Færsluflokkur: Mannréttindi
Líf og fjör í fangelsum
8.11.2011 | 06:26
Margt hefur verið skrifað og skrafað um fangelsin í Mexico, um meint harðræði og illan aðbúnað fanga. Nú hefur komið í ljós að þetta er alrangt. Fangelsin í Mexico eru þvert á móti með þeim frjálslegri sem sögur fara af.
Þetta kom í ljós við skyndileit í fangelsi einu í Mexico. Þá fundust auk vopna, sex kvenfangar sem áttu að vera á kvennadeildinni en ekki karladeildinni, 19 vændiskonur, haugar af eiturlyfjum, 100 hanar og allskonar munaðarvarningur sem er að öllu jöfnu ekki staðalbúnaður fangelsa.
Opnari og frjálslegri gerast fangelsin varla. Hvernig ætli þessu sé háttað á Hrauninu?
Vændiskonur, hanar og dóp í fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Má hugsa þetta upphátt?
24.9.2011 | 11:35
Getur verið að sú hugmyndafræðilega þörf og eftirspurn sem Stígamót hrúguðu upp í undirbúningi athvarfsins hafi verið ögn yfir markið?
Ég hef grun um að þannig sé því einmitt háttað um flest, hjá þessum annars ágætu samtökum, í viðleitni þeirra að ná sínu fram og viðhalda sjálfum sér.
Sjálfsagt eru svona hugrenningar tabú og ég afreka það eitt með þessum skrifum að lenda á listanum yfir ljótu-karlanna.
Engin kona flutt inn í nýstofnað athvarf enn þá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Frábært framtak hjá þessum unga manni.
21.9.2011 | 16:29
VR er á algerum villigötum í þessu máli og formaður þess skilur greinilega ekki vandamálið. Til þess skortir hann sennilega allar hugmyndafræðilegar forsendur.
Kynjamismunun verður ekki leiðrétt með því að færa hana til. Ráðast þarf að rót vandans og eyða henni þar.
Þær verslanir sem taka þátt í þessu jafnréttisátaki eru aumkunarverðar, þær hugsa um það eitt að kaupa sér ódýra jafnréttisásýnd, jafnvel á fölskum forsendum.
Kærir yfirmann sinn og formann VR vegna kynjamismununar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Nær úrskurður Persónuverndar yfir alla innheimtu?
20.9.2011 | 19:51
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Orkubúi Vestfjarða hafi verið óheimilt að senda manni bréf sem bar með sér að hann væri í vanskilum.
Hvað með öll innheimtufyrirtækin, Motus, Momenntum, Gjaldheimtuna, lögmannsstofurnar eða hvað öll þessi andfélagslegu meinvörp heita, sem nærast á neyð samfélagsins?
Þessi fyrirtæki senda innheimtubréf í hundruðavís dag hvern, bréf sem af útlitinu einu eru æpandi auglýsingar um þann boðskap sem innihaldið flytur.
Verður þeim fjandans mannorðsmorðstofnunum áfram heimilt að auglýsa stöðu viðtakanda bréfsendinga þeirra með jafnvel enn afgerandi hætti en Persónuvernd telur að Orkuveitu Vestfjarða hafi verið heimilt að gera?
Mega ekki bara minna þig á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Grillóðir Kanar
20.9.2011 | 15:35
Það er engu líkara en Bandaríkjamönnum finnist þeir naktir og varnarlausir verði frá þeim tekin reglubundin grillun á saklausu jafnt sem seku fólki og þá helst svörtu.
Það má með sanni segja að réttlætisgyðjan bandaríska sé staurblind, því eftir að dauðadómur er á annað borð fallinn, er nánast ógerningur að hreyfa við honum. Allt réttarfarskerfið leggst á eitt að fullnægja slíkum dómum, jafnvel 20 árum síðar, þótt nýjar upplýsingar bendi sterklega til þess að dómurinn hafi ekki verið á fullkomnum rökum reistur.
Að flestra mati ætti minnsti vafi á sekt að vera nóg til að dauðadómi sé ekki fullnægt. En eins og Kaninn praktíserar þessi mál þarf ekkert minna en fullkomna sönnun á sakleysi til að bjarga mönnum frá grillinu.
Réttafarsleg morð á saklausu fólki er víst talinn ásættanlegur fórnarkostnaður í ofurkappi bandaríkjamanna að útdeila réttlætinu sem best og víðast.
Áfrýjun Troy Davis hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Broslegur Brosnan
4.8.2011 | 21:32
Mér vitanlega hafa Íslendingar ekki reynt að stjórna því hvað og hvar Brosnan étur og hvar hann skítur.
Hann ætti að sýna okkur sömu kurteisi.
Skoðið könnunina hér til vinstri takið þátt!
Brosnan á móti hvalveiðum Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ber Sam frændi ábyrgð á hvarfi Guðmundar og Geirfinns?
21.7.2011 | 02:13
Brynjar Níelsson, formaður lögmannafélagsins, segir að ekkert nýtt hafi komið fram sem kalli á endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálana. Sennilega er það hárrétt hjá lögmanninum, en í senn hlægileg og barnaleg rök og lögmanninum til háðungar.
Það er engin þörf á nýjum gögnum, það blasir við öllum, sem vilja sjá það, að þau gögn sem þegar liggja fyrir í þessum málum hrópa á að réttarfarsleg afglöp hafi verið framin við rannsókn málanna, ef ekki beinlínis glæpsamlegur ásetningur. Mál mætti taka upp af minna tilefni.
Nánast allir þættir rannsóknarinnar standast ekki skoðun. Fullur vafi er um nánast allar niðurstöður rannsóknarinnar. Allir virðast sjá það nema þeir sem tekið hafa að sér að verja kerfið, kerfið sem brást, kerfið sem neitar sakborningum málsins um rétt sinn, þó ekki væri annað en njóta vafans.
Hvað er það í þessum málum sem ekki þolir dagsbirtuna? Allt lögmanna og dómaradraslið sem að þessum málum kemur, virðist telja það sína æðstu skyldu að hindra framrás sannleikans.
Hvaðan koma fyrirmælin um það? Var helvítis herinn flæktur í málið?
Það myndi útskýra ýmislegt.
Ekkert nýtt sem kallar á endurupptöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 02:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Og hvað...
15.5.2011 | 18:57
...á heimurinn núna að hrópa húrra fyrir þessum framsæknu arabísku kvenréttinda frömuðum?
Konungar Sáda opnar kvennaháskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Olía er allt sem þarf
4.5.2011 | 11:55
Það er skelfilegt að lesa um, heyra af og sjá myndir af aðbúnaði og lífsskilyrðum fólks í N- Kóreu, þeim hörmungum og kúgun sem almenningur þarf að búa við af hendi landsfeðrana, sem sjálfir lifa við lúxus og láta lýðinn dýrka sig sem Guði.
Því miður er N-Kórea ekki olíuríki. Því ef svo væri hefði lýðræðisríkjum vesturlanda fyrir löngu runnið blóðið til skyldunnar og frelsað þjáða þjóðina undan kúgurum sínum.
Helsta von vesalinga þessa lands er að þar finnist olía í einhverju magni, þá munu lýðræðis- og frelsisunnendur vesturlanda renna af stað til að tryggja íbúum N-Kóreu það frelsi, lýðræði og mannsæmandi lífsskilyrði, sem þeir telja sjálfsögð réttindi allra jarðabúa.
Þrælað út, misþyrmt og svelt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af verkunum skaltu þekkja þá
7.4.2011 | 19:52
Ekki er alveg ljóst af þessari frétt fyrir hvaða glæpi gegn mannkyninu, öfgapresturinn Terry Jones, ætlar að rétta yfir Múhameð spámanni.
En úr því prest anginn er farinn af stað með þetta áhugaverða réttlætismál, væri ekki úr vegi að hann réttaði í leiðinni yfir húsbónda sínum, fyrir sömu sakir.
Hann verður seint toppaður glæpurinn gegn mannkyninu, þegar Guð útrýmdi því öllu í syndaflóðinu, að frátalinni einni fjölskyldu.
Stofnað hefur verið til réttarhalda af minna tilefni.
Ætlar að rétta yfir Múhammeð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)