Hver er munurinn á Högum og listamönnum?

Vegna ásakana sem stjórn Rithöfundasambands Íslands segist sitja undir vegna nefndarmanna í úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda var send út sérstök tilkynning frá stjórninni um helgina.

Þar segir; .... „að Rithöfundasambandið hafi átt frumkvæði að því að Bandalag íslenskra listamanna hefur nú sett á laggirnar starfshóp sem mun yfirfara verklag við skipun úthlutunarnefnda launasjóðanna og skoða allt sem betur mætti fara í verklaginu“.

Samhliða þessu varð mikil umræða í samfélaginu um áfengisfrumvarpið svonefnda, að heimila sölu áfengis í matvöruverslunum.

Nokkur titringur varð þegar í loftið fór tilgáta þess efnis að Hagar, sem beinna hagsmuna eiga að gæta, hafi samið frumvarpið en ekki þingmaðurinn, flutningsmaður þess.

Flestum þótti sú meinta aðkoma Haga að málinu ótæk og í hæsta máta væri óeðlilegt að aðilar út í bæ semdu þingfrumvörp um beina hagsmuni þeirra sjálfra.

Þá má spyrja, ef það er óeðlilegt að Hagar semji frumvarp um eigin hagsmuni varðandi áfengissölu er þá eðlilegt að listamenn semji alfarið sjálfir leikreglurnar og ákveði verklagið varðandi úthlutun listamannalauna til sjálfra sín?

 


mbl.is Verklag við úthlutun endurskoðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.