Mulningur #65

laundry-basket-webFyrir nokkrum árum þegar ég vann upp á Keflavíkurflugvelli heyrði ég skemmtilega sögu úr Keflavík. Þar var þá, og er enn að því er ég best veit, starfrækt fyrirtæki, sem heitir ÞVOTTAHÖLLIN.  Starfsemin snérist rétt eins og nafnið bendir til um þvotta og skylda starfsemi.

Íslendingar hafa í seinni tíð, eðlilega, þótt of fínir til að starfa í slíkum iðnaði. Því hafa útlendingar í auknum mæli mannað þessi störf og þá ekki hvað síst konur ættaðar frá austur-Asíu, sem hafa, því miður,  verið tilbúnar að vinna á lægra kaupi en aðrir landar okkar. Þær, sem fleiri100_1246 innflytjendur,  hafa hinsvegar verið miður kappsamar um að læra hið ylhýra.

Því var það, að Hannes vinur okkar, sem þurfti að láta þvo skyrturnar sínar, vissi ekki hvort hann ætti að gleðjast eða reiðast þegar hann hringdi í Þvottahöllina, í þeim viðskiptaerindum, og mjóróma rödd svaraði:

„TOTTA BÖLLIN !“

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2011 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.