Aumur er Bandaríski herinn orðinn, sé þetta hluti hans.

zpu-1Enn gerir Mogginn sig að athlægi. Hér birtir hann mynd með fréttinni – úr safni sínu- og segir hana vera af bandarískum hermönnum. Fyrir það fyrsta þá passa ósamstæðir búningarnir ekki við einkennisbúninga Bandaríska hersins. Einn hermaðurinn er í strigaskóm, sem er tæplega staðalbúnaður í  voldugasta her heims.

Byssan sem „hermennirnir“, sem líklegast eru skæruliðar í einhverjum Afríska „frelsishernum“, standa við,  er hin Sovéska ZPU-1, loftvarnarbyssa sem kom fram í lok seinni heimsstyrjaldar. Byssan, sem var talin úrelt og tekin úr framleiðslu upp úr 1970, er pottþétt ekki í vopnabúri hins volduga Bandaríkjahers. Ef svo er, er ástandið á því liði öllu ekki beysið.

Áríðandi er að Mogginn sendi blaðamenn sína á námskeið svo þeir geti hið minnsta þekkt vini okkar,  glæsta hermenn Bandaríkjanna og mikilfenglegan vopnabúnað draumaríkisins, frá aumum skæruliðum og gömlu úreltu komma drasli.


mbl.is Hermaður í fangelsi fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það kemur fram að myndin sé úr safni. Mér dettur í hug Afríska stríðsminjasafnið.

Emil Hannes Valgeirsson, 9.5.2012 kl. 12:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2012 kl. 21:47

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Verður ekki að setja BB í málið. Þetta er jú hans sérsvið.

hilmar jónsson, 9.5.2012 kl. 22:49

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

BB gæti hið minnsta menntað Moggamenn í fræðunum. Lágmark að menn þekki vini frá Ó-vinum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2012 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband