Færsluflokkur: Dægurmál
Kappróðrabátarnir Gustur og Gola.
1.9.2008 | 15:48
Til meiriháttar dýrgripa í eigu Skagstrendinga verður að telja kappróðrabáta staðarins þá Gust og Golu. Þeir voru smíðaðir fyrir 60 árum af Nóa, þeim þekkta bátasmið á Akureyri. Þetta eru óvenju fallegir, vel lagaðir og formaðir bátar, völundarsmíð, algerir dýrgripir. Með bátana og umsjón þeirra lengst af fór svo kallað Sjómannadagsráð. Þótt það húsnæði sem hýsti bátana, uppfyllti ekki ströngustu kröfur, virðast þeir hafa staðist tímans tönn allsæmilega.
Svo langt sem ég man eftir mér hafa bæjarbúar talað um Gust og Golu með virðingu og stolti.
Fyrir allnokkrum árum tók Slysavarnafélagið á Skagaströnd að sér framkvæmd Sjómannadagsins á staðnum, til fjáröflunar og þá um leið umsjón bátana. En nú hafa bátarnir misst húsnæði sitt og eru á hrakhólum.
Þegar ég var á ferð á Skagaströnd á Kántrýdögum sá ég að þeir höfðu þeir ekki verið teknir á land aftur eftir hátíðahöld sjómannadagsins og lágu eins og hver önnur reköld í höfninni hálffullir af sjó og umhirðulausir. Það var döpur sjón. Ég var á Skagaströnd nú um helgina og rak í rogastans þegar ég sá hvernig komið var fyrir Gusti og Golu. Nú hafa þeir verið teknir á land og þá var farið úr öskunni í eldinn.
Þeim hefur verið skotið á bak við slorgám, milli Ketilhússins og Einbúans. Það var rétt eins og þeim hefði verið hent eins og hverju öðru rusli svo lítið bæri á. Þarna liggja þeir umkomulausir og eymdin ein með árum stýri og öllum búnaði í grasinu.
Fyrirlitningin og virðingarleysið sem þeim er sýnd er með ólíkindum, ekki var haft fyrir því að setja undir þá hlunna og búkka svo þeir stæðu réttir og frýir við jörð. Það er vísasti vegurinn að kalla fram fúa að láta við liggja í grasi. Þeir hefðu betur verið í höfninni áfram. Ekki er óeðlilegt miðað við áhugaleysið fram að þessu að ætla að þarna liggi þeir einhvern tíma, nema inn í málið verði gripið.
Þeir sem Slysavarnardeildinni stjórna nú um stundir virðast hafa mestan áhuga á tryllitækja þætti starfseminnar en öllu minni áhuga á öðru sem með lafir. Ég hef heyrt að sumir þjáist mjög af bakverkjum þegar eitthvað þarf að gera en séu hinir hressustu þegar þarf að þenja bíla deildarinnar eða þeytast um fjöll á fjórhjólum. Deildin er að sögn að þróast í þröngan sérhagsmunaklúbb fámennrar klíku.
Ekki verður annað séð en þeim sem trúað er fyrir kappróðrabátunum, sé alveg sama um þá og virðast ekki hafa af þeim annað en ama. Þetta er til háborinnar skammar og þeim sem hlut eiga að máli til minnkunar. Nú er mál að linni og þeir sem til þess hafa vald og getu hysji upp um sig leppana og taki í taumana. Það verður að taka bátana úr umsjá þessara manna og koma þeim í viðunandi húsnæði, ekki seinna en í gær, ef ætlunin er að þeir eigi sér einhverja framtíð.
Þeir eiga sér ekki framtíð ef hugmyndin er að geyma þá í lítt eða illa loftræstum gámi út á túni, eins og spurst hefur.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Að vera eða ekki vera?
29.8.2008 | 17:49
Það er erfitt að gera mönnum til hæfis. Ef fossar eru teknir til samfélagslegra nota og fjarlægðir þá verður allt vitlaust og allir hrópa fossinn á. En þegar foss er settur á þá hrópa allir fossinn af.
![]() |
Vilja að slökkt verði á fossum í Austurá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Himnesk fegurð.
26.8.2008 | 10:45
Prestur á Ítalíu er að skipuleggja fegurðarsamkeppni nunna. Ekkert við það að athuga í sjálfu sér, getur vart skipt máli hvaða starfstétt þær konur tilheyra sem leggja sig niður við slíka fásinnu.
En eins og presturinn segir þá er fegurðin gjöf frá Guði.
Og þegar maður lítur í kringum sig, á góðum degi með orð prestsins í huga, þá verður ekki betur séð en Guð elski suma meira en aðra.
![]() |
Fegurðarsamkeppni nunna skipulögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvað er langt á milli Ítalíu og Mílanó?
26.8.2008 | 10:24
Frétt á Vísi.is greinir frá endurkomu Paul Ramses til landsins. Það var ekki koma hans sem vakti ekki athygli mína, heldur landafræðikunnátta blaðamannsins.
Í fréttinni segir: Paul Ramses kom til Íslands í nótt á tilsettum tíma eftir að hafa flogið í gegnum Mílanó frá Ítalíu í gærkvöldi.
Hvað skildi vera langt flug frá Ítalíu til Mílanó?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stóra hundahvarfsmálið!
24.8.2008 | 23:49
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér er ökuleyfið þitt, 21. útgáfa gjörðu svo vel!
16.8.2008 | 16:32
Ætli það hafi verið meiningin að láta hann hafa ökuleyfið í 21. sinn? Er ekki nokkuð ljóst að maður sem sviptur hefur verið ökuleyfinu 5 til 6 sinnum hefur ekkert með ökuleyfi að gera?
En það hefði sjálfsagt engu breytt í þessu tilfelli því hann ók eftir sem áður, þrátt fyrir sviptingu. En miðað við ákæruna er ökumannsferli hans endanlega lokið. Þó fyrr hefði verið.
![]() |
Lyftu strætó og björguðu barni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ANNAÐ YFIRLIÐ SEM FYRST.
5.8.2008 | 22:09
Kannski einhverjar X-Files forynjur hafi verið með þeim í gufubaðinu.
Annars hafa gufa og vímugjafar hverskonar alltaf virkað illa saman og oft endað með meðvitundarleysi.
AYSF stendur fyrir Annað Yfirlið Sem Fyrst.
![]() |
Ástaratlot í gufubaði enduðu með yfirliði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kona hótar að kveikja í gaskút
3.8.2008 | 09:59
Ætli "Gasmann" hafi verið sendur á vettvang, sem helsti gassérfræðingur lögreglunnar til að gasa konuna?
![]() |
Hótaði að kveikja í gaskút |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umhverfisverndarhræsni
30.7.2008 | 17:20
![]() |
Fossinn sem gleymdist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4 mánaða barni stungið í steininn?
22.7.2008 | 17:06
"Parið, ásamt barninu, gisti fangageymslur lögreglu um nóttina. Voru barnaverndaryfirvöld látin vita í kjölfarið."
Var barninu stungið inn ásamt foreldrunum? Er rétt með farið? Ótrúlegt og hrollvekjandi ef satt er.
![]() |
Tóku barn með í hasssöluferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |