Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Fyrstu batamerkin

 Ríkisstjórnin steig loks það skref að óska formlega eftir láni frá IMF. Eftir því hefur verið beðið.

Fyrstu merki þess að lífið færist aftur í „eðlilegt horf“ komu fram strax í dag. Steingrímur J. Steingrímur J.Sigfússon hrökk aftur í gamla bakk- og afturhaldsgírinn eftir að hafa verið tekist með miklu erfiði að halda sér í hlutlausum gír í rúman hálfan mánuð.  Vonandi kemur aldrei aftur upp sú staða að það verði endurtekið.

Þegar neyðarlögin voru samþykkt á Alþingi 7. Október s.l. stóð þingheimur saman að mestu, VG komst þó ekki lengra í samstöðunni en að vera hlutlausir. Fyrir þá var það raunar risaskref.

Ég var farinn að óttast er dagar liðu að stökkbreyting hefði orðið í Steingrími og hann væri fastur í hlutlausum. En nú er ljóst, blessunarlega að svo var ekki, hann og VG eru komnir í gamla normið.

Steingrímur lýsti yfir andstöðu við þessa lántöku hjá IMF, vill að aðrar leiðir verði kannaðar, leiðir sem öllum er löngu ljóst að eru lokaðar nema IMF komi að málinu fyrst. Steingrímur vill sem sagt að við ráfum fram og aftur blindgötuna , meðan þjóðinni blæðir út.

Steingrímur var í fréttunum nánast fúll yfir að ekki voru settar fram þær dómsdagskröfur af hálfu sjóðsins sem hann hafði spáð.

Hann bindur vorir við að fulltrúar Breta og Hollendinga í  stjórn IMF muni ná því fram að sjóðurinn setji á okkur óaðgengilegar kröfur þegar lánsumsóknin verður tekin fyrir þar.

Þetta er maðurinn sem skildi ekkert í því að vera ekki kallaður til ábyrgðar og ákvörðunartöku til lausnar kreppunni.


mbl.is Mjög erfiðir tímar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er lag.

AlastairDarlingAofHearts-734002Bresk blöð eru að vakna til lífsins og átta sig á því að það er önnur hlið á bankamálunum en sú hlið sem Gordon Brown forsætisráðherra og Alistair Darling, fjármálaráðherra hafa haldið að Bresku þjóðinni með dyggum stuðningi bresku pressunar.

Blöðin The Times og Financial Times birta bæði greinar þar sem segir aðGordonBrownJofHearts-717525 hvergi komi fram í samtali Alistair Darling og Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra að Íslendingar ætli ekki að uppfylla skuldbindingar sínar.

Nú er lag fyrir Íslensk stjórnvöld að gera menn út af örkinni til að leggjast yfir breska fjölmiðla og hamra á okkar málstað. Það hefði raunar átt að gera strax og þetta fár fór af stað. Ekki víst að fleiri tækifæri fáist til þess, verði það ekki gert núna. Látum hné fylgja kviði.

Það má ekki dragast öllu lengur að tilkynna NATO það formlega  að Bretar séu ekki velkomnir hingað í desember til landvarna. Enda er það ekki leggjandi á jafn  grandvara menn og Breta, sem ekki mega vamm sitt vita, að þeim sé gert að gæta lífs og lima alræmdra hryðjuverkamanna norður hér.

 
mbl.is Fullyrðingar Darlings dregnar í efa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar höfum við það.

Yfirlýsing Birgis Ármannssonar formanns allsherjarnefndar tekur af allan vafa, það er ekki meining eða ætlan Sjálfstæðisflokksins að einn eða neinn verði látinn sæta ábyrgð.

Þeir ætla ekki leiða hugann að því, hvað þá meira.

 
mbl.is Vill ekki frysta eignir auðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heklugos og önnur gos.

hekla1970Mikið væri gott að fá smá skot frá Heklu næstu daga. Það myndi losa um spennuna sem hlaðist hefur upp undir fjallinu og er orðin meiri en fyrir síðasta gos.

Heklugos  gæti líka slakað örlítið á þeirri  gríðarlegu spennu sem er í þjóðfélaginu og brotið upp þá umræðu sem heltekið hefur þjóðina og komið í veg fyrir að „gos“ á þeim vettvangi.


mbl.is Hekla getur gosið hvenær sem er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handþvotta víxill.

Sigmar Guðmundsson átti sína fínustu stund í Kastljósi þegar hann tók viðtal við Geir Haarde forsætisráðherra. Hann var ákveðin og þjarmaði að Geir á kurteisan og yfirvegaðan hátt. Forsætisráðherra varðist lengi vel en í restina var hann greinilega kominn út í horn og átti í vanda.

Bretar reyna hvað þeir geta að nýta sér vonlitla stöðu okkar og þröngva upp á okkur „Versalasamningum“, samningum sem þjóðin getur ekki staðið undir og verða einungis ávísun á meiri vandræði síðar.

Það verður ekki ef ég fengi að ráða þessu einn. Sagði Geir. Hann svaraði því ekki hvort það væru einhverjir í ríkisstjórninni tilbúnir að ganga að slíkum kostum.

Það hefur verið í umræðunni fram að þessu að menn verði látnir sæta ábyrgð gerða sinna í þessu máli öllu, það verði bara að bíða betri tíma. Í þessu viðtali fannst mér það blasa við að það er þegar hafið skipulegt undanhald frá þeirri ábyrgð.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið óslitið í ríkisstjórn síðan 1991 og haft allan tímann lykilráðuneyti efnahagsmála , forsætisráðuneytið og fjármálaráðuneytið, ef frá er talið tæp tvö ár sem varið var í misheppnað forsætisráðherranámskeið Halldórs Ásgrímssonar.

Allan tímann var frjálshyggjustefnan rauði þráðurinn í stefnu allra ríkisstjórnanna.  Einkavæðing og útrás voru lausnirnar á öllum vandamálum og lykillinn að auðlegð allra landsmanna. Flokkurinn ber því höfuðábyrgð á því komið er ásamt þeim flokkum sem bakkað hafa upp stefnu hans.

Nú er handþvotturinn byrjaður, víxill sleginn fyrir sterkum hreinsiefnum sem beitt verður við handþvottinn og þjóðinni  síðan sendur víxillinn.

Ábekkingar á þessum óútfyllta víxli verða börn okkar, barnabörn og barnabörn. Ekki gott veganesti það.


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló, halló!

rimlar4 mánaða dómur fyrir mannrán og grófar, eða eins og segir í dómsorði, fólskulegar líkamsmeiðingar ásamt öðrum alvarlegum sakargiftum?  Halló!

Var ekki verið að dæma konu í sömu refsingu um daginn fyrir að hnupla sokkum og öðru álíka ómerkilegu?

 Þessi heiðursmaður situr inni í hámark 2 mánuði og væntanlega á Kvíabryggju sem er orðin gæslustaður  grófra ofbeldismanna og dópinnflytjenda samkvæmt stöðluðum vinnubrögðum fangelsisyfirvalda.

Er allt í lagi heima hjá þessum mönnum?


mbl.is Dæmdur fyrir frelsissviptingu og líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki eftir neinu að bíða, bíðum samt aðeins....aftur.

Ekkert skilyrða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er óaðgengilegt, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Aðspurð á hverju stæði sagði Ingibjörg að ganga þurfi frá ýmsum lausum endum.

Spurning hvort endinn sá sé  stubburinn á háu hælunum í Svörtuloftum? rúin rolla

Síðustu fréttir herma að haustslátrun Seðlabankans á Íslenskum bönkum sé ekki lokið. Útlit er fyrir algeran niðurskurð. Ekkert skal sett á í vetur.

En riðuhrúturinn sem þarf að skera, til að bjarga stofninum er ekki skorinn, hann fær að lifa, rúinn öllu trausti. 

.

 
mbl.is Vonandi niðurstaða fljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður allt nettengt?

sharonstoneNettengt blóm, athyglisvert. Það er gleðilegra en orð fá lýst að geta á netinu fylgst með heilsufari og líðan pottaplöntu í Japan, milliliðalaust.

Mér dettur í hug hvort ekki sé hægt að útfæra þessa tækni yfir á fræga fólkið og nettengja það. Þá gætu  þeir sem  ekki geta á heilum sér tekið, nema þeir geti fylgst með hverju fótmáli stjarnanna og kóngafólksins, öðlast gleði alla daga.

Þá væri hægt að fara á netið og sjá hvort Brad Pitt hafi skipt umElizabeth_II nærbuxur, hvað  Sharon Stone hafi drukkið með morgunmatnum o.s.f.v.

Hildur Helga gæti þá séð á netinu hvort Beta frænka Englandsdrottning sé búinn að kúka.

Haldið þið að það væri nú munur?

.


mbl.is Blómið bloggar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort á heilbrigðiskerfi að þjóna hag fjármagnseigenda eða sjúkra?

læknirEr eitthvað sem við getum lært af Bandaríska heilbrigðiskerfinu annað en að einmitt þannig viljum við ekki hafa okkar kerfi?

Þó eru til menn Íslenskir sem horfa til þess Bandaríska með þrá og blik í auga því í því kerfi eru það hagsmunir fjármagnseigenda sem ráða för,  en ekki hagsmunir das-kapital-banksjúkra og þjáðra, sem ætla mætti að væri grundvallarmarkmið kerfisins.

.


mbl.is Samstarf við Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð hugmynd og þörf ábending.

 Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins, bendir á að rétt sé að senda ráðamenn íslensku þjóðarinnar á málanámskeið og námskeið í almennum mannasiðum.

Mönnum hættir til að ofmeta málakunnáttu sína og eigið ágæti.

Látið hefur verið að því liggja að misskilningur og rangtúlkun í samtali íslensks ráðherra við kollega sinn í Bretlandi hafi hleypt af stað árásum Breta á okkur Íslendinga.

Það er deginum ljósara að of mikið getur verið í húfi til að menn leggi allt undir málakunnáttu einstaka ráðherra. Lágmarkskrafa er að menn nýti sér þjónustu túlka þegar mikið liggur við.

Þeir verða þá allavega ekki einir til frásagnar um innihald samtala. 


mbl.is Vill senda ráðamenn á tungumálanámskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.