Færsluflokkur: Trúmál
Barið í brestina, pax jonus valus
1.4.2010 | 19:10
Myndin sem fylgir fréttinni virðist gefa raunsanna lýsingu á ástandi kaþólsku kirkjunnar um allan heim, þó Jón Valur Jensson reyni af veikum mætti að berja í brestina vítt og breitt um bloggið.
Taka verður vilja hans fyrir verkið.
.
.
Sauðdrukkinn prestur í jarðarför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Ekki á okkar líftíma.
30.3.2010 | 09:10
Sé mið tekið af þeim svartnættis og forneskju hugsunarhætti sem ríkt hefur innan kaþólskukirkjunnar um aldir, er hvert örstutt skref út úr myrkrinu í sjálfu sér risastökk fyrir kirkjuna. En betur má ef duga skal.
Það kemur aldrei ásættanleg og trúverðug niðurstaða út úr rannsókn sem kirkjan gerir á sjálfri sér og gildir þá einu hverju sú rannsókn skilar.
Í þessu máli kemur aðeins afhjúpun sannleikans að gagni, skvettur af vígðu vatni og haugar af Maríubænum gera ekki annað en auka á tortryggnina.
Miðað við þann hraða sem verið hefur á framþróun og breytingum innan kaþólskukirkjunnar þá verður það, sem Benedikt páfi 16. kallar skjót viðbrögð, sennilega ekki á okkar líftíma.
Neyðarlína fyrir fórnarlömb kaþólskra presta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Á Khaled Sheikh Mohammed ekki að fá launin sín?
25.3.2010 | 13:52
Það er kunnara en frá þurfi að segja að í himnaríki bíða minnst 100 heinarmeyjar reiðubúnar og óþolinmóðar eftir að geta þjónað og svalað, um alla eilífð, þörfum og óskum þeirra sem hetjulega myrða og limlesta trúleysingja í nafni Allah.
Það er því í hæsta máta undarlegt að Binni Lati Ósómi, af öllum mönnum, vilji fresta því að Khaled Sheikh Mohammed geti sem fyrst komist í sæluna og tekið út umbun sína.
Bin Laden aðvarar Bandaríkjastjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Syndinni laumað í matinn
22.3.2010 | 17:34
Það er auðvitað ótækt með öllu fyrir viðskiptavini veitingarhúsa að komið sé aftan að þeim og áfengi laumað ofaní þá í gegnum matinn, þeim algerlega að óvörum.
Hverjum dytti til dæmis í hug, sem ætlar að vera flottur á því og pantar sér nautasteik með koníaksrúsínusósu, hvítvínslegið sushi, flamberaðan mat eða Grand Mariner þetta eða hitt, svo fátt eitt sé nefnt, að áfengi hafi verið notað við matargerðina?
Örugglega engum, því er fullkomlega eðlilegt að viðskiptavinir hótelanna í Dubai verði fúlir þegar þeir þurfa, frammi fyrir Guði, að slaga heim.
.
Áfengi í matargerð bannað í Dúbaí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrirfram greiddar syndir.
19.3.2010 | 18:30
Hann er dásamlegur nútíminn, allt er mögulegt, nú er hægt að taka refsingar út fyrirfram. Þá geta menn tekið syndina út síðar, þegar þeim best hentar, án frekari eftirmála.
Dæmd fyrir að ætla sér að syndga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Engan smáprest á Selfoss.
27.11.2009 | 10:05
Ekki hefur friðarins andi lagst yfir Selfyssinga þótt höggið hafi verið á Gunnarshnútinn.
Nú er vá fyrir dyrum, því síðasta Kirkjuþing samþykkti að sameina Hraungerðisprestakall og Selfossprestakall.
Ekki eru Selfyssingar sáttir við að sóknarprestur Hraungerðisprestakalls verið við sameininguna sjálfkrafa prestur hinna sameinuðu sókna og krefjast af biskupi að prestur safnaðarins verði valin í almennum prestskosningum.
Þetta er auðvitað sjónamið út af fyrir sig en rökin fyrir kröfunni eru hreint alveg dásamleg. Það gengur auðvitað ekki að prestur úr einhverri smásókn labbi sér sisvona inn í stór-Selfosssókn.
Selfyssingar vilja enga smápresta, enda stórhugamenn.
Vilja kjósa um sóknarprest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Guð gaf og Guð ... .
28.10.2009 | 16:06
Enginn gengur í gegnum lífið snurðulaust, það skiptast á skin og skúrir. Menn eiga góða daga og slæma daga. Mönnum getur gengið allt í hæginn eða hafa allt í fangið og allt þar á milli.
Segja má að flestir gangi í gegnum lífið með annan fótinn í ísköldu vatni og hinn í sjóðandi vatni og hafi það því að meðaltali ágætt.
Er presturinn að segja okkur að bókfæra alla velgengni sem gjöf Guðs en færa áföll og bakslög á einhvern óskilgreindan kredit reikning, Guði óviðkomandi? Afar hentugt. Þessi hugsun er í takt við útrásina, útvaldir hirtu gróðann, öðrum voru eignaðar skuldirnar.
Ungafólkið á semsagt að þakka Guði fyrir þakið sem það er að koma sér yfir höfuðið, með harðræði og vinnu myrkrana á milli, en telja Guði það gersamlega óviðkomandi þegar lánin hækka upp úr öllu valdi og bankinn hirðir húsið - eða kannski þakka honum það líka?
Þeir voru örugglega margir sem snéru ásjónu sinni til himins og þökkuðu fyrir sig og sína í hrunadansinum kringum gullkálfinn. Hvert horfa þeir núna?
Það er ekki eðlilegt að Guð sé ríkisrekinn. Einkavæðum Guð, aðskiljum ríki og kirkju- strax.
Vill taka upp þakkargjörðardag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var lán....
21.10.2009 | 21:36
....í óláni að þessi viðkvæmi fjölskyldufaðir bjó ekki á Selfossi.
Ég segi nú ekki meira.
Fjölskyldufaðir réðst á kennara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (66)
Boðið upp í dans
17.10.2009 | 17:45
Sr. Gunnar hefur núna fengið það sem hann vildi og stofnaði til, klofinn og sundraðan söfnuð, og allt í nafni........ ja það er nú það.
Veit það einhver?
Vilja Óskar Hafstein áfram sem prest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
-Fyrr var oft hjá klerki kátt-
16.10.2009 | 21:36
Í ljósi sýknu sr. Gunnars fyrir Hæstarétti á hann örugglega, samkvæmt ýtrustu lagana túlkun, rétt á að snúa aftur til starfa.
En um það er ekki deilt að prestinum varð verulega á og braut siðferðislega gegn sóknarbörnum sínum og því liggur eftir trúnaðarbrestur milli hans og sóknar.
Málið snýst því ekki um lagalegan rétt prestsins að snúa aftur heldur siðferðislegan rétt hans. Það þarf í sjálfu sér ekki að vera undarlegt þótt sr. Gunnar frekar en margir aðrir sjái ekki sína eigin bresti. En það er öllu undarlega þegar aðrir prestar stíga fram og lýsa yfir stuðningi við siðferðisbrest prestsins.
Spurningar hljóta að vakna hjá fólki hvort allt sé með feldu hjá þeim prestum sem sjá ekkert athugavert við háttsemi sr. Gunnars og verja hana.
Sem rök vitna varðliðar Gunnars í dóm Hæstaréttar og segja lögin æðri kirkjunni, og þá boðskap Krists um leið. Ekki það að ég sé ekki sammála því, en maður hefur átt því að venjast að prestar hafi reynt að halda því gagnstæða að fólki.
En hér ráða víst hentugleikar eins og gjarnan viljað hefur brenna við hjá blessaðri kirkjunni.
Fundurinn hófst með fjöldasöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)