Hver er munurinn á manni og manni?

Um allan hinn vestræna heim er fólk slegið, nánast lamað, yfir atburðunum í Frakklandi á miðvikudaginn, eðlilega. Slíkur var hryllingurinn, 12 myrtir á ritstjórn Charlie Hebdo og síðan hafa fimm til viðbótar verið myrtir annarsstaðar.

En sama dag réðust hryðjuverkamenn Boko Haram inn í bæinn Baga í Nígeríu og nærliggjandi þorp og myrtu alla sem á vegi þeirra urðu, konur og börn jafnt sem aðra. Talið er að fallnir séu allt að 2000.

Af þessum atburði og öðrum illvirkjum Boko Haram í Nígeríu er fréttaflutningur með allt öðrum og vægari hætti en af atburðunum í Frakklandi, og viðbrögð almennings lítil að því er best verður séð. Það er engu líkara en öllum sé sama.

Hvernig stendur á því að 17 morð í Frakklandi setja heiminn nánast á hliðina en, margfaldur hryllingur, 2000 morð í Nígeríu á sama tíma, hreyfa varla við nokkrum manni?


mbl.is Hafa myrt allt að 2.000 manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll sem jafnan Axel Jóhann - og aðrir gestir þínir !

Þakka þér fyrir: að koma með þessa ábendingu.

Oft og iðulega - hefi ég vísað til glæpaverka þessarra óþverra suður í Nígeríu / við ærið daufar undirtektir, samlanda okkar.

Getur verið - að litarháttur og uppruni fórnarlamba Múhameðsku villimannanna, skipti samlanda okkar máli; fornvinur góður ?

Það væri - eftir öðrum þumbarahætti rogginna og sjálfumglaðra Íslendinga, svo sem.

Með beztu kveðjum sem ætíð - vestur yfir fjallgarð / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.1.2015 kl. 00:46

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Já, það er misjafnt, virðist vera, hve mikilvægir atburðir eru mikilvægir í augum heimspressunnar. 2000 manns núna síðast í Nígeríu, að ógleymdum hörmungum og hryllingi, sem logar á Sýrlandi, þar sem fleiri hafa nú fallið, en byggja Ísland. Nöturlegt, svo ekki sé meira sagt.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 10.1.2015 kl. 00:53

3 identicon

Ætli atburðir af svipuðum toga ef gerðust hér fengju ekki enn meiri athygli og umfjöllun. Svona vangaveltur eru í mesta falli einfeldni. Auðvitað erum við viðkvæmari fyrir því sem næst okkur er afkvæmum vinum samlöndum nágrönnum , en þeim sem fjær okkur eru. 

Karl sigurbergs (IP-tala skráð) 10.1.2015 kl. 06:12

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ekki ósennileg skýring Óskar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.1.2015 kl. 06:36

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já þeir atburðir eru mikið ræddir nú orðið Halldór. Kannski vantar olíu á svæðið til að auka manngildið í augum Vesturlanda.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.1.2015 kl. 06:37

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nú á tímum er svona uppsetning í bestafalli einfeldni Karl.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.1.2015 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.