Færsluflokkur: Fréttir

Var konan ekki myrt?

Mikið afskaplega er þreytandi þessi hringlanda háttur fjölmiðla á hugtökunum, aftökum, morðum og  manndrápum.  Hvað fær eðlilega þenkjandi fólk til að kalla kaldrifjuð manndráp og morð aftökur. Í mínum skilningi getur aftaka aðeins verið líflát að undangengnum dómi viðurkenndra dómstóla sem studdir eru að viðurkenndum yfirvöldum og gildandi lögum.

Skæruliðar, glæpamenn, og svokallaðir „vígamenn“ , myrða fólk eða drepa, eftir aðstæðum, þeir geta eðli máls samkvæmt aldrei tekið fólk af lífi.


mbl.is Tóku hjálparstarfsmann af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju fór Hrafnkell í fýlu?

Mikill meirihluti Samfylkingar þingmanna taldi ekki nægjanleg rök falla til þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði kærð fyrir embættisafglöp fyrir Landsdómi. Þá bergður svo við að sonur hennar Hrafnkell Hjörleifsson fer í fýlu og segir sig úr Samfylkingunni, þegar ætla mætti að hann fagnaði niðurstöðunni.

Hvað veldur ólund Hrafnkels, vildi hann aðra niðurstöðu, veit hann eitthvað sem þingflokki Samfylkingarinnar var hulið um "sekt" móður hans?


mbl.is Sagði sig úr Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Don't ask, don't tell“

Hjúkrunarkonan Margaret Witt, sem rekin var úr Bandaríska flughernum fyrir að upplýsa samkynhneigð sína er hin lögulegasta skutla ef marka má myndina af henni, sem fylgir fréttinni.

Það er sennilega amma Margaretar sem er með henni á myndinni, hún er líka löguleg „dama“   og hreint augnakonfekt, þótt orðin sé rígfullorðin. Amman er líklega ekki samkynhneigð, nema henni hafi tekist að leyna því alla tíð.

 Margaret og amma hennar

Margeret Witt var hjúkrunarkona hjá bandaríska flughernum. AP

  

mbl.is Endalok „don't ask, don't tell“?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðal- og aukaatriði

Skurðlæknir sem ærðist í miðri skurðaðgerð og réðst á svæfingarlækni og skaðaði líka hjúkrunarfræðing í látunum, er dæmdur til greiðslu á 9000 evru sekt og að greiða samtökum heimilislausra 3000 evrur! Læknirinn bar fyrir sig, sér til afsökunar, þreytu eftir fjölmargar aðgerðir þann daginn.

Ekki er minnst einu orði á sjúklinginn og hvernig honum reið af eftir örþreyttan lækninn. Ef marka má 3000 evru greiðsluna til samtaka heimilislausra, hefur sjúklingurinn að líkindum verið heimilislaus vesalingur. Spurning vaknar hvort sjúklingurinn hafi lifað aðgerðina af úr því honum voru ekki dæmdar bætur,  heldur hans „nánustu“?

 

En auðvitað er það algert aukaatriði.

 

 

  


mbl.is Skurðlæknir barði svæfingalækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritstjóri Moggans....

....og þáverandi forsætisráðherra aðstoðaði líka Ólaf biskup með ráð og dáð, þótt Mogginn láti þess ógetið, sennilega af alkunnri hógværð og lítillæti ritstjórans.

 
mbl.is Jón Ólafsson aðstoðaði Ólaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En heppilegt...

...að þessar tvær „ókunnugu“  konur skuli hafa farið á fyrirlestur hjá Julian Assange, þrátt fyrir meinta reynslu af honum,  smollið saman og vitað upp á þríklofið kuntu hár um hvað þær ættu að tala.

 
mbl.is Saksóknari ver handtökuskipun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýsa var það heillin

ýsa

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Þær eru orðnar ansi magrar ýsurnar á myndinni sem fylgir fréttinni og varla þörf á að sóa miklum ís á þær.

Það væri til lítils að senda þennan blaðamann í fiskbúð að kaupa í matinn (en auðvitað tengist myndin fréttinni ekki beint).


mbl.is Kæling afla ófullnægjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

7 - 9 - 13

lightning_striking_treeJá, var virkilega í gangi flugsýning þar sem eldingum laust niður hægri, vinstri? Því ásamt þessum 13-13 dreng eru tveir aðrir sagðir hafa orðið fyrir eldingu á flugsýningunni og þeir rétt eins og drengurinn nánast sloppið við áverka!

Öllum fregnum um að fólk hafi orðið fyrir eldingu og ekki bara lifað, heldur sloppið lítið eða ekki slasað ber að taka með miklum fyrirvara. 

Hún er útbreidd og fjandanum lífseigari þessi undarlega hjátrú varðandi töluna þrettán. 13 er talan sem er á milli 12 og 14, annað er ekki merkilegt við hana.

Það hefur greinilega ekki verið hægt að tengja töluna 13 við þessa tvo aðra úr því það var ekki gert. Og hvað með alla þá sem ekki urðu fyrir „eldingu“  á þessari flugsýningu, hvernig er talan 13 tengd við þeirra „óheppni“  svo ekki sé talað um öll þau óhöpp og slys sem varða alla daga þar sem talan þrettán kemur hvergi við sögu.

 
mbl.is Varð fyrir eldingu klukkan 13:13 föstudaginn 13.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólskur hundagöngumaður!

 

Hér taka málfarssnillingarnir og nýyrðasmiðirnir á mbl.is langt fram úr sjálfum sér.

 
"Lögreglan var kölluð á vettvang eftir að pólskur hundagöngumaður fann konurnar í annarlegu ástandi í miðjum almenningsgarði".

Ég er samkvæmt þessu íslenskur hundagöngumaður eða hann Bangsi minn íslenskur manngönguhundur.

 
mbl.is Mæðgur á sjúkrahúsi eftir hnífabardaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkar þér þetta?

Neðanmáls við fréttir á mbl.is er linkur sem heitir „Líkar þetta“ sem hægt er að smella á til þess væntanlega að láta í ljós ánægju sína með fréttina.

Ég átta mig ekki alveg á tilganginum með þessum link, því það getur verið æði misjafnt hvað mönnum líkar við, í viðkomandi frétt.

Þegar þetta er ritað hafa 24 sagst líka við þessa frétt "Dýrkeypt ökuferð". Hvað fellur þessum ánægjuhrólfum svona vel í geð?

Er það, að unglingur nýkomin með próf hafi ekið á 139 km hraða?

Er það, að drengurinn var nappaður og þarf að greiða sekt og taka prófið aftur?

Er það, að honum mistókst að drepa einhvern?

Þessum link mætti að ósekju sleppa því hann gefur skilaboð sem í flestum tilvikum er útilokað að túlka á vitrænan hátt.


mbl.is Dýrkeypt ökuferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.