Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

„Fritzlingur“

 

Ég finn engin lýsingarorð nógu kröftug til að lýsa þeim sora og viðbjóði sem tengt er nafninu Josef Fritzl.  En ég tel að rétt eins og Vidkun Quisling gaf heimsbyggðinni nafn sitt til nota um svikara hafi Fritzl yfirfært nafn sitt sem samheiti á þessum sora mannkyns. Þeir verði kallaðir Fritzlingar.


mbl.is Börnin tjá sig á „óeðlilegan" hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guggan verður áfram gul .........

 

Fréttir berast um að sameiningarviðræður séu hafnar milli Kaupþings og SPRON. Eða þannig var það orðað. En málið snýst einfaldlega um að „réttir aðilar“ telji sig fá nægjanlegar fjárhæðir fyrir ákvörðun á breyttu eignarfyrirkomulagi.  

Í sjónvarpsfréttum var viðtal við Hreiðar Má forstjóra Kaupþings. Þar fór hann fögrum orðum um ímynd sparisjóðsins og þau verðmæti sem fælist í nafni hans og því góða fólki sem þar ynni. Og gaf það svona í skin að SPRON yrði rekin áfram í óbreyttri mynd ef til sameiningar kæmi. Þetta hefur sennilega átt að sefa ótta starfsmanna og þeirra sem ekki vilja missa SPRON úr fjármála flórunni.

Þvílík slepja.

En hefur einmitt þetta ekki verið sagt áður og yfirleitt alltaf við yfirtökur fyrirtækja á öðrum fyrirtækjum? Hver man t.d.  ekki eftir þessum frasa: „Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði.“ Ekki stóð það lengi frekar en aðrar fretyfirlýsingar af sama meiði.

Var ekki verið að hrópa það á torgum nýverið að staða bankana væri slæm og það þyrfti að koma þeim til bjargar. Og sumir horfðu vonaraugum til almennings í því sambandi.

Hagnaður Kaupþings var „aðeins“  18,7 milljarðar fyrstu 3 mánuði 2008! Er þetta banki í krísu? Hvert fer þessi hagnaður og hvert fór ofurhagnaður fyrri ára?  

Þetta gerir rúm 62.000,00 kr.  á hvert mannsbarn á Íslandi. Eða rúmlega helming af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum margra Íslendinga.  Ætli það sé þetta fólk sem vonast er til að hlaupi undir bagga með bankanum á þessum erfiðu tímum?

Það væri virkilega slæmt ef stóru bankarnir hremma sparisjóðina. Ég hef alltaf litið á þá sem vin litla mannsins.


mbl.is SPRON og Kaupþing saman?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saklaus!

 Blökkumanninum  James Woodward var í gær sleppt úr fangelsi í Dallas eftir 27 ára innilokun. Í ljós kom við DNA rannsókn að hann var saklaus af því að hafa nauðgað og myrt kærustu sína eins og hann var dæmdur fyrir. 

Þetta er því miður ekki einangrað dæmi. Réttarkerfið í BNA er meingallað og ljóst að þar búa hvítir og litaðir fráleitt  við sama réttarfar og mannréttindi.

Það var lán að hann var ekki settur í stólinn og „réttlætinu fullnægt“ þannig, að góðum og gildum Amerískum sið.

Hvað skyldu margir saklausir hafa stiknað í stólnum? Það er örugglega óhugarlega há tala.

  


mbl.is Sat saklaus í fangelsi í 27 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáviti á ferð

Mikil hjólhýsa nýbylgja hefur riðið yfir þjóðina, ásamt öðru fjárfestingafári á síðustu misserum, þegar menn hafa í öllu góðærinu ekki vitað hvað ætti að gera við alla peningana, sem hægt var að taka að láni. Ekki hafa þessi hýsi verið í anda ömmu og afa, nei hér hefur ekki dugað neitt minna en heilu blokkirnar aftan í bíla landsmanna.

Það er eins og íslendingar eigi sér enga fortíð í hjólhýsum. Menn voru búnir að gefast upp á hjólhýsum, af fenginni reynslu. Þeim fáu, sem lifðu af íslenskar aðstæður,  hafði flestum verið plantað sem sumarbústöðum út um tún og grundir.

En nú eru öll fyrri vandamál gleymd, enda hjólhýsin víst orðin sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður, samkvæmt auglýsingum. En það hefur greinilega ekki tekist að sérhanna þau fyrir íslenska rokið nú, frekar en áður. Þau fuku aftan úr bílunum fyrrum og gera það enn. Enda vindálagsflöturinn gríðarlega stór miðað við þyngd.

Hjólhýsi yfirgaf festingu sína við bifreið á Kjalarnesi í dag og tók sér ferð með vindinum út í móa þar sem það skipti sér í smæstu einingar. Þar liggur það dreift til vitnis um heimsku eiganda síns. Ég segi heimsku því ekkert er annað hægt að segja um menn með hjólhýsi, sem leggja á vegi, þar sem í útvarpi hefur verið varað við vindi allt að 40 m/sek,  svo ekki sé talað um vegaskilti sem blikka rauðu.

Það hefur greinilega líka mistekist að sérhanna hjólhýsin fyrir íslenska vanvita.

Það eru svona fávitar sem eiga stóran þátt í háum tryggingaiðgjöldum.


mbl.is Hjólhýsi splundraðist á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður gasað á Akranesi?

Nú standa kennarar á Akranesi fyrir mótmælum. Vilja sömu  kjör og kennarar í Reykjavík, en hafa fengið neitun. Þessi mótmæli munu hafa áhrif á fjölda fólks, eðli mótmæla samkvæmt. Nú má víst ekki styggja, eða stugga við einum eða neinum án þess að allt verði vitlaust.

Má í ljósi frammúrskarandi árangurs óeirðalögreglunnar og GAS GAS GAS garpa hennar nýverið, vænta þess að þessi ljómi löggunnar verði sendur upp á Akranes til að koma þar á lög og reglu á ný?


mbl.is Vandræðaástand í skólum á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er orðlaus

  
mbl.is Lokaði dóttur sína inni í 24 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofur-guffi eða liðleskja?

Þorsteinn Pálsson, sem hefur fram að þessu, verið talinn litlausasti formaður Sjálfstæðisflokksins og alger úrræðaleysingi, sem forsætisráðherra, virðist hafa fengið harða samkeppni sem slíkur. Núverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde hefur fram að þessu, á sínum ferli,  verið afspyrnuslappur flokksleiðtogi og linur forsætisráðherra. Það er eins og stefna hans sé að sólin komi upp á morgnana og setjist á kvöldin og þess á milli sé best að aðhafast sem minnst.

Þess verður vart lengi að bíða að þingmenn Sjálfstæðisflokksins, jafnt sem almennir flokksmenn, átti sig á því til fullnustu að sú heljarkló sem Davíð hélt þeim í er horfin og þeir geti því farið að gera það sem hugur þeirra stefnir til. Rétt eins og gerðist með Þorstein ræfilinn.

En nú er hann Geir vinur okkar á Englandi og ræðir við þarlenda. Hann hitti m.a. Gordon Brown  forsætisráðherra  og átti með honum fund, sem stóð í  heilar 30 mínútur.

Á þessum fundi töluðu þeir Brown, að sögn Geirs,  ýtarlega um varnarmál, m.a. hugmyndir Breta að koma inn í varnir Íslands. Sömuleiðis var farið ýtarlega yfir alheims efnahagsmál. Auk þess fóru þeir yfir málefni Afganistan, öryggismál, orkumál, íslenskan og breskan fjálmálamarkað, hvalveiðar, Hatton Rockall svæðið og þeir röbbuðu  auk þessa um margt, margt fleira.  

Á 30 mínútum, takk fyrir.

Ef til vill leynist einhver hulinn kraftur í Geir. Hann hefði þó betur notað þetta 30 mínúta orkuskot til að leysa efnahagsvandann hér heima. Kannski Brown hafi boðið upp á einhverjar Ofur-Guffa hnetur með teinu. Vonandi hefur Geir þá stungið tveimur eða þremur í vasann til nota síðar.

Geir færði Gordon að gjöf bókina Grafarþögn. Í því er fólgin nokkur kaldhæðni því nafn bókarinnar gæti verið tákngerfingur um stefnu og aðgerðir forsætisráðherranns  og ríkisstjórnirnar  í efnahagsmálum.


mbl.is Geir: Góður og árangursríkur fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar

 

Óska bloggvinum mínum, fjölskyldu, ættingjum, og reyndar landsmönnum öllum

gleðilegs sumars

   

 

Moggagúlagið

Ég vil trúa því að á Íslandi ríki skoðana og ritfrelsi. En lög takmarka eðlilega hvað hægt er að ganga langt í órökstuddum persónulegum ásökunum án eftirkasta. En mönnum er samt tryggður réttur að tjá sig. Ef ágreiningur kemur upp hvort brotin hafi verið lög, þá er það dómstólana að skera úr um það. Og þá taka menn afleiðingum þess, ef of langt var gengið.

Mbl.is tekur skýrt fram að þeir fyrri sig ábyrgð á skrifum á mbl.is, ábyrgðin sé alfarið bloggarans. Réttilega, en samt rjúfa þeir eigin yfirlýsingu og taka sér vald dómstóla og dæma bloggarann Skúla Skúlason sekan og eyddu öllu bloggi hans. Þetta gerðu þeir í skjóli lögfræðiálits, sem verður aldrei annað en álit uns dómstólar hafa úrskurðað um einmitt það.

Annað hvort er skoðana- og tjáningarfrelsi eða ekki. Það er enginn millivegur.  Það er ekkert til sem heitir 3/4 eða 1/2 skoðanafrelsi. Til eru dæmi þess að lönd í Evrópu hafi gripið til þess að banna ýmis stjórnmálasamtök sem þykja ekki falla inn í stjórnmálaflóru viðkomandi landa. Þar ríkir ekki skoðanafrelsi. Samt kenna þessi sömu lönd sig við lýðræði. 

Hvað þarf að banna margar skoðanir til að það teljist skerðing á rit- og skoðanafrelsi? Eina? Tvær? Eða fleiri? Kannski allar nema eina? Í einflokka Sovét ríkti t.d. svo mikið „lýðræði“ að Stalín náði að fá 103% greiddra atkvæða í kosningu. Fullkomnara verður það vart.

Ég játa það fúslega að það eru til skoðanir sem ég vildi út í hafsauga, en þar sem ég er einlægur lýðræðissinni þá gengst ég undir það að allir hafi rétt á sinni skoðun hversu ógeðfelld hún kann að þykja mér. Á bloggi Skúla var margt sem ég var ósammála, það er minn réttur. Það er hinsvegar réttur Skúla að hafa skoðun sem samrýmist ekki minni.

Mér dettur í hug af þessari umræðu saga sem sögð var um Ford bílasmið. Eins og kunnugt er voru allir Ford T mótel, sem framleiddir voru óbreyttir frá 1908 til 1927,  svartir.  Ford var einhverju sinni spurður hvort ekki væri hægt að fá annan lit.

"Jú, jú", svaraði Ford "þú getur fengið hvaða lit sem er, svo framalega að hann sé svartur".

Þetta minnir á að menn megi hafa hvaða skoðun sem er svo fremi að hún sé rétt.

 


mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dabbi kóngur.

Þetta var frábær hugmynd, að fá Árna Sigfússon til að leika sjálfan sig.

Nú þarf bara að útfæra þessa hugmynd á Davíð Oddson. Setja upp stykki um Dabba kóng og fá Davíð til að leika sjálfan sig.

Og á meðan hann er upptekinn við leiklistina má lauma staðgengli í Seðlabankann. Einhvern sem veit t.d. hvað töldust vera margir aurar í einni krónu.


mbl.is Árni Sigfússon leikur sjálfan sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.