Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Geir ber ekki ábyrgð, þá er það á hreinu.
29.11.2008 | 16:40
Hvernig er hægt að vera í ríkisstjórnum samfellt í 17 ár og skapa það banka og fjármálaumhverfi sem sett hefur landið á hausinn án þess að bera neina ábyrgð? Hvað þarf til?
Aðeins þeir sem á sannast glæpsamlegt athæfi eru ábyrgðarhæfir að mati Geirs. Mistök eða vanræksla ráðherra og ríkisstjórnar sem kosta miljarða tugi svo ekki sé talað um hundruð milljarða teljast ekki með.
En þjóðin, sem hvergi kom nærri, hún fær reikninginn, hún má þjást, hún er ábyrg, hún er sek, þjóðin verður því að segja af sér svo óábyrg ríkisstjórnin fái vinnufrið.
Þingmenn og ráðherrar virðast ekki kjörnir til að þjóna þjóðinni, heldur eru þeir kjörnir svo þjóðin geti þjónað þeim.
Við kusum og við sitjum því uppi með ríkisstjórn sem við, að því er best verður séð, eigum skilið.
Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Víkurvagnar smíða þjóðarskútuna.
29.11.2008 | 13:59
Skemmtileg hugmynd og gott framtak til að lyfta gráma hverstakleikans á hærra plan. Fyrirtækið nær um leið að vekja athygli á starfsemi sinni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
Smíða þjóðarskútu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
50 ár í sveiflunni
29.11.2008 | 08:14
Menn geta auðvitað haft mismunandi skoðanir á hljómsveit Geirmundar eins og gengur og gerist en vinsældir hennar hafa alla tíð verið slíkir að undrun sætir. Það er engin einföld skýring á þessum vinsældum, það er bara þetta eitthvað sem hreyfir við hjörtum fólks og snertir strengi.
Þeir eru ófáir dansleikirnir, frá 1972, sem undirritaður hefur sótt þar sem Hljómsveit Geirmundar lék fyrir dansi. Hljómsveitin var trygging fyrir fullu húsi, hvort sem það var í félagsheimilinu í Varmahlíð, Húnaveri, Fellsborg eða Bifröst.
Enginn hljómsveit önnur hefur jafn breiðan aðdáendahóp, allir aldurshópar dá Geirmund, unglingar jafnt sem afar og ömmur.
Tónlistarferill Geirmundar spannar nú full 50 ár og honum er hreint ekki lokið. Skagfirska sveiflan lifir.
Geirmundur með þjóðinni í 50 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jólabónusinn í ár
29.11.2008 | 07:05
Þessir rausnarlegu bónusar blikna hjá jólabónusnum sem útrásarvíkingarnir hafa af gæsku sinni sent Íslensku þjóðinni fyrir að hafa fengið að höndla með fjöregg og eigur þjóðarinnar, að vild, undanfarin ár.
Sjálfstæðisflokkurinn sem lánaði fjöreggið á sínum tíma sér að sjálfsögðu um að útdeila bónusunum til þjóðarinnar af réttlæti og sanngirni.
Vart líður sá dagur að ekki berist nýir bónusar inn um bréfalúgurnar.
Formerkin á upphæðunum eru að vísu önnur í Íslenskum veruleika en í fréttinni, en hver ergir sig yfir slíkum smámunum í miðri sláturtíðinni.
Það er ekki laust við að tár sjáist á hvörmum þessa dagana.
.
Ríflegir bónusar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vúdú bjargráð
28.11.2008 | 20:31
Væri það ekki ráð fyrir þreytta, vonsvikna og reiða Íslendinga að útbúnar væru Vúdú dúkkur af þeim sem taldir eru bera höfuðsök á hremmingum landsins og láta þær finna fyrir því.
Mörgum liði til muna betur að geta snúið prjóninum og rótað honum á hverju kvöldi í sinum uppáhaldssökudólgi.
Ég er ekki frá því að einhverjir fyndu fyrir eymslum og vanlíðan vitandi af þúsundum dúkka af sér alsettum prjónum.
.
Bannað að stinga Vúdú-Sarkozy | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimdallur afneitar Davíð
28.11.2008 | 17:56
Þeirri skoðun vex ört fiskur um hrygg innan Sjálfstæðisflokksins að Seðlabanastjórnin og þá sér í lagi Davíð Oddson sé til óþurftar og þurfi að víkja.
Ekki nóg með það, Sjálfstæðismenn eru farnir að tjá sig um þessa skoðun opinberlega sem einhvertíma hefðu þótt tíðindi þegar heilagur Davíð á í hlut. Nú hefur Heimdallur stigið á vagninn.
Geir segir Sjálfstæðisflokkinn lýðræðisflokk og þar ríkti málfrelsi. Öllum sé þar frjálst að tjá sig. En hann ætlar bara ekki að leggja við hlustir. Davíð skal sitja hvað sem það kostar.
Ef Geir fer ekki að hlusta á þjóðina og sér í lagi sína eigin flokksmenn þá má undarlegt teljast ef ekki kemur mótframboð til formanns á flokksþinginu í endaðan janúar. Fylgispekt Geirs við Davíð kann að kosta þá báða sín embætti.
Ég veit. Segir Davíð.
Hvað er það sem Davíð veit, sem hræðir Geir?
Gagnrýni of harkaleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margnota umbúðir
28.11.2008 | 00:55
Þær eru víða matarholurnar. Útfararstjórunum hefur hreinlega blöskrað sóunin og gripið til sinna ráða.
Líkkistusvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samvisku jó(n)jó(n).
26.11.2008 | 08:41
48. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins hljóðar svo:
Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.
Var ekki Kristinn að gera akkúrat þetta þegar hann greiddi atkvæði? Það virðist fara illa við samvisku Jóns Magnússonar að menn láti samvisku sína ráða, eins og stjórnarskráin mælir til um.
Hefur ekki Jón gagnrýnt fyrrverandi flokksbræður sína harðlega fyrir að láta flokkshag ganga fyrir öðru? En segir núna að það sé grafalvarlegt ef flokkur eins og Frjálslyndir gangi ekki í takt.
Samviska Jóns virðist nokkuð á flökti.
Afstaða Kristins tekin fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ólýsanlegur viðbjóður.
25.11.2008 | 19:42
Þetta er ólýsanlegur hryllingur og það er erfitt að meðtaka að þetta hafi gerst í raun og veru en sé ekki handrit að lélegri hryllingsmynd.
Það eru svona mál sem fá mann til að leiða hugann að því hvort dauðarefsing sé ekki réttmæt í einstaka tilfellum. Margfaldur lífstíðardómur tryggir samt að hann mun aldrei aftur fá tækifæri til að endurtaka þennan viðbjóð.
En það setur að manni hroll að hugsa til þess hvaða refsingu Íslenskir dómstólar hefðu líklega talið hæfa þessum manni, í ljósi þeirra dóma sem gengið hafa í nauðgunarmálum.
Nauðgaði dætrum sínum um árabil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Jafnrétti í þingsölum?
25.11.2008 | 18:17
Össur var harðlega gagnrýndur af Eygló Harðardóttur, nýjum þingmanni Framsóknarflokksins fyrir að skapa væntingar og reyna að tala upp ástandið og stappa stálinu í fólk. Össur átti létt með að skjóta þann málflutning í kaf.
Það sem vakti hinsvegar mesta athygli mína var klæðnaður háttvirtrar þingkonu. Greinilegt er að ekki ríkir jafnrétti í klæðaburði kynjanna á þingi. En kannski telst það ekki skortur á jafnrétti þegar hallar á karla. Jákvæð mismunun er það víst kallað og þykir fínt.
Körlum er gert að vera í jakkafötum og með bindi reyrt upp í háls í þingsölum. Það yrði uppistand ef einhver karlinn mætti í sali þingsins í flíspeysu og illa til hafður eins og þessi háttvirta þingkona Framsóknarflokksins.
Í draumi sérhvers manns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)