munns og handa, því án guðlegrar leiðsagnar þeirra gerist ekkert.

  
mbl.is Engin heilbrigðisþjónusta í N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bahamaeyjar...

 

...eru sennilega ekki besti staðurinn í heiminum til að finna í fjöldanum berfættan bandbít.

 
mbl.is Berfætti bandíttinn handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.