Færsluflokkur: Mannréttindi
Hvenær er barn barn og hvenær er barn ekki barn?
26.1.2011 | 01:29
Það er undravert, að í því annálaða lýðræðis- og réttarríki Bandaríkjunum, að ekki skuli vera hreinar línur hvenær börn verða unglingar og hvenær unglingar skuli teljast fullorðin, þegar þeim verður á í messunni og komast í kast við lögin.
Það virðist gersamlega háð geðþáttaákvörðun eða tilfinningalegu mati dómara og annarra matsaðila hvort jafnvel 11 ára barn teljist vera barn eða fullorðinn einstaklingur þegar afbrot barnsins verður dómtekið.
Það er ekki að sjá, að sú hugsun að 11 ára barn verði hugsanlega dæmt til lífstíðar í hardcore fangelsi ríkisins angri ráðamenn eða almenning yfir höfuð.
Undarlegt verður að teljast að hið rómaða Bandaríkjaþing skuli á þessu herrans ári 2011 ekki enn vita hve lengi börn skuli teljast börn. En það verður að viðurkennast að félagsmál hafa einfaldlega átt undir högg að sækja í þessu draumaríki íslenskra íhaldsmanna og mönnum þar á bæ hefur ætíð hugnast betur að senda börnin fram fyrir byssukjafta, en vernda þau og rækta.
Tekist á um réttarhöld yfir 13 ára meintum morðingja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott...
19.12.2010 | 00:47
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
„Lét hana hafa við sig samræði“!!
2.12.2010 | 22:36
Tuttugu og þriggja ára maður, sem nauðgaði 13 ára stúlku, var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í eins árs skilorðsbundið fangelsi, samkvæmt frétt á Vísi.is.
Í dómsorði er verknaðurinn orðaður þannig að maðurinn hafi; látið 13 ára stúlkuna hafa við sig samræði.
Halló! Halló! Dómarar, á hvaða plani eruð þið?
Þetta er eitthvert aumlegasta og lágkúrulegasta umsögn á nauðgun barns sem um getur og hún kemur frá Héraðsdómi Reykjavíkur!
Eiga þessir dómarabjánar sem svona mæla ekki börn? Hvað er þessum mönnum eiginlega efst í huga þegar málefni barna koma á þeirra borð?
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eiga konur að fá að aka bílum?
21.11.2010 | 18:20
Þeir vita hvað þeir syngja öfgakarlarnir í Sádi-Arabíu. Þetta slys sannar svo ekki verður um villst að konur eiga ekki að aka bílum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra.
Þeir leyfa ekki hundum að aka bílum í Sádi-Arabíu frekar en annarstaðar, hvaða rök eru þá fyrir því að konur fái ökuleyfi?
Sádi-arabísk ökukona fórst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver er munurinn á kóngi og fanga?
13.11.2010 | 18:07
Sænska söngkonan Camilla Hedmark segir í blaðaviðtali að hún og Karl Gústaf, Svíakonungur hafi átt í ástarsambandi um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Þau hafi jafnframt látið sig dreyma um að stinga af saman til eyðieyjar í Suðurhöfum þar sem þau gætu búið saman í friði og lifað á kókoshnetum.
Það er ekki vafi að svona uppljóstranir hneyksla margan eðalista manninn og konuna, en af hverju? Hvernig geta einhverjir gert þá kröfu að fólki sé gert að fæðist inn í þá hörmung að þurfa að lifa efir formúlum, í ástlausum hjónaböndum, rígbundið þvers og kruss af protocol seremonium til þess eins að þjóna taumlausi gerviþörf almúgans eftir tildruð og snobbi?
Það kann að vera spennandi og draumórakennd tilhugsun margra að vera kóngur eða drottning, en það hlutskipti getur aldrei verið annað en frelsissvipting í mestu alvöru þess orðs.
Það er engin furða þó Sænski kóngurinn hafi látið sig dreyma um frelsi frá sínu hlutskipti. Hann er örugglega fylgjandi því að Svíþjóð verði lýðveldi, en má sennilega ekki láta það uppi.
Vildu stinga af til Suðurhafseyjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Svei þér Bush
7.11.2010 | 12:07
Pyntingar við yfirheyrslur hafa þann augljósa kost að oftast er hægt að ná fram þeim upplýsingum sem yfirheyrendurnir sækjast eftir á skjótan hátt.
En þessi yfirheyrsluaðferð hefur þann leiða ókost að upplýsingarnar og játningar sem fanginn gefur eru ekki endilega sannleikurinn sem slíkur, heldur aðeins sá sannleikur sem kvalararnir vilja heyra hverju sinni.
Það væri vandalaust með þessum aðferðum að fá Bush karlinn til að játa að hann hefði krossfest Krist og CIA væri eflaust tilbúið að trúa því, henti það hagsmunum Bandaríkjanna.
Bush heimilaði vatnspyntingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Misskilin mannúð
9.10.2010 | 11:58
Það er þungur dómur að vera dæmdur til þess að horfa upp á kvalafullt dauðastríð sjúkra ættingja og vera meinað að gera neitt í málinu annað en vona að það taki fljótt af. Sjaldnast rætist sú ósk, því miður og raunar er dauðastríðið í mörgum tilfellum lengt frekar en hitt.
Hún er undarleg þessi mannúð, sem við stærum okkur svo mjög af, og lagaramminn kringum hana. Sá sem uppvís yrði af því áð láta heimilisdýr sitt, vitandi vits, þjást helsjúkt eða dauðslasað í stað þess að svæfa það og lina þannig þjáningar þess, væri kallaður níðingur.
En sá sem linaði þjáningar nákomins ættingja væri kallaður morðingi. Engu breytir þó dauðinn sé orðinn tímabær og óumflýjanlegur, jafnvel aðeins spurning um daga. Það þykir jafnvel ósiðlegt að hugsa í þessa veru.
Flýtti dauða föður síns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skýrslutöku lokið, manninum sleppt.......
25.9.2010 | 09:25
Ekki þekki ég þetta gíslatökumál á Hvanneyri eða atburðarás þess að öðru leyti en af því sem fram hefur komið í fréttum. Ljóst má vera að hér var á ferðinni meira en venjulegur fyllirísgorgeir og mannalæti.
Manninum hefur verið sleppt, enda yfirheyrslum og skýrslutöku lokið, honum hefur verið vikið úr skólanum og hans bíða ákærur fyrir hótanir og hugsanlega frelsissviptingu. Málið virðist afgreitt af hálfu hins opinbera og boltinn er hjá saksóknara.
En er málinu lokið, hefur það hlotið fullnægjandi afgreiðslu? Er ég einn um að finnast eitthvað vanta í þetta mál af hálfu yfirvalda? Hver er orsök æðis mannsins, á hann vanda til slíkra kasta og ef svo, er ekki líklegt að þetta gerist aftur? Þarf maðurinn ekki hjálp og ef svo er, af hverju er hún ekki hluti af ferlinu?
Er ódýrast og best fyrir samfélagið að afgreiða málið með þessum hætti, galopnu í báða enda, með manninn ráðvilltan með brottvikningu á bakinu og kjörið tilefni til þess að detta í það aftur?
Sleppt og vikið frá Hvanneyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja góðir hálsar, svona er þetta á Íslandi, Íslandi hinu góða!
23.9.2010 | 19:35
Nær allir dómar sem um áratuga skeið hafa fallið í svona málum hafa vakið undrun og hneykslan fyrir þær sakir hve dólgslega vægir þeir hafa verið. En núna tekur steininn úr.
Stúlkan segir að maðurinn hafi haft samfarir við hana nánast daglega frá því að hún var 13 ára til tvítugs.
Í dómsorði segir m.a.:
Í héraðsdómi segir, að maðurinn eigi sér engar málsbætur og hann hafi brotið gróflega og ítrekað gegn ungri stúlku á viðkvæmu aldurs- og þroskaskeiði hennar. Hafi honum mátt vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar atferli hans hlaut að hafa fyrir líf og sálarheill stúlkunnar. Þá segir dómurinn ljóst, að háttsemi af þessu tagi sé almennt til þess fallin að valda þeim, sem fyrir verður, margvíslegum sálrænum erfiðleikum. Í greinargerð sálfræðings komi fram að sú hafi orðið reyndin að því er stúlkuna varðar og samskiptin við manninn hafi haft alvarleg og víðtæk áhrif á hana.
Fritzlingurinn, er aðeins dæmdur fyrir misnotkun í þann tíma sem stúlkan var undir lögaldri eða fjögur ár. Leikum okkur aðeins að tölum, nauðgun nær daglega = 300 sinnum á ári, - í fjögur ár = 1200 sinnum!
Tveggja ára dómur og 1200 þúsund í fébætur, það gerir fangelsi í rúmlega ½ dag og 1000 króna bætur fyrir hverja misnotkun. Auðvitað verður svona aldrei metið til fjár eða fullu réttlæti náð með dómi, en þetta er fáránlegt.
Ég sé ekki betur en hluti af dómsorðum snúist í höndum dómarana og eigi við þá sjálfa ekki síður en fórnarlambið, því þeir eiga sér engar málsbætur fyrir dóminn og með honum hafa þeir gróflega og illa brotið gegn stúlkunni á viðkvæmum tíma í lífi hennar. Dómurunum ætti að vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar dómur þeirra hlýtur að hafa fyrir líf og sálarheill stúlkunnar. Því dómur af þessu tagi er almennt til þess fallin að valda fórnarlambinu margvíslegum sálrænum erfiðleikum.
Sem betur fer dæmdu þessir dómarar ekki í máli Josef Fritzl hins Austurríska, hann væri þá frjáls maður í dag!
Tældi unga stúlku með gjöfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Miður ærlegar ættleiðingar
20.9.2010 | 15:08
Mikill skelfingarlegur aumingjaskapur getur það verið að ættleiða barn og skila því svo aftur vegna einhverra króna og aura eins og það væri súr mjólk eða myglað brauð.
Ég hélt satt að segja að ættleiðing væri ævilangur og órjúfanlegur samningur á tilfinningarlegum nótum milli barns og nýrra foreldra en ekki hrein og klár verslun og viðskipti.
Þó það sé ekki tekið fram í fréttinni þá sá ég það einhverstaðar á öðrum vettvangi að hér er aðallega um ættleiðingar til Bandaríkjanna að ræða, þeirri leið hefur nú verið lokað. Ég veit ekki hvort ættleiðingar til Bandaríkjanna séu háðar eftirliti eða hvernig þeim málum er háttað þar, en þetta er þeirri þjóð til skammar. Hér á landi eru t.a.m. gerðar meiri kröfur til þeirra foreldra sem ættleiða en þeirra sem geta farið auðveldari leiðina til barneigna.
Það hefur engum fregnum farið af ættleiðingum hingað til lands frá Rússlandi, hvernig ætli standi á því? Það virðist því miður ekki vera neinn skortur á munaðarlausum börnum austur þar sem vantar góða og ærlega foreldra.
30 þúsund börnum skilað eftir ættleiðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)