Færsluflokkur: Mannréttindi
Stjörnuseiður
26.8.2010 | 13:59
Tveggja ára skilorðsbundið fangelsi er ótrúlega vægur dómur fyrir svona glæp. Þegar eyðnismitaður einstaklingur stundar óvarðar samfarir, vitandi vits án vitneskju gagnaðila, getur slíkt hátterni vart flokkast undir annað en langdregið morð, eða í bestafalli tilraun til manndráps.
Það er kannski illgirnin í mér sem veldur, en ég get ekki varist þeirri hugsun að dómurinn hefði orðið annar og þyngri ef karlmaðurinn hefði smitaði stjörnuna vitandi vits, en ekki öfugt.
Þýsk poppstjarna fékk skilorðsbundinn dóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Drengirnir hafa ekki aldur til að vera úti eftir kl átta en eru nógu gamlir í grjótið!
18.8.2010 | 20:20
Ekki ætla ég að gera lítið úr alvarleika þessa máls, þrátt fyrir takmarkaðar upplýsingar. En að dæma 11 ára gömul börn í 3ja ára fangelsi er ofar mínum skilningi.
Ég hélt að það væri almennur skilningur að það væri ekki fyrr en á unglingsárunum sem einstaklingar hefðu öðlast þann þroska að geta talist sakhæf og raunar staðfestir dómarinn þann skilning en dæmir börnin samt sem áður sem fullorðin væru.
Það er ill og uggvænleg þróun að sífellt yngri börn eru meðhöndluð og dæmd sem fullorðin væru. Það hlýtur að vera krafa þjóðfélagsins að önnur og skárri úrræði en fangelsi komi til þegar börn eiga í hlut.
Drengir dæmdir fyrir nauðgunartilraun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ef öll þjóðin er hinsegin í dag...
7.8.2010 | 16:27
...eru þá hommar og lesbíur straight í dag eins og kýrnar sem bregða frá eðli sínu einn dag á ári og mæla mannamál á þrettándanum? Bara smá pæling.
Hommar og lesbíur til hamingju með daginn!
Þúsundir á Hinseginhátíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað á barnið að heita?
6.8.2010 | 06:21
Fyrirsögnin á þessari frétt er afskaplega ósmekkleg og það er blaðamanninum til vansa að kalla börnin nasista, þótt þau hafi verið óheppin með foreldra.
Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér að óhjákvæmilega muni slíkar nafngiftir sem frá greinir í fréttinni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þessi börn þegar fram í sækir. Mörg sorgleg dæmi eru um að börn hafi liðið fyrir nafngift sína, verið lögð í einelti og höfð að háði og spotti langt fram eftir aldri.
Það er því mikilvægt að foreldrar vandi val nafna og hagsmunir barnsins séu ætíð hafðir að leiðarljósi en ekki stundarhrifning forelda á einhverjum undarlegum fyrirbrigðum. Þó hægt sé að fá nöfnum breytt er nafngjöf að öllu jöfnu ævilöng gjörð.
Mannanafnanefnd er undarlegt fyrirbrigði en virðist af tíðni funda nefndarinnar gegna afar mikilvægu hlutverki í Íslensku samfélagi. Nefndin fundar upp undir 30 sinnum á ári og jafnvel 5 sinnum í mánuði og 23. desember er ekki of heilagur fyrir fundi liggi mikið við.
Ekki eru allir úrskurðir nefndarinnar auðskildir venjulegu fólki. Mörgum auðskildum og góðum nöfnum er synjað formsins vegna því þau uppfylla ekki ströngustu beygingarreglur eða rithátt, en að samaskapi er mörgum undarlegum nöfnum og jafnvel orðskrípum snarað á mannanafnaskrá fyrir það eitt að beygjast og ritast rétt.
Það verður ekki séð í fljótu bragði að mannanafnanefnd sé sú brjóstvörn Íslenskum mannanöfnum sem henni kann í upphafi að hafa verið ætlað. Hvað ætli það kosti á ári að ákveða hvort hið hljómfagra og mikilfenglega mannsnafn Adolf sé skrifað með o eða ó-i, svo dæmi sé tekið?
Foreldrar nasistabarna sviptir forræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 06:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eru sumir jafnari en aðrir?
2.8.2010 | 15:10
Samkvæmt þessari frétt á Vísi.is hefur Hollywood leikkonunni Lindsay litlu Lohan verið sleppt úr fangelsi eftir að hafa einungis setið af sér 14 daga af þeim 90 dögum sem hún var dæmd til.
Ætli Lindsey litla Lohan væri laus úr fangelsinu, eftir svo stuttan tíma, væri hún t.a.m. svört og óþekkt?Ég leyfi mér að efast um það.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er greinilega...
1.8.2010 | 15:04
...ekki allt heimilisofbeldi á sömu bókina lagt.
Lokaður inni í þvottahúsi í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er til lausn á þessu „skemmtilega“ vandamáli.
1.6.2010 | 12:13
Það mætti auðveldlega leysa þessa karlrembu slagsíðu sem öllu tröllríður í Sádi- Arabíu.
Svo skemmtilega vill til að við Íslendingar höfum lausnina í hendi okkar.
Við einfaldlega gefum Sádum Sóleyju Tómasdóttur. Hún yrði ekki lengi að taka í punginn á durtunum og siða þá til.
Ekki skemmir svo fyrir að þessi gjöf myndi leysa böns af vandamálum hér heima.
En gjöfin yrði, til öryggis, að vera merkt eins og undirföt í verslunum Þessari vöru er ekki hægt að skila.
Segir konur ekki mega kenna drengjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Já segir hún það blessuð konan!
7.3.2010 | 15:02
Það er merkilegt að menntamálaráðherra Þýskalands skuli sjá ástæðu til að greina opinberlega frá þessari skoðun sinni.
En ekki nóg með það konan segist vera öskuvond.
Í stað þess að kjafta málið í hel ætti hún að snúa sér að því af alefli að moka út úr sorakjöllurum Kaþólsku kirkjunnar, þar sem barnaníðingar virðast hafa í árhundruð fundið sér afdrep og skjól til sinna óhæfuverka.
Ekki á að umbera kynferðislega misnotkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þar kom að því!
24.11.2009 | 17:28
Það er semsagt þannig komið að það þyki fréttnæmt að það fyrirfinnist pör sem ekki eru samkynhneigð.
Og þá er auðvitað brotin á þeim mannréttindi eins og skylt er gagnvart minnihlutahópum.
Gagnkynhneigt par berst fyrir réttindum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvaða, hvaða?
8.10.2009 | 14:34
Hvaða helv. viðkvæmi og rugl er þetta að verða. Eru það kynþátta fordómar ef hvítir gera grín að fólki af öðrum kynþáttum?
Mega hvítir þá bara gera grín að fólki af eigin kynþætti, en verða að taka gríni og gagnrýni annarra kynþátta á þeim, sem einhverra hluta vegna virðist ekki að sama skapi vera tabú eða kynþáttafordómar.
Ef kynþáttafordómar leynast einhverstaðar í þessu undarlega máli þá var það þegar Harry Connick jr. , sá móðgaði, sagði þessi undarlegu orð um svarta: ...við höfum barist svo lengi fyrir því að láta þeldökkt fólk ekki líta út eins og fábjána...
Já einmitt, þurfti þess? Ef einhver er fífl hér, þá er það Harry Connick jr.
Kunni ekki að meta Jackson-grínið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)