"Fíkniefna" hundar

Að því er best verður séð er þessi frétt, sem færslan er tengd við, fátt annað en ólögleg og aum auglýsing dýralæknastofu. Reynt er með „fréttinni“ að koma því inn hjá hundaeigendum að hundar komist hreinlega ekki í gegnum daginn nema rutt sé í þá dópi. Gegn hóflegu gjaldi leysir læknastofan vandann.

Í kjölfarið á þessum „stórasannleik“  má gera ráð fyrir að vanstilltir hundaeigendur þyrpist til dýralækna til að fá ávísanir á róandi lyf fyrir hundana sína. Lyf sem viðkomandi hundaeigendur ættu þá frekar að sækja til sinna heimilislækna, handa sjálfum sér.

Fljótlega laumar svo dýralæknastofan að sambærilegri auglýsingu í formi fréttar hvar þeir bjóða upp á  meðferðarúrræði fyrir hunda sem eru illahaldnir eftir langvarandi notkun á róandi- og kvíðastillandi lyfjum.  Með öðrum orðum að þeir munu bjóðast til að leysa á vandann sem þeir sköpuðu, og eins og fyrr, gegn hóflegu gjaldi - auðvitað!


mbl.is Hundar þjást af aðskilnaðarkvíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri af því að aðskilnaðarkvíði sé tæklaður með lyfjum..

Þetta er fyrst og fremst atferlisbrestur, sem er tæklaður með atferlismeðferð.. Svona eins og er gert hjá okkur mannfólkinu.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 30.5.2014 kl. 01:00

2 identicon

Einhvern tíma las ég um hunda, að þeir hefðu ekkert tímaskyn. Þannig að þegar hundurinn bíður eftir eiganda sínum, þá finnst hundinum bara líða augnablik frá því að dyrnar lokast og þangað til þær opnast aftur, jafnvel þótt það líði margar klukkustundir á milli.

Hugur hundsins er þá svona álíka og eftirlitsmyndavél, sem aðeins tekur upp þegar merki kemur frá hreyfiskynjara. Ef þetta er rétt, þá getur aðskilnaðarkvíðinn ekki rist sérlega djúpt.

Pétur D. (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 02:05

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þeir upplifa það alls ekki þannig.

Hundar eru fyrst og fremst félagsverur. Aðskilnaðarkvíði er raunverulegt vandamál fyrir þá, annar hundurinn minn á frekar erfitt með sig.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 1.6.2014 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.