Vonandi var þetta missýn

Vonandi er um misskilning eða missýn að ræða, þannig að lattelepjandi kaffihúsa bloggarar þurfi ekki að fara enn og aftur af hjörunum yfir felldum ísbirni.


mbl.is Leita að ísbirni á Vatnsnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki fallegt að seigja það enn ég vona svo innilega að svona óargadýr muni ganga á land nálægt Reykjavík og koma svo stormandi inn á kaffihús í miðborgini og byrja að hakka í sig lopapeysuhomma með trefla og kaffidrykki sem ég kann ekki að nefna.

Og ef það gerist þá skulum við sko ekki fara að fella dýrið heldur fara að leita að deyfibyssu og neti,búri og öðrum græjum og halda fundi og spá í málin áður enn farið verður út í aðgerðir! ;o)

óli (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 21:01

2 identicon

Þar ekki að finna hann fyrst

Heddý (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 21:25

3 identicon

Jú, Ólína þarf finna hann og Þórunn Sveinbjarnar að líta upp úr siðfræðiskólabókunum til að sækja þyrlu og búr - og skjóta hann svo.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 21:34

4 identicon

Sveitavargur eins og Óli vill fara með nokkrar skyttur, með standpínu yfir því að skjóta eitthvað, kæmi mér ekki á óvart að hann myndi svo stinga honum inn í sárið á ísbirninum til þess að svala morðingjalostanum.

Fáfræði er eina fyrirstaðan fyrir því að við getum bjargað svona stórum dýrum. Samskiptaleysi við kunnáttumenn sem myndu fjármagna björgunina.

inb4 #hveráaðborga #stórhættulegtdýr

dreifbýlis góðmenni (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 21:48

5 identicon

Það er spurning hvort þú ríður þá ekki bara á vaðið góðmenni? Það stendur ekkert í vegi fyrir því að þú fjármagnir og standir fyrir björgun, fyrst það er svona auðvelt.

Siggi (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 22:20

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Jájá, góðmennið hefur örugglega nokkrar miljónir til þess að kasta í einn ísbjörn. Deyfilyf, byssu, skyttu, búr, bíl, þyrlu, þyrluflugmenn, og nokkrir sérfræðingar utan úr heimi.

Ekkert mál.

Ef björninn drepst ekki af eltingarleiknum, deyfilyfjunum eða flutningnum, þá drepst hann líklega bara úr sulti þangað sem hann verður fluttur. Ekki nema að góðmennið vilji splæsa í nokkrar steikur líka. Ekkert mál, hann þarf ekki að hafa neitt á samviskunni þegar dýrið er komið úr augsýn.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 4.7.2012 kl. 22:46

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hverslags andskotans kjaftæði er þetta allt saman. Ég hef varla lesið meira rugl.

Hvað er annars að kaffi latte og hvers vegna þarf endilega að lepja það.

Mér finnst skömminni skárra að sitja á kaffihúsi og njóta kaffibollans, sama hvað það heitir, heldur en að standa að skrifum eins og þessi svör eru.

Bergljót Gunnarsdóttir, 4.7.2012 kl. 22:53

8 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

http://www.youtube.com/watch?v=7PtE-vHCwuU

Smá fróðleikur um Hvítabirni og þá birni sem hafa gengið á land undanfarið, flestir voru svo horaðir að þeir hefðu ekki lifað af deyfingu, margir með Lungnaþembu (en mjög líklegt er að þeir kafni við deyfingu, þeir þurfa að vera vel feitir með fitu í magaholi til að lifa svæfingu af svo ekki sé talað um að þeir birnir sem hingað koma eru flestir með það mikið af sníkjudýrum þannig að enn lækka lífslíkurnar.

Reyndar með Skagabirnuna þá var hún á síðasta snúning, með drep á nokkrum stöðum, lungnabólku, nýrnabilun og öll fita uppurin og dýrið hefði ekki lifað af. Þar var spreðað rúmum 7 miljónum fyrir utan alla sjáfboðavinnu en hægt hefði verið að leysa málið með innan við 5000 kr með einu skoti "en birnan hefði borið bein sín í lautinni ef hún hefði fengið að vera". Það er spurning hvort það sé réttlætanlegt yfir höfuð að kosta öllum þessum peningum vitandi að  dýrin eru ekki undir það búin að fara í svæfingu og hvað á að gera ef eitt næst á lífi? Á að "pynta"skepnuna miskunnarlaust það sem eftir er með tilheyrandi þjáningum með að setja það í búr við ömurlegar aðstæður eða skapa milliríkja deilur milli Íslands og Grænlands með því að henda dýrinu aftur svo ekki sé talað um þá smithættusem slígt gæti haft í för með sér?

Það þarf að líta raunsætt á málin og taka tilfinningarnar úr spilinu. Og hvaðan á fjármagnið að koma? Á að skera meira niður einhverstaðar annarstaðar eða hækka skattana meira því ríkið er rekið með halla

Brynjar Þór Guðmundsson, 4.7.2012 kl. 23:47

9 identicon

Brynjar Þór viltu ekki innleiða þetta viðhorf í heilbrigðiskerfið líka? Ef við hugsum bara hvað hlutirnir kosta þar, þeir fárveiku myndu hvort sem deyja, afhverju að eyða 7 millum í lyfja kostnað þegar 5000 krónu skot-í-hausinn er svo miklu ódýrara?

DG (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 01:27

10 identicon

Vonandi var þetta missýn: Þýðing, vonandi eru vandamál ekki til, lokum augunum og þau hverfa. Það er ólöglegt að skjóta hvítabirni, það ætti frekar að leysa þennan vanda og segja í lögum að allir hvítabirni sem koma á land séu skotnir við fyrsta færi. Ef ég ætti peninga þá myndi ég kosta björgun, jafnvel þótt hún myndi mistakast og björninn myndi deyja.

dg (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 01:33

11 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

DG, Ég held að þú ættir að horfa á myndbandið sem ég setti inn, þar ef farið yfir möguleikann á björgun með svefnlyfi. Þú vilt kannski bjóða þig fram? Lyfinu er skotið helst af 10 metra færi og helst í logni og það virkar ekki strax. Veistu hvað Hvítabirnir geta hlaupið hratt? Það kemur fram. Þar fyrir utan, hvað viltu gera við skepnuna ef þú nærð henni, það sér spurning sem frummælandi veltir fram.

Þar fyrir utan er heilbrigðisstarfsfólki ekki hætta búin af deyjandi fólki og svo sannarlega ekki óafvitandi einstaklingur er menn "missa" skepnuna frá sér

Brynjar Þór Guðmundsson, 5.7.2012 kl. 06:20

12 identicon

Óþolandi svona fábjánar eins og DG sem bera saman að jöfnu líf dýra og manna.

Haltu bara áfram að þamba kaffið þitt og dreyma leiðir til að eyða almannafé í vitleysu

Skjöldur (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 09:42

13 identicon

Ég hef meiri áhyggjur af fólki sem hangir heima hjá sér í tölvu og bloggar og drekkur instant kaffi.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 11:43

14 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

DG:

Þú gengur svo langt aðð líkja ísbjörnum við menn. Eigum við nokkuð að draga línuna þar þá?

Hvað með villiketti? Eða hundinn sem beit póstburðarmanninn? Og eitruð skordýr, skriðdýr og áttfætlur sem berast hingað með innfluttum afurðum og/eða ólöglega?

Hestar sem er ekki hægt að brúka vegna meiðsla?

Eigum við að setja það á kostnað skattgreiðenda að ferja þessi dýr á einhverja Útópíu? Hvar á hún að vera? Eigum við ekki bara að rýma Vestmannaeyjar, flytja allt fólkið í bragga,svo aumingja dýrin, sem nú eru jöfn mönnum, hafi stað til að kalla heimili?

Drífum í því. Klárlega ómannúðlegt að lóga þeim.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 5.7.2012 kl. 12:55

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég ætla að birta hér aftur blogg sem sem ég skrifaði þegar ísbjörninn var felldur á Þverárfjalli hér um árið og allt varð vitlaust í bloggheimum. Færslan er óstytt, sumt er eðlilega ekki passandi við þetta mál, en það sem skrifað er um ísbirni almennt er í fullu gildi.

„Margir kaffihúsabloggarar og vesturbæjarhúsmæður hafa í dag farið mikinn og undantekningarlítið gagnrýnt harðlega þá gjörð að fella björninn. Þekkir þetta fólk aðstæður á svæðinu? Þekkir þetta fólk til  Hvítabjarna? Kann það til verka við handsömun á hungruðum og hættulegum villidýrum? Veit það yfir höfuð nokkuð um Hvítabirni?  

Á Svalbarða standa Norðmenn frammi fyrir þessum sama vanda, ekki á 18 ára fresti eins og hér, heldur oft á ári. Þar eru tveir kostir taldir raunhæfir. Fyrst er reynt að reka björninn aftur út á ísinn sé þess kostur. Takist það ekki er að þeirra mati aðeins eitt raunhæft úrræði, skjóta björninn. Það er nú þannig að ísbirnir eru ekki beinlínis auðsveipur búpeningur sem lætur rekast þangað sem þeim er ætlað að fara, nema ef vera kynni í hugarheimi kaffihúsabloggara og vesturbæjarhúsmæðra.

Ég tel fullvíst að það sé ekki af mannvonsku, umhverfisverndarandúð eða dýrahatri sem Norðmenn fara svona að. Full víst verður að telja að þar ráði mestu áratuga löng reynsla og þekking. En hvað hefur slíkt að segja þegar kemur að tilfinningarríkum Íslenskum bloggurum.

Mest varð ég hissa á ummælum Egils Steingrímssonar héraðsdýralæknis á Blönduósi. Hann taldi lítið mál að reka saman barndýrshelt búr á engum tíma. Eða að svæfa hefði mátt björninn með æti blönduðu svefnlyfi. Ég tel rétt að Egill verði fengin til að kenna mönnum að smíða Hvítabjarnarheld búr úr engu á engum tíma. Eitthvað takmarkað efni um Hvítabirni hefur verið í þeim fræðum sem Egill las til prófs.

Ekki veit ég glögglega ástæður þess að Norðmenn hafa ekki farið að ráðum Egils eða kaffihúsabloggara. Þeir hafa örugglega fengið allar þær frábæru hugmyndir, sem þetta fólk af visku sinni býr yfir, beint í æð en af einhverjum ástæðum ekki talið þær raunhæfar eða framkvæmalegar. Á Svalbarða fara menn ekki af bæ örðuvísi en vopnaðir, það gerðu þeir örugglega ekki ef greining Íslenskra kaffihúsabloggara- og vesturbæjarhúsmæðra á meðfærni Hvítabjarna væri rétt.

Hvítabirnir eru algengast 400 til 600 kg. Dæmi eru um birni sem hafa náð 800 kg. 90% af fæðu þeirra er selkjöt. Þeir bana 300 kg. útselsbrimli með einu höggi þannig að hér eru engar barnagælur á ferð.

Það er þægilegt að sitja í öryggi fjarlægðarinnar, í vesturbænum, ýmist heima eða á kaffihúsi og gagnrýna lögregluna á Sauðárkróki. Meta málið af „fagmennsku“ úr fjarlægð af fréttum einum saman og gefa lítið fyrir mat lögreglunnar sem var á vettvangi.

En ég hugsa að tónninn hefði fljótlega breyst í vesturbænum og annað hljóð komið i strokkinn ef bangsi hefði verið á vappi þar í nágreninu og löggan dundað sér við hugmyndir um að fanga hann lifandi í anda rómantísks ævintýris svo hægt yrði að hjálpa honum heim til Birnu og Húna litla, fjölskyldu bangsa sem bíður svöng á ísnum eftir að pabbi komi heim með matinn.Þá yrði nú bloggað maður! Það yrði bloggað um;  aðgerðarleysi yfirvalda, hvað löggan væri að pæla, að öryggi manna væri stefnt í voða, hver bæri ábyrgð  o.s.f.v...... o.s.f.v. Og mönnum yrðu ekki vandaðar kveðjurnar.“ 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.7.2012 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband