Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Nei, andskotinn hafi það, nei og aftur nei!
17.10.2008 | 10:10
Komi Bretar hingað í desember, eins og ekkert hafi í skorist, til að sinna hinni svokölluðu loftrýmisgæslu, þá verður það hneyksli aldarinnar.
Úlfurinn er sendur til að gæta sauðanna og forystusauðirnir fagna og segja meeeeeee, allir í kór.
Þjóð sem kallar okkur hryðjuverkamenn og gerir heiftúðlegar árásir á okkur, sem kosta okkur hundruð milljarða á svo að koma og verja okkur fyrir árásum?
Árásum hverra, Gordon Brown? Þá þurfa þeir ekki að koma hingað, Brown er í London, þeir geta bombað hann þar.
Hvað þarf til að við hættum að kyssa vöndinn? Er þýlyndi ráðamanna okkar í garð NATO á það háu stigi að hún er tekin fram yfir sjálfsvirðingu þjóðarinnar.
Við frábiðjum okkur hernaðarsamvinnu við slíka bandamenn , þá einu sem sýnt hafa okkur fjandskap frá stofnun lýðveldisins. Ef NATO getur ekki boðið annað okkur til varnar en Bretana, þá geta þeir átt sig.
Ekki er að efa að Geir Haarde forsætisráðherra á eftir að koma fyrir þjóðina og segja með skjálfta í munnvikunum að hér sé um tvö óskyld mál að ræða. Fjandinn fjarri mér að svo sé.
Ef við Íslendingar tökum þessu þegjandi þá eigum við það skilið hvernig komið er fyrir okkur.
![]() |
Bretar sjá um varnirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Endurmenntun og reynslulausn
17.10.2008 | 03:36
Var það ekki umræddur Jónas Ingi Ragnarsson líkfundarmaður, sem sat við hliðina á líkinu í bílnum frá Reykjavík austur á Neskaupstað og staðhæfði að honum hefði verið ókunnugt um að sessunautur hans hefði verið í bílnum og hvað þá látinn?
Það verður gaman að heyra hvaða skíringar hann gefur á veru sinni í verksmiðjunni og því sem hann taldi vera framleitt þar.
Jólakortaframleiðsla gæti hljómað trúlega á þessum árstíma.
Svo er það Tindur blessaður sem núna er kominn á tindinn eftir að hafa, í boði ríkisins, stundað af kappi nám í efnafræði við Háskóla Íslands, meðan hann sat inni fyrir fyrri brot.
Báðir þessir herrar voru á reynslulausn í boði ríkisins.
Svo verður þeim í fangelsinu gefin kostur á að stunda eitthvert hagnýtt nám svo þeir geti komið undir sig fótunum á ný, þegar þeim verður sleppt aftur á reynslulausn eftir að hafa setið af sér hluta komandi dóms.
![]() |
Höfuðpaurar á reynslulausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 03:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Betur hefði „saltkjöt legið“
16.10.2008 | 18:07
Spurning hvort ekki hefði verið vitið meira að halda kjafti?
Stundum má saltkjöt liggja.
![]() |
Ingibjörg hannaði lystisnekkjuna 101 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lögreglan stendur sig
16.10.2008 | 16:33
Lögreglan hefur upprætt umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu. Frábært, magnað.
Takk, takk fyrir!
![]() |
Umfangsmikil fíkniefnaframleiðsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fláráðir draumar
16.10.2008 | 16:19
Ég get ekki sagt að ég sé mjög gefinn fyrir að láta í minni pokann eða tapa kosningum. Þó hef ég orðið að sætta mig við það einstaka sinnum gegnum árin.
Það getur verið sárara en tárum taki að tapa. Ég hef brugðist við þannig uppákomum með því að fara ýmist í magnaða fýlu eða reynt að halda reisn og allt þar á milli.
En á morgun fer fram kosning sem ég af öllu hjarta vona að ég og þjóðin öll töpum. Það er kosningin í Öryggisráðið. Þangað eigum við ekkert erindi. Svo ekki sé nefnd sú staðreynd, sem er deginum ljósari, að nú um stundir höfum við öðrum hnöppum að hneppa.
Beinum öllum okkar kröftum að lausn efnahagsmála landsins, ekki mun af veita næstu mánuði og ár.
Geymum gæluverkefnin.
![]() |
Kosið til öryggisráðsins á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er landbúnaðarráðherra með „fulle fem“
16.10.2008 | 15:13
Er það virkilega forgangsmál ríkisstjórnarinnar nú að rústa matvælaframleiðslu á Íslandi?
Mér finnst, í ljósi aðstæðna á Íslandi í dag, að sú hugsun sem að baki frumvarpinu býr jaðri við landráðamennsku. Segi það og skrifa!
![]() |
Telja frumvarp ógna fæðuöryggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enn syrtir í álinn
16.10.2008 | 14:40
......Madonna er skilin! ... Uffhuh...geisp.
Stöðugar neikvæðar fréttir af einskisnýta glamur Hollywood liðinu eru alveg að sliga mig.
Ég vona í ljósi aðstæðna á Íslandi að fólk almennt, taki þetta ekki jafn nærri sér og ég.
Nóg er nú samt.
![]() |
Skilnaður Madonnu staðfestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
En leiðinlegt
16.10.2008 | 11:33
Æ, æ, svo bregðast krosstré sem önnur tré.
![]() |
Ríkisendurskoðun Breta átti fé á íslenskum reikningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hljómar ódýrt.
16.10.2008 | 11:11
Hún hljómar óneytanlega frekar ódýr fréttatilkynning Eimskip að þeir ætli að flagga Íslenska fánanum daglega við skrifstofur sínar til að þjappa þjóðinni saman. Þótt það sé gott mál í sjálfusér.
Á sama tíma sigla skip Eimskips undir hentifánum og eru þaraleiðandi ekki Íslensk sem slík.
Eimskip, flaggið skipunum heim ef þið viljið láta taka ykkur alvarlega.
![]() |
Eimskip flaggar íslenska fánanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af gefnu tilefni.
15.10.2008 | 15:50
Sameinuðu þjóðirnar standa nú fyrir sérstökum handþvottadegi. Talið er, af gefnu tilefni, mikilvægt að kenna fólki að þvo hendur sínar.
Það er mikil þörf á góðum handþvotti þessa dagana.
Milljónir manna um allan heim reyna nú hvað þeir geta að þvo hendur sínar af fjármálasukki því sem tröllriðið hefur heimsbyggðinni, en vita ekki hvernig þeir eigi að fara að því.
Þessi fyrirhyggja SÞ er allra góðra gjalda verð.
![]() |
Fyrsti alþjóðlegi handþvottadagurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |