Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Já, ekki vantar tíðindin þessa dagana.

Deep Throat? Hum. Ætli hafi staðið í honum?

 


mbl.is Leikstjóri Deep Throat látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá hlær best sem síðast.....

Það er auðvelt að tala digurbarkalega, kalla heila þjóð ræningja, drullusokka og annað í þeim dúr, skella öllum viðskiptum í lás, á meðan ekki svíður á eigin skinni.

fishandchipsJæja það er þá þannig að þegar þeir verða svangir blessaðir Bretarnir þá horfir allt öðruvísi við og hægt að losa um bankabremsuna og hleypa fjármagni í gegn.

Flýtum okkur hægt. Látum þá dreypa á eigin meðölum. Leyfum  görnunum í þeim að gaula örlítið.

Svo er spurning hvort ekki sé rétt í öllu tilliti að vinnsla á þessum 27 þúsund tonnum fari fram hér heima og verðmæti þeirra aukið til muna?

Og eitt að lokum, enga Breta hingað til varnar í desember, þeir geta étið heima hjá sér.

 
mbl.is Bretar óttuðust skort á fiski og frönskum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brandari dagsins

Nafni 010

Ég brá mér á salernið eftir hádegið  til að gera það sem maður þarf að gera. Nafni minn 4 ára elti mig að salerninu og spurði hvað ég ætlaði  að gera. Ég sagði honum að ég ætti sama erindi og hann þegar hann sæti á dollunni.

Þá er ég sit og bíð eftir að hlutirnir geri sig þá heyri ég í honum á ganginum fyrir framan dyrnar.

Ert þú þarna ennþá nafni? Sagði ég í gegnum hurðina.

Þá heyrist í þeim stutta. „Mamma, mamma, afi er að kalla, hann er búúúiiinn“!

 

Nú skal gengið á milli bols og höfuðs......

Nú er ljóst að breska flugsveitin sem kemur hingað í desember í boði Geirs Haarde kemur ekki til að verja okkur hryðjuverkamennina eins og talið hefur verið. 

Heldur hið gagnstæða, sveitin kemur til að verja vextina.

Það er talið að vaxtastefna Seðlabankans muni koma Íslenskum hryðjuverkamönnum endanlega á hnén, á  mun styttri tíma en sprengjukast og skothríð.  

Það er kominn tími til að þeir sem fyrir þenslunni standa, finni til tevatnsins.


mbl.is Harkalega skipt um gír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverk!

Þeir hafa ástæðu til að kætast félagarnir Brown og Darling, því á Íslandi hefur í dag verið framið hryðjuverk.

Seðlabanki Íslands hefur kastað gereyðingarsprengju út í þjóðfélagið.

Að vísu má færa að því ákveðin rök að því að þetta sé mannúðleg aðgerð, þar sem hún styttir til muna kvalafullt dauðastríð fyrirtækja og almennings.

 


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður og salerni verða eitt.

klósetÞessi vakúm salerni eru eins og bankarnir,  ef maður réttir þeim litlafingurinn, þá hirða þeir allt.

.

.


mbl.is Festi handlegginn í klósettinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfugt launaskrið?

Hvor gerði mistök í samningum um laun bankastjóra Kaupþings,  Finnur Sveinbjörnsson verðandi bankastjóri eða  Finnur Sveinbjörnsson formaður skilanefndar bankans?

peningar_utum_gluggannEn hvað um það nú hefur Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri óskað eftir því að laun hans verði lækkuð um 200.000 til samræmis við laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra nýs Glitnis sem eru 1.750.000. Gott mál í sjálfu sér en samt of há laun.

Ekki kemur á óvart að laun hennar skildu óvart vera lægri, enda er hún kona en Finnur ekki, eftir því sem best er vitað.

Sumir segja að laun bankastjóra Kaupþings ættu að vera lægri en kollega hans í Glitni, þar sem Glitnir er stærri banki í dag.

Upplýsingar um laun Elínar Sigfúsdóttur, bankastjóra nýja Landsbankans hafa ekki verið birtar. Hvað gera menn ef í ljós kemur að laun hennar eru enn lægri en kollega hennar þátt fyrir að hún stjórni stærsta bankanum. Munu þau þá bæði sem hærra eru launuð óska eftir niðurfærslu?

Fari svo er ljóst að hafið á Íslandi nýtt og að sönnu merkilegt launakapphlaup, niður á við. 


mbl.is Bað um launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jöfnuður er óamerískur

obama8Nú styttist óðum í stóra kjördaginn í Bandaríkjunum, þegar þeir velja sér nýjan forseta, vonandi forseta breytinga, ekki forseta óbreyttrar helstefnu.

Það er von mín að nýlegar skoðanakannanir sýni rétta mynd af fylgi frambjóðenda og Obama hafi sigur. Það er ljóst að fólk utan Bandaríkjanna almennt vonast eftir sigri Obama, heimurinn er búinn að fá upp í háls á Bush og félögum.

McCain hefur gagnrýnt skatta hugmyndir Obama og segir þær óamerískar.  Hann segir m.a.

 „Obama vill endurdreifa auðnum. Í slíku felst að peningar eru teknir frá einum hópi Bandaríkjamanna og gefnir öðrum hópi. Við höfum séð slíka tilfærslu fjármuna í öðrum löndum. Það bush-der-feurhersamrýmist hins vegar ekki amerískri hugmyndafræði.“

McCain hefur sennilega ekki kynnt sér afleiðingarnar  af „amerísku leiðinni“, sem rekin hefur verið af Sjálfstæðis- flokknum, óheft og óbeisluð á Íslandi síðan 1991. Yfirleitt þegar Sjálfstæðismenn sleikja eitthvað upp frá  Könunum þá verða þeir „amerískari“ en Kanarnir sjálfir.  

Milljarðatugir á milljarða tugi ofan voru færðir úr almanna eigu í hendur fárra útvaldra gæðinga. Því til viðbótar hefur álögum stöðugt verið létt af auðmönnum, beint og óbeint og byrðarnar lagðar á fólk með lágar- og meðaltekjur, sjúka, aldraða og önnur álíka „breið bök“.  

Þegar fjármagn streymir frá almenningi til auðmanna er það kallað frjálst flæði fjármagns. Ef talað er um að snúa flæðinu við er það kallað misrétti, þvingunaraðgerðir og þjófnaður svo aðeins séu notuð þau prenthæfu orð sem notuð hafa verið um hugtakið. Allir á íslandi vita í dag hverjum verður gert að greiða herkostnaðinn af „amerísku dásemdinni“.

McCainMcCain sem er orðin aldraður virðist vart á vetur setjandi ef marka má það sem sést á sjónvarpsskjánum. Sarah Palin er því sögð einum hjartslætti  frá því að verða forseti, sigri McCain.  Það er ekki geðfeld hugsun að þessi  þröngsýna og kreddufulla afturhalds „fegurðardís“  verði forseti. Margir horfa til þess að varaforsetaefnið er kona. En fíflið verður alltaf fífl, jafnvel þótt fíflið sé kona.

Samkvæmt samantekt Wikipedia er Palin andvíg hjónaböndum samkynhneigðra,  andvíg fræðslu um kynlíf og getnaðarvarnir í skólum og styður skírlífiskennslu í þess stað, er andvíg fóstureyðingum nema líf móður sé í hættu. Hún styður dauðarefsingar og vill að sköpunarsagan sé kennd samhliða þróunarkenningunni.

Áhrif og völd forseta Bandaríkjanna ná um allan heim, því bindur heimurinn vonir um sigur Obama. EnPalin bikini það eru Bandaríkjamenn einir sem kjósa. Sagan segir að í kosningum eru þeir ólíkindatól. Að kjósa Bush í upphafi voru fyrirgefanleg mistök, en að gera það aftur! Það er því miður ekki útséð með sigur McCain og Palin og fari svo hafa Kanarnir kosið „Bush“ yfir heiminn í 3ja sinn.

Þá er þeim ekki viðbjargandi frekar en þeim sem á Íslandi telja þá, sem með fláræði leiddu okkur út í kviksyndið mitt, hæfasta til bjargar.


mbl.is Baráttan neikvæð og ódrengileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinir í Manitoba.

map_manitobaManitoba takk fyrir hlýjar og góðar kveðjur.

Í Kanada, verstur þar,  er stærsta byggð vestur-íslendinga og þeir hafa ætíð sýnt að þegar á bjátar slær hjarta þeirra heim.

Það er okkur íslendingum ómetanlegt að fá utanaðkomandi, hlýtt viðmót og móralskan stuðning, nú á erfiðustu tímum lýðveldisins.

.

 
mbl.is Einlægustu vinir Íslands í Manitoba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýi Ice Bank Group - helfrosinn banki

mörgæsSkemmtileg hugmynd og lyftir gráma dagsins á annað plan.

Það léttir óneytanlega að geta séð spaugilegu hliðina, þótt mál og aðstæður séu grafalvarleg.

Meira af svona!

.

.


mbl.is Innstæður frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.