Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Stéttarfélag öfugugga og barnaníðinga?
31.10.2008 | 14:04
Vegna fjölmargra öfugugga- og barnaníðingsmála, sem slysast hafa upp á yfirborðið innan kaþólsku kirkjunnar undanfarið, hefur Benni páfi látið ný boð út ganga. Sálfræði próf skal gera á þeim sem vígjast til þjónustu í kaþólskukirkjunni!
Leita skal að þeim sem ekki hafa stjórn á greddunni, eru hommar eða brenglaðir á annan hátt,kynferðislega! En mönnum er heimilt að neita að gangast undir prófið!!??
Af skiljanlegum ástæðum munu þeir sem ástæðu hafa til að óttast að falla á prófinu eðlilega neita að taka það. Vandinn situr eftir óleystur sem fyrr.
Þetta er enn ein máttlaus tilraun kaþólsku kirkjunnar að sópa vandanum undir teppið.
Eina raunhæfa aðgerð til úrbóta í þessum vanda er að heimila prestum að kvænast.
Þá yrði prestsembættið ekki lengur þetta fullkomna og örugga skjól sem krafan um einlífi hefur skapað óþverrunum.
Kaþólska kirkjan gæti þá kannski hrist af sér það óorð að vera stéttarfélag öfugugga og barnaníðinga.
Kynhvöt kaþólskra presta könnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Froðusnakkur
30.10.2008 | 13:28
Þarna sýnir Sigurður Kári Kristjánsson hvaða erindi hann á þing. Niðurskurður ríkisútgjalda er það vitlausasta sem hægt er að gera í stöðunni. Hallalaus rekstur ríkissjóðs er ekki valkostur í stöðunni.
Niðurskurður hefur bein áhrif til fækkunar starfa, sem aftur lækkar tekjur ríkisins og eykur útgjöld atvinnuleysistryggingarsjóðs. Hvernig á að mæta því, auka niðurskurðinn? Ástandið á vinnumarkaðnum verður nógu slæmt þó ríkið bæti ekki gráu ofaná svart.
Það verður að vera forgangsverkefni að tryggja atvinnu hvað sem það kostar. Atvinnulausir greiða ekki afborganir eða skuldir. Fjöldaatvinnuleysi hefur skelfilegar og keðjuverkandi afleiðingar, sem seint verður séð fyrir endann á. Vonleysi tekur völdin.
Nei, ríkið á að bæta í, auka framkvæmdir en breyta verður röðun verkefna. Fresta dýrum verkefnum t.d. jarðgangagerð en nota það fjármagn sem í þau verkefni voru ætluð í ódýrari og/eða mannfrekari verkefni til að skapa störf. Sem aftur skapa tekjur fyrir ríkið og minnka fjárútlát atvinnuleysistryggingarsjóðs.
Komi til þess, þá er hækkun skatta ásættanlegri leið en fjölgun atvinnulausra. Ég er viss um að jafnvel Sigurður Kári verður sammála því þegar hann fellur út af þingi í næstu kosningum og fær ekkert að gera.
Að lokum, enga Breta hingað til landvarna, hvorki í desember eða síðar.
Niðurskurður en ekki skattar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Býður Seðlabankaflokkurinn fram í næstu kosningum?
30.10.2008 | 12:01
Þessi tilkynning Seðlabanka sýnir svo ekki verður um villst að bankinn er á fullu í pólitík. Það er ekki , eða réttara sagt, var ekki hlutverk Seðlabankans að taka þátt í pólitísku argaþrasi.
Er búið sé að skilgreina hlutverk hans upp á nýtt? Hvar er rauða strikið? Er það alltaf einu feti fyrir framan Davíð, hversu langt sem hann gengur? Er Seðlabankinn að breytast í stjórnmálaflokk?
.
Að lokum, enga Breta hingað til landvarna, hvorki í desember eða síðar.
Ákvæði um 18% stýrivexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ærlega vanhæfir ?
30.10.2008 | 09:32
Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari gerði nýlega þá kröfu að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttadómari yrði úrskurðaður vanhæfur að dæma mál gegn manni sem sakaður er um nauðgun á salerni á Hótel Sögu.
Valtýr taldi að ástæða væri til að efast um að Jón Steinar muni fylgja viðurkenndum og eðlilegum leikreglum við mat á sönnunargögnum, sökum greinar sem Jón Steinar hafði ritað í Lögréttu nýverið. Hæstiréttur hafnaði kröfunni.
Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari og Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, hafa verið skipaðir af Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra til að rannsaka starfsemi viðskipta- bankanna þriggja, í aðdragandanum að falli þeirra.
Valtýr Sigurðsson telur þá félaga ekki vanhæfa, þrátt fyrir að sonur Valtýs, Sigurður, sé forstjóri Exista og sonur Boga, Bernhard, sé framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Stoða. Hvort tveggja eru útrásarfyrirtæki með tengsl við fallna banka, Kaupþing og Glitni.
Valtýr telur tengsl sín við son sinn Sigurð ekki líkleg til að hafa áhrif á að hann fylgi viðurkenndum og eðlilegum leikreglum við mat á sönnunargögnum!
Er nema von, með skipan þessara manna til verksins, að fólk efist um að tilgangur rannsóknarinnar sé ærlegur!
.
Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Viðskiptabannið á Kúbu er glæpur.
30.10.2008 | 00:13
Það er löngu orðið tímabært að aflétta viðskiptabanninu af Kúbu. Þrjú ríki þráast enn við, Bandaríkin, Palau og svo auðvitað Ísrael. Þetta var fyrst broslegt, síðan grátlegt en núna er þetta hreinn og klár glæpsamlegur vitsmunaskortur.
Það sem aðallega strandar á er sú afdráttarlausa krafa að eignum Bandaríkjamanna á Kúbu, sem þjóðnýttar voru, verði skilað til fyrri eigenda.
Það broslega í málinu er að þetta voru að megninu til eigur Mafíunnar. Bandarísk stjórnvöld hafa gegnum tíðina löngum ástundað einkennilega hagsmunagæslu, vægt orðað.
Á Kúbu býr gott og yndislegt fólk, sem ekki hefur unnið til þess sem viðskiptabannið hefur á það lagt, ekki frekar en almenningur á Íslandi verðskuldar þær þrengingar sem framundan eru.
Efri mynd: Svarta fánaborgin í Havana
Neðri mynd: Höfundur í paradísarsiglingu.
SÞ vill aflétta viðskiptabanni á Kúbu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað eru forystumenn VR að hugsa?
29.10.2008 | 19:06
Er ég að skilja það rétt að formaður VR taki vel í að launafólk taki á sig beina launalækkun í kreppunni?
Lækkað starfshlutfall er allt annar hlutur. Kröfu um beina lækkun launa verður að mæta af hörku.
Er VR búið að gera einhvern óopinberan samning við atvinnurekendur á bak félagsmönnum sínum?
Eða hvernig ber að skilja orð Gunnars Páls Pálssonar formanns VR að á móti 10% launalækkun fái launafólk 2 aukafrídaga í mánuði sem vinnuveitandi ræður hvenær eru teknir?
Við höllumst að því að þetta geti verið góð leið í stöðunni, segir Gunnar Páll Pálsson ennfremur.
Ekki vildi ég hafa þennan mann í forsvari fyrir mig.
Bjóða lægra starfshlutfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
„Mikið helvíti var að beljan bar“
29.10.2008 | 17:35
Auðvitað á að hverfa frá þessari loftrýmisvarnarvitleysu. Vitleysa verður alltaf vitleysa hvort sem menn hafa efni á henni eða ekki.
Svo mætti spara eitthvað með því að fækka sendiráðum, m.a. mætti sendiráðið í London missa sig.
Enga Breta hingað til varna í desember eða síðar. Aldrei.
Horfið frá beiðni um loftrýmiseftirlit? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
„Vonsviknir gullgrafarar“
29.10.2008 | 12:43
Af hverju eru blessaðir Norðmennirnir, frændur okkar svona afundnir?
Ætli það tengist brostnum væntingum þeirra að geta farið til Íslands með gullgrafarahugafari, verslað feitt án þess að borga neitt, því ísl.krónan væri verðlaus.
Mér sýnist hér eigi jafna sök, gírug kortafyrirtækin og græðgi korthafa.
.
Norðmenn reiðir vegna útreikninga kortafyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gagnslaust traust Geirs á trausti rúnum Seðlabankastjórum.
29.10.2008 | 01:35
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 50% í gær, úr 12 í 18%. Bankinn skrifar IMF fyrir króanum.
Þetta er gert, að sögn, til að vinna krónunni traust að nýju. Ekki mun góð reynsla af vaxtahækkunum í öðrum löndum við svipuð skilyrði. IMF hefur m.a. beðist afsökunar á þannig kröfum í Asíu, sem ollu hörmungum.
Gott og vel, en er ekki nauðsynlegt að byrja á því að vinna Seðlabankanum sjálfum traust áður en menn geta vænst þess að aðgerðir hans njóti trausts.
Umfjöllunin erlendis um þessi bankamál öll, mistök, arfavitlausar ákvarðanir, yfirlýsingarnar út og suður og sú staðreynd að bankinn er í raun gjaldþrota o.s.f.v. hafa rúið bankann og stjórnendur hans öllu trausti. Stjórnendur bankans hafa ekki beinlínis verið baðaðir hóli og lofi í þeirri umfjöllun.
Fullt traust forsætisráðherra á Davíð Oddsyni Seðlabankastjóra breytir þar engu um. Traust verður ekki endurreist á bankanum með óbreyttri áhöfn.
Ef þeir sjá ekki fljótlega að sér Davíð eða Geir endar það með því að Davíð, þessi vinsælasti stjórnmálamaður lýðveldistímans, endar sem sá óvinsælasti ef ekki beinlínis sá hataðasti, allt eftir því hvað fólk verður látið taka á sig miklar óþarfa álögur til að þjóna brengluðu egói Davíðs og brostinni ímynd hans.
.
10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
„Shame on you Mr Brown, shame on you“!
28.10.2008 | 19:04
Steingrímur á þrátt fyrir allt sín andartök. Segir það sem þjóðin er að hugsa á kröftugan og kjarnyrtan hátt. Enginn sleikja á ferð þar.
.
.
Enga Breta hingað til landvarna.
Steingrímur skammaði Brown | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |