Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Er dánartilkynning Stoða forsenda þess að leitað verði til IMF?

Ríkisstjórnin segist sammála um að leita aðstoðar IMF, en dráttur á framkvæmd þess er óskiljanleg.

Þriggja vikna greiðslustöðvun Stoða rennur út í dag ef ég man rétt. Stoðir hafa óskað eftir því við Héraðsdóm að greiðslustöðvunin verði framlengd til 20. janúar n.k.  Stoðir voru handhafar 30% hlutafjár í Glitni.

Getur verið að Seðlabankinn tefji  umsóknina  til IMF í þeirri  von að greiðslustöðvun Stoða verði ekki framlengd. Lán frá IMF myndi létta á fjármálakreppunni og glufur gætu þá opnast fyrir Stoðir að bjarga sér frá þroti. Hefur yfirstjórn Seðlabankans misskilið hlutverk sitt illilega?

Mörgum kann að þykja þetta heldur langsótt, en hvað hefur ekki gengið á undanfarna daga.

Ekki er það allt fallegt.


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misrétti

peningasekkurSnýst ekki um peninga segir Ritchie fyrrum eiginmaður Madonnu, en slær ekki hendinni á móti 2.000 milljónum í skilnaðargjöf. Það eina sem hann þarf að gera er að þegja.

Vill enginn borga mér fyrir að þegja? Ég er hófsamur, tek bara Dagsbrúnar taxta svona 1/10 af því sem Guy Ritchie fær, eða ca. 200 milljónir.

Bónus prís.

.


mbl.is Ritchie fær 10 milljónir og þegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verði ljós!

jóla hvaðJólin eru hátíð  vináttu, gleði, kærleika og tákn sigurs ljóssins yfir myrkrinu, án tillits til trúar.

Þótt ljóst sé að erfiðleikar séu framundan í Íslensku efnahagslífi þá eru jólin innan seilingar og til marks um það er fyrsta jólaserían kominn í glugga í Grindavík.

Ég hef alltaf verið með síðustu mönnum að hengja upp jólaljós og verið gagnrýninn á jólaseríubráðlæti Íslendinga en nú ætla ég að breyta út af.

Mín ljós fara upp nú í vikunni, ekki endilega sem jólaljós heldur sem ljós vonar og vilja að við vinnum á þeim vandamálum sem að Íslandi steðja núna.

Við þurfum öll að hvetja og styrkja hvert annað, stöndum saman, drífum upp „jólaljósin“ og fyllum hjarta hvers annars gleði og von.

Íslandi allt. Verði ljós!

 
mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erfiður vetur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjanesbrautin

ístakTvöföldun Reykjanesbrautarinnar var vígð í dag þegar síðasti kaflinn í núverandi áfanga var opnaður fyrir umferð hálfum mánuði á undan áætlun. ístak2

Ístak hf. er verktaki  að þessum áfanga, en tók við af fyrri verktaka sem varð gjaldþrota.

Það er mál manna hér á Suðurnesjum að framganga Ístaks við verkið hafi verið með miklum ágætum. Þar voru aðalsmerkið, fljót, fumlaus og vönduð vinnubrögð.

Til hamingju Suðurnesjamenn og til hamingju Ístak.


mbl.is Nýr kafli á Reykjanesbraut tekinn í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki eftir neinu að bíða með IMF. Bíðum samt aðeins, segir Geir.

Jón BaldvinStórmerkilegt viðtal var við Jón Baldvin Hannibalsson fyrv. Utanríkisráðherra  í Silfri Egils í dag.

Mikið lifandis skelfingar ósköp væri nú betra ef Jón Baldvin stæði sem skipherra  í brúnni á þjóðarskútunni í stað þess sem þar stendur núna.

Jón Baldvin er maður sem hefur sýnt að hann þorir að taka erfiðar ákvarðanir og eyðir ekki tíma í einskisnýtar vangaveltur þótt staðan sé þröng og erfið.

Það er annað er hægt er að segja um núverandi skipherra sem ekki þorir að standa gegn vilja og oki fyrrum skipherra og núverandi hafnsögumanni í Svörtuloftum, sem ræður því sem hann vill ráða, illu heilli.

Þessi hafnsögumaður Svörtulofta,  sem valdur var að strandi þjóðarskútunnar, þvælist nú fyrir á strandstað og gerir hvað hann getur að hindra að verðmætum verði bjargað.

Hvað á að gera við svona mann?

Bera til hans fullt traust segir Geir Haarde, hvað annað?


mbl.is Engin niðurstaða enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur voru stóru orðin píp eitt?

ÖssurÖssur Skarphéðinsson gaf heldur betur yfirlýsingar í gær. Hann blés þjóðinni  baráttuanda í brjóst. Hann talaði hug þjóðarinnar til Breta.

Þetta vakti lítinn fögnuð samstarfsflokksins sem dreymir blauta drauma um Breta og vill því fara öðrum höndum um þá en starfandi utanríkisráðherra mælti fyrir.

Nú heyrist ekki múkk, ekkert gerist.

Varstu kveðinn í kútinn Össur? Voru upphrópanir þínar innihalds- og umboðslaust píp?  Var þér gert ljóst að ráðherrastóllinn væri í húfi ef þú lokaðir ekki þverrifunni? Og þú lyppast niður eins og garmur.

Verði þetta niðurstaðan verður  trúverðugleiki þinn ryttin og rýr.


mbl.is Ráðherrar funda um stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum stórastir , ekki spurning

Dorrit_Moussaieff_2Takk fyrir  Dorrit.

Þú hefur sýnt og sannað að það er ekki nauðsynlegt að vera borinn og barnfæddur Íslendingur til að öðlast stórt Íslenskt hjarta.

 Áfram Ísland, stórasta land í heimi.

.

.

.


mbl.is Dorrit bjartsýn á framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum keik

Ég get ekki fallist á að það sé auðmýking fyrir Ísland að tapa kosningunni í Öryggisráðið. Allt tal um annað lýsir einungis því hugarfari sem að baki býr.

Umfjöllun The Times um málið lýsir frekar óskhyggju og smásálarhugsunarhætti en staðreyndum og er blaðinu til lítils sóma.

Eina augljósa auðmýkingin sem við höfum orðið fyrir síðustu daga er pasturslaus viðbrögð Íslenskra stjórnvalda gagnvart framkomu Breta í okkar garð.

Stöndum keik, látum ekki þetta tap, sem er einskisvert smjörklípumál,  slá okkur út af laginu.

 
mbl.is Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pjúh.... við töpuðum... pjúh..

Ísland náði ekki kjöri í Öryggisráðið. Heill forseta vorum og fósturjörð, húrra, húrra, húrra, húrra.

Nú getum við snúið okkur að þarfari málum.

 


mbl.is Ísland náði ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Össur, þú túlkar vilja þjóðarinnar!

Össur S.Greinilegur ágreiningur er á milli stjórnarflokkana hvað varðar afstöðu til komu Breta hingað í desember ef marka má svör Össurar og Geirs að loknum ríkisstjórnarfundi.

Össur Skarphéðinsson starfandi utanríkisráðherra var ekki að skafa utanað því að búið væri að senda NATO skýr skilaboð hvað varðar afstöðu Íslendinga, Bretar væru ekki velkomnir í desember.

„Ég er svo mikill diplómat núna að ég vill helst ekki segja frá því“. Var svar Össurar þegar hann var spurður  hver skilaboðin hefðu verið.

Geir H. Haarde fór undan í flæmingi og sagði málið ekki hafa verið rætt, ekki tímabært að ræða rassbora með fingriþað, enda langt þar til Bretarnir kæmu og margt gæti skeð á þeim tíma.

Greinilegt er að Geir leitar leiða til að stinga nefinu hið fyrsta upp í boruna á Bretunum, svo hann geti andað að sér ferskleikanum.

Það verður spennandi að fylgjast með blaðamannafundinum í dag.

 
mbl.is Vill ekki Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband