Færsluflokkur: Mannréttindi

Hvaða erindi...

...á skilnaður hjóna í fréttir ef hann er ekki tengdur öðrum fréttnæmum atburðum?

Skilnaður er persónulegt einkamál, þótt í hlut eigi þjóðþekkt fólk. Virðum það.

 
mbl.is Forstöðuhjón Krossins að skilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barn deyr af barnsförum!

sorgarborðiEllefu ára gömul stúlka í Jemen er neydd í hjónaband, hún svívirt og henni, barninu, gert barn.

12 ára gamalt barnið er síðan látið reyna í þrjá daga að fæða á "eðlilegan hátt", sem að lokum banar báðum börnunum.

Maður fyllist hryllingi við lestur svona fréttar en mikið var mér létt þegar í rest fréttarinnar kom "fullkomlega eðlileg skýring" á þessum óþverraskap.

Jú,  foreldrarnir voru fátækir og faðirinn nýrnaveikur!

Er ekki örugglega árið 2009?  

 


mbl.is 12 ára lést við fæðingu barns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér er orða vant.

Það er ógerningur að koma hugsunum sínum í orð eftir lestur svona frétta.

abused-sad-child


mbl.is Fimm börnum bjargað úr kynlífsþrælkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er svona ógeð og hliðstæður...

 ...viðbjóður sem fær mann til að hugleiða hvort dauðarefsingar eigi ekki rétt á sér eftir allt.

En við nánari hugsun þá væri það of þægileg lausn fyrir svona..., svona..., þennan sora mannkyns.

Vonandi eiga þessi skötuhjú sem lengsta vist fyrir höndum bak við rimlana.

  
mbl.is Átti 2 börn með ræningjanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilfinningalegar ógöngur?

Margir hafa bloggað um þessa frétt og eru þau mjög á einn veg, eðlilega því tilfinningar eru látnar ráða för. Í flestum málum verður að draga línur, spurningin er einungis hvar línan er dregin.

Það er auðvitað hart ef  línur eru dregnar þvert á fjölskyldur og þeim sundrað, það viljum við eðlilega ekki. En málið er bara ekki svo einfalt, ekki bara svart og hvítt. Dóttirin tilheyrir núna samkvæmt Íslam fjölskyldu eiginmannsins ef ég hef skilið hlutina rétt.

Ef við viljum ekki sundra fjölskyldum þá færum við línuna aðeins til og fáum dótturina hingað og auðvitað ásamt eiginmanni því ekki viljum við sundra þeim.

Væri málið þá leyst? Nei því miður ekki. Nú erum við að sundra fjölskyldu eiginmannsins ef hann kemur hingað en ekki foreldrar hans og systkini . Ef við viljum ekki, eins góðhjörtuð og við Íslendingar erum, halda áfram að sundra fjölskyldum þá verður enn að færa til línuna okkar góðu og fá hingað fjölskyldu mannsins.

Sú fjölskylda er auðvitað tengd þvers og kruss inn í aðrar fjölskyldur og o.s.f.v. og eigi engar línur að draga og engum fjölskyldum að sundra bjóðum við einfaldlega allri Palestínsku þjóðinni hingað, önnur lausn er ekki til.


mbl.is Móðirin á Skaga, dóttirin í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er krossfesting kynlíf?

 

Þetta er sorgleg frétt af illri og ómennskri meðferð á barni af soraforeldri  höldnu ógeðslegu innræti.

Eitt skil ég samt ekki. Í fréttinni er það flokkað undir kynlíf að stúlkan var fest upp á kross og hýdd. Er það kynlíf?  

Var þá frægasta (meint)  krossfesting sögunar þá ekki aftaka eftir allt saman heldur kynlífsorgía?


mbl.is Seldi dóttur sína í vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá réttlætinu fullnægt?

aftaka2Það er undarlegt að aftökur skuli enn viðhafðar hjá siðuðum þjóðum.

Þó ekki væri nema fyrir þá sök hve algengt það hefur reynst t.d. í Bandaríkjunum að dauðadæmdir menn hafa síðar reynst saklausir þegar nýaftaka3 gögn hafa skotið upp kollinum.

Í mörgum þessara mála hefur málsmeðferðin öll frá a til ö reynst svo klúðursleg og illa unnin að furðu sætir.

Það er eins og það þyki ekkert tiltökumál að stúta fólki í lagana nafni, sér í lagi ef viðkomandi er svartur á hörund.

.

.

 
mbl.is Brennuvargur dæmdur til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðeiður

helförinSagt er að sagan endurtaki sig. Nasistar í Þýskalandi létu SS og aðrar álíka sérsveitir  sverja Hitler svokallaðan Blóðeið, sem var skilyrðislaus hollusta og hlýðni við Foringjann. Nasistum datt þó aldrei í hug að yfirfæra eiðinn á alla þjóðina.

Nú ganga lærlingar nasistana skrefinu lengra og vilja láta alla Ísraelsku þjóðina sverja hollustueið.

Þeir sem ekki sverja eiðinn verða sviptir ríkisborgararétti í Ísrael.  Tilgangurinn er augljós. Það á að lauma því inn bakdyramegin að hægt sé að hreinsa út úr Ísrael þá sem ekki eru „hreinir“.

Þeim verður væntanlega sópað yfir vegginn, yfir á Gaza, svo hægt verði að varpa á þá sprengjum þar.

Hefur þetta ekki gerst áður? Jú þegar Gyðingar voru sviptir borgararétti í Þýskalandi og fluttir í gripavögnum til Póllands.

Það þótti ekki fallegt þá, eða til eftirbreytni.


mbl.is Vill að Ísraelsmenn sverji trúnaðareiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjór er mikils vísir

sabahÞetta er vissulega jákvæð þróun og vísir að breyttum hugsunar- hætti og auknum réttindum kvenna austur þar.

En þingið í Kúveit er í sjálfu sér gagnslaust málamynda apparat. 

Emírinn ræður því sem hann vill ráða, skipar sjálfur „ríkisstjórnina“ og sendir þingið heim lúti það ekki vilja hans.


mbl.is Fyrstu konurnar á þing í Kúveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnemum lénskerfi til lands og sjávar

storfjolskylda

Það er ekkert nema gott eitt um það að segja að bændur skuli nú loksins reyna að losa sig undan helsi kerfisins og eiga bein og milliliðalaus viðskipti við neytendur.

Þetta er jákvæð þróun og löngu tímabært skref að stíga. Það er hagsmuna mál bæði fyrir neytendur og bændur að þeir geti haft bein viðskipti sín á milli um allar framleiðsluvörur búanna og sneytt þannig hjá kostnaðarsömum milliliðum.

Við þurfum að losna út úr núverandi landbúnaðarkerfi, sem eru síðustu leifar af fyrirhyggju- og miðstýringarkerfi Framsóknarflokksins, í anda gamla Sovét. Kerfi sem hvergi annarstaðar fyrirfinnst á vestrænu byggðu bóli.

Hvaða vit þætti í því að aðili sem framleiddi t.d. innihurðir mætti undir engum kringumstæðum selja Jóni á móti eina einustu hurð á hóflegu verði sem báðir væru sáttir við.  Allar hurðirnar yrði hann að selja afurðastöð, sem aftur seldi Jóni þær hurðir sem hann vanhagaði um á óumsemjanlegu verði sem afurðastöðin ákveður.

Afurðastöðin gerði hurðaframleiðandanum að framleiða ársbirgðir af hurðum á einum mánuði.landbúnaður Hurðaverksmiðjan yrði síðan lokuð hina 11 mánuðina og ekki mætti nota hana til annarrar  framleiðslu þann tíma.

Framleiðslukerfi verksmiðjunnar yrði þar að auki að vera útbúið dýrum búnaði til að fullnægja óraunhæfum kröfum „viðskiptavina“, sem fyrirfram er þó vitað að koma aldrei til með að kaupa svo mikið sem eina hurð.

Þetta kerfi heldur hurðaframleiðandanum á heljarþröm, en það er ekki áhyggjuefni afurðasalans, því hans afkoma er tryggð. Hann veit að hurðaframleiðandinn hefur ekki að neinu öðru að hverfa.

Ef hurðaframleiðandinn losnaði undan kvöðum afurðastöðvarinnar og mætti framleiða hurðir yfir lengri hluta ársins og þyrfti aðeins að kosta til þeim búnaði sem nauðsynlegur væri til að uppfylla eðlilegar kröfur um gæði, þá gæti hann selt Jóni hurðina beint, á hluta þess verðs sem hún kostar hjá afurðastöðinni.

Þessi dramatíska lýsing á hurðaframleiðslunni er náttúrulega algerlega út í hött en er samt landbúnaðarkerfið Íslenska í hnotskurn. 

Bændur eru leiguliðar afurðarstöðvagreifanna, rétt eins og sjómenn eru leiguliðar kvótagreifanna. Framsóknarflokkurinn ver landbúnaðarkerfisbullið út í eitt, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn kvótakerfið.

Hverjir eru það sem borga og blæða fyrir ruglið? Bændur og neytendur þjást saman og engjast undan okinu.

Myndin efst til vinstri er teiknuð af Brian Pilkington


mbl.is Sífellt fleiri selja vörur sínar beint frá býli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband