Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Opinber diplómatísk fjárkúgun
12.9.2010 | 23:31
Með þessari lausnargjaldskröfu hafa Írönsk yfirvöld formlega staðfest að þau eru glæpalið sem stundar opinber, ríkisrekin mannrán og fjárkúgun.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans hefur sýnt og sannað að orð hans eru einskis virði enda maðurinn ólíkindatól og óútreiknanlegur.CIA drap Salvador Allende og reyndu árum saman að drepa Castro, en Ahmadinejad fær að lifa.
![]() |
Íranir setja upp 500.000 dala lausnargjald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
NATO tapar í Afganistan, spurningin er aðeins hve illa.
9.9.2010 | 08:02
Það er full ástæða til að taka þessar fullyrðingar múlla Omar alvarlega. Það er í besta falli barnalegt að halda að herliði NATO gangi eitthvað betur að fást við þessa böldnu þjóð en Rússum. Þeir riðu, eins og kunnugt er ekki feitum hesti frá sinni innrás, sem varð hin mesta sneypuför og þeim til ævarandi háðungar.
Því fyrr sem NATO hverfur á braut frá Afganistan því betra. Það ætti að vera Bandaríkjamönnum kappsmál að hverfa frá Afganistan meðan þeir eiga möguleika á að gera það með nokkurri reisn, minnugir biturrar reynslu frá Víetnam, hvaðan þeir flúðu með skottið á milli fótanna.
Það er ekki hlutverk Íslands og annarra NATO ríkja að ráðskast með hvaða og hvernig stjórnvöld sitji við völd í öðrum löndum og heimshlutum.
![]() |
Segir talibana nálægt sigri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ný nálgun – einlægur friðarvilji eða síonismi á nýjum belgjum?
5.9.2010 | 21:59
Hvað gæti hugsanlega verið ný nálgun í friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafsins? Mér dettur aðeins eitt í hug sem gæti verið ný nálgun frá því sem verið hefur reglan í þessum heimshluta.
Það er að herraþjóðin, árásar- og hernámsaðilinn Ísrael láti af stöðugum þjófnaði og landnámi á landi Palestínumanna og skili aftur því landi sem þegar hefur verið mulið undir Stór Ísrael. - draum síonista. Það væri ný nálgun og eina raunhæfa skrefið sem Ísraelsmenn geta tekið, vilji þeir í einlægni frið.
En reynslan segir að í lok friðarumræðnanna, þegar friður virðist í höfn, komi eins og ætíð áður tilkynning um nýjar landnemabyggðir Ísraela á landi Palestínu.
Búmm og allir komnir á byrjunarreitinn aftur að því undanskildu að stofnuð hefur verið enn ein landnemabyggðin á stolnu landi.
Minni á skoðanakönnun hér til vinstri, vinsamlegast taktu þátt.
![]() |
Nýrrar nálgunar þörf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ísraelar ætla aldrei að semja um frið.
22.8.2010 | 18:44
Hér fer enn einn blekkingarleikurinn í gang. Samningaviðræður fara í gang en þegar samkomulag verður í augnsýn og þá kemur gamalkunnugt stef.
Ísraelsmenn tilkynna áform um nýjar landnemabyggðir þeirra á hernumdu landi Palestínu.
Allt verður auðvitað vitlaust með það sama, hryðjuverk verða framin og friðarlíkur fara veg allrar veraldar, enn einn ganginn.
Þeir kunna þetta Ísraelarnir og tíminn vinnur með þeim, því með þessu lagi sneiða þeir meir og meir af Palestínsku landi og gera að sínu, athugasemda lítið.
![]() |
Netanyahu vill koma efasemdarmönnum á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er pínulítill Grikki í mér
19.8.2010 | 22:28
Ég hef tekið ástfóstri við Grikki eða réttara sagt Krítverja. Hvergi hefur mér liðið betur erlendis en á Krít og hvergi hef ég hitt betra fólk.
Hvergi annarstaðar vildi ég vera ef ekki á Íslandi hinu góða.
Það gleður mig að Grikkir skuli hafa náð tökum á ástandinu og geti eins og Íslendingar loks litið upp og horft til framtíðar.
![]() |
Grikkir uppfylla skilyrði ESB og AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hland fyrir hjartanu
19.8.2010 | 08:43
Það má eflaust velta fyrir sér af hverju ekki náðist samband við flugvélina og fullvíst að það verði rannsakað.
En ef samband hefði ekki komist á við vélina, hefði hún þá verið metin sem hryðjuverkaógn og sænski flugherinn skotið hana niður?
Eru Norðurlöndin með þannig áætlanir fastmótaðar? Er það kannski megin tilgangur þess að fá svona leiktæki til Íslands af og til?
![]() |
Orrustuþotur til móts við farþegaþotu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samviskan nagar
16.8.2010 | 14:02
Blair karlinn er greinilega með nagandi samviskubit yfir hans þætti varðandi þátttöku Breta í hernaðarbröltinu í Írak og Afganistan. Ekki að undra.
![]() |
Ágóði af ævisögu Blairs til góðgerðamála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Var samið um að stinga sannleikanum undir stól?
10.8.2010 | 09:02
Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael muni ekki vinna með neinni rannsóknarnefnd sem hafi annað að markmiði en leggja blessun sína yfir árás Ísraels á skipalestina til Gaza, í lok maí síðastliðins, og hvítþvo þá af öllum ásökunum.
Ísraelsmenn hafna því alfarið að hermenn sem tóku þátt í árásinni verði yfirheyrðir og vísa til leynisamkomulags um að rannsóknin leiði ekkert það fram sem skaðað geti Ísrael, en Ban Ki-moon aðalritari SÞ kannast ekki við slíkt samkomulag.
Hvað er betur til þess fallið, til að leyna sannleikanum, en sleppa því að yfirheyra þá sem voru á vettvangi og gleggst vita hvað gerðist? Efast t.a.m. nokkur um að Benjamín Netanyahu hafi sagt nokkuð annað en hreinan sannleikann þegar hann bar vitni fyrir nefndinni?
Ísraelsstjórn hefur enn og aftur grímulaust opinberað að þeir kæra sig ekki um að hafa sannleikann og réttlætið í sínu farteski. Og svo má alltaf, ef um allt þrýtur, vísa í 4 þúsund ára gamalt samkomulag sem þeir gerðu við Guð.
![]() |
Vilja ekki að hermenn verði yfirheyrðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hver á og hver má?
6.8.2010 | 07:31
Evrópusambandið og Noregur íhuga að beita okkur Íslendinga þvingunum vegna veiða okkar á Makríl í okkar eigin fiskveiðilögsögu, því þeir segjast alfarið eiga þennan flökkufisk.
Ef þessar þjóðir eiga þennan fiskistofn, þá hljóta þeir að sama skapi að bera ábyrgð á honum og ættu því, í stað þess að vilja meina okkur að grípa til varna og veiða úr stofninum, að greiða okkur skaðabætur fyrir innrás hans í Íslenska fiskveiðilögsögu, hvar hann étur allt sem að kjafti kemur.
![]() |
Íhuguðu að banna innflutning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Aldrei aftur Hiroshima!
5.8.2010 | 20:23
Kjarnorku árásirnar á Hiroshima og Nagasaki og langtíma afleiðingar þeirra eru og eiga að vera mannkyninu víti til varnaðar. Allt mannkyn hefur frá þeirri stundu horft með hryllingi á þessa atburði og ég er sannfærður um að viðbjóðsleg reynslan af þeim hafi komið í veg fyrir notkun kjarnorkuvopna síðar á ögurstundum.
Ég verð að láta í ljós undrun mína á því að Bandaríkin hafi ekki fyrr en núna átt opinberan fulltrúa á árlegum minningarathöfnum um þessa voða atburði. Mér er fyrirmunað að skilja hvaða ástæður gætu réttlætt slíkt virðingar- og skeytingarleysi.
Ég er þeirrar skoðunar, í ljósi allra aðstæðna, að ekki sé hægt að flokka þessar árásir sem stríðsglæpi, þótt hræðilegir séu, því þær bundu sannarlega enda á viðbjóðslegt Kyrrahafsstríðið. Það er deginum ljósara að hefði stríðið verið til lykta leitt með hefðbundnum vopnum þá hefði mannfall beggja aðila verið margfalt það sem varð í sprengingunum tveimur.
Ef mannkynið hefur ekki þroska til að draga eina mögulega lærdóminn af þessum voðaatburðum, að þeir megi aldrei gerast aftur, er mannkyninu ekki viðbjargandi og draga ber tilverurétt þess í efa.
![]() |
Fórnarlömb minnast Hiroshima |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)