Mulningur #6

  Skurðlækningar Skurðlæknir á sjúkrahúsi var á stofugangi. Hann kom að einum sjúklinga sinna, sem hann hafði skorið upp við kviðsliti þrem dögum áður. Læknirinn las manninum pistilinn fyrir að hafa ekki farið fram úr eins og fyrir hann var lagt. 

„Þú getur trútt um talað,“ svaraði sjúklingurinn önugur. „Þú veist ekkert hvernig þetta er.“ 

„Ég veit nákvæmlega hvernig þetta er,“ svaraði læknirinn jafnsnúðugur. „Ég gekkst undir sömu aðgerð í síðasta mánuði og var kominn aftur til vinnu á þriðja degi eftir það. Það var enginn munur á aðgerðinni sem var gerð á mér og þeirri sem var gerð á þér.“

  „Jú einn að minnsta kosti,“ svaraði sjúklingurinn, „þú hafðir annan lækni.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Ég ætti kanski að segja þetta við lækninn minn, ég var nefnilega á sjúkrahúsi í síðustu viku, og hann var eiginlega undrandi hvernig mér tókst að láta leggja mig inn út af svona smáaðgerð sem framkvæmd var úti í bæ.

Góð saga.

Sveinn Elías Hansson, 2.3.2010 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband