Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Hættum að berjast og förum í stríð!

Ef þið hættið ekki að herja á okkur munum við hætta að berjast og fara í stríð!

Er það ekki þetta sem klerkurinn er að segja?


mbl.is Sadr gefur lokaviðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ullabjak

Oj bara. Að öllu leyti okkar lélegasta framlag frá upphafi.

  


mbl.is Tugir þúsunda skoða Eurovisionmyndband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrefnukjöt er besti matur

Hrefnuveiðimenn búa sig undir veiðar í sumar.  Vonandi munu  veiðarnar ganga  vel. Ekki hefur verið gefin út kvóti í ár, en í fyrra voru veidd 45 dýr. Hrefnukjöt er úrvalsmatur, hollt og gott.

Og ekki hvað síst er neysla á hvalkjöti umhverfisvænni en neysla annars kjötmetis. Það kostar aðeins losun á 1,9 kg af koltvísýringi fyrir hvert kg af hvalkjöti á móti 15,8 kg á hvert kg af nautakjöti, svo dæmi sé tekið.

Þannig að öfgaumhverfisverndarsinnar, samkvæmir sjálfum sér, munu væntanlega éta Hrefnukjöt í hvert mál.

Verði ykkur að góðu!


mbl.is Hrefnuveiðimenn undirbúa veiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúklegt samfélag

Mér varð óglatt þegar ég las þessa frétt. Er þetta það sem við munum búa við þegar áhangendum þessa siðleysis hefur fjölgað nægjanlega á Íslandi?


mbl.is Átta ára stúlku veittur lögskilnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúkt ógeð

Jæja, svo Rocky hefur verið valin besta íþróttamyndin!  Og þriðja besta myndin var önnur hnefaleikakvikmynd. Er ekki allt í lægi?

Ég er þeirrar skoðunar að hnefaleikar séu eitthvert ógeðslegasta form mannlegra samskipta og eigi ekkert skylt við íþróttir.

Það er í hæsta máta undarlegt að telja það íþrótt þar sem markmiðið er að skaða andstæðinginn sem mest á sem skemmstum tíma og slá hann kaldann. Þeir eru ófáir sem hlotið hafa alvarlega heilaskaða og jafnvel dauða af þessari „íþrótt“.

Ef tveir strákar slægust í húsasundi vegna stelpu væri það talið sjúkt,  en ef þeir sömu slægust í hringnum fyrir einhvern titil eða pening er það sagt íþrótt. Og svo horfa menn á þetta með slefuna í munnvikunum.

 Það er sjúkt.


mbl.is Rocky besta íþróttamyndin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá neðanbeltis grín

Ungur maður lenti í þeirri óþægilegu aðstöðu að hætta að ná honum upp svo hann fer til læknis.Læknirinn segir honum að vöðvarnir sem stjórni blóðflæðinu niður í liminn séu ónýtir og það sé ekkert sem hægt sé að gera, nema að hann sé tilbúinn að prófa tilraunaaðgerð.

Hann spyr hvernig aðgerð það sé og læknirinn útskýrir það fyrir honum: “Við tökum vöðva úr rana fílsunga og græðum þá í stað ónýtu vöðvanna og vonum það besta.”Honum finnst þetta allt hljóma hálf óhugnanlega, en tilhugsunin við að geta aldrei stundað kynlíf framar verður óttanum yfirsterkari.

Sex vikum síðar er komið að því að prófa græjuna og býður hann kærustunni af því tilefni út að borða.Á veitingastaðnum finnur hann allt í einu ótrúlega pressu á félaganum, hann er að fá standpínu dauðans.Hann ákveður að renna aðeins niður klaufinni til að losa um hann.


Um leið og hann opnar fyrir klaufina, sprettur félaginn út, grípur Kínarúllu af borðinu og hverfur aftur ofan í buxurnar.Kærastan hans gapir orðlaus yfir þessu í nokkrar sekúndur og segir síðan: “Vá, geturðu gert þetta aftur?”

Já örugglega,” segir gaurinn eldrauður í framan, “en ég er ekki viss um að það komist önnur Kínarúlla upp í rassinn á mér.”


Algerlega fréttlaus ekki-frétt

Mér finnst Mbl.is óðum fara halloka gagnvart Vísi.is sem net og blogg miðill. Sumar fréttir virðast skila sér seint og illa inn á Mbl.is. Og renna svo sitt skeið á enda á örskömmum tíma.

Svo eru aðrar fréttir sem er haldið inni í langan tíma þrátt fyrir ótrúlega lítið fréttagildi og nánast ekkert innihald.

Það er ótrúlegt að sú frétt sem hér er vitnað í skuli yfir höfuð hafa komist á þrykk og hvað þá á Íslandi og sem úrval helstu frétta úr heimspressunni á Mbl.is, en umræddur atburður gerðist í krummaskuði í BNA.

Er heimsmynd ritstjóra Mbl.is  svo brengluð eða þokukennd að þetta sé í þeirra augum heimsviðburður og þungaviktarfrétt?


mbl.is Lögreglan rakti slóð sælgætisþjófanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes Hólmsteinn fellur á forskólaprófi

Hannes Hólmsteinn var bljúgur í Kastljósi fyrir nokkrum dögum. Sýndi iðrun og komst í gegnum heilt viðtal án þess að svívirða eða niðurlægja nokkurn mann.  Ég átti samtal við kunningja minn stuttu eftir þessi umskipti Hannesar. Kunningi minn sagði þetta minna á söguna um „Umskiptinginn 18 barna föður úr álfheimum“. Sá sætti flengingu uns hann sá að sér og iðraðist. Sá gat bætt fyrir brot sitt ólíkt Hannesi.

Við kunningjarnir vorum sammála um að Hannes myndi rífa sig úr þessu nýja hugarástandi sínu og ná vopnum sínum á ný, annað væri óhjákvæmilegt. Það væri ekki í eðli dýrsins að sitja lengi á grein og látast vera söngfugl. Ég taldi að Hannes héldi út í tvo til þrjá mánuði en kunningi minn sagði að hann yrði sprunginn eftir hálfan mánuð. Hann vildi  leggja koníaksflösku undir en það vildi ég ekki þar sem ég var ekki alveg sannfærður  um mína fullyrðingu. Sem betur fer,  því ég hefði tapað, Hannes er kominn á skrið á ný.

Hann var í síðdegis útvarpinu á rás2  í dag, sjálfum sér líkur. Þar óð á mínum manni og honum var mikið niðri fyrir.  Umfjöllunaratriðið var  Al Gore og umhverfisbarátta hans og sú  hætta sem stafaði af hlýnun jarðar. Auðvitað rann Hannesi blóðið til skyldunnar og tók  málstað skoðanabróður síns Bush.  Því Hannesi finnst slæmur málstaður betri en enginn.

Í málflutningi sínum staðhæfði Hannes að ekkert benti til hækkunar á yfirborði sjávar samkvæmt hlýnunarkenningunni. Yfirborð sjávar væri ekki alstaðar það sama, það væri aðhækka sumstaðar en lækka annarstaðar“  vegna lögunar Jarðar. Gott dæmi um þetta væri „Panamaskurðurinn, þar væri hafið í mismunandi hæð“.

Halló, halló, halló er þetta prófessor við Háskóla Íslands, sem segir svona?

Eru virkilega ekki gerðar þær kröfur til prófessora við Háskólans að þeir hafi snefil af þekkingu  umfram forskólabörn?

En hvað sem því líður þá er „Hannes“  aftur orðin Hannes.


mbl.is Öfgarnar aukast segir Al Gore
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón eða séra Davíð?

Það getur tekið mánuði að breyta lögum, nefndir eru að störfum sem eru að fjalla um þessi mál, það þarf að vanda til verka. Þetta eru skilaboð Árna Matt til vörubílstjóra.

Ekki var þetta ferillinn þegar keyrð voru í gegnum þingið á nokkrum dögum forðum, mjög umdeilt eftirlaunafrumvarp ráðherra með enn umdeildara sérákvæði þess efnis að tekjur fyrrum forsætisráðherra fyrir ritstörf  yrðu undanþegin við mat á eftirlaunum.

Þá var málið líka óvenju brýnt, en nú gegnir öðru máli, sem allir hljóta að sjá.

  


mbl.is Árni: Gerist ekkert á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarólympíuleikarnir í Kína 2008

Nokkuð hefur þess gætt undanfarið, að þess væri krafist af ýmsum aðilum, innlendum sem erlendum, að stjórnvöld viðkomandi landa hættu við þátttöku í Ólympíuleikunum í sumar til að mótmæla framkomu Kínverja við Tíbeta og öðrum mannréttindabrotum þeirra. Af nægu er víst að taka á þeim bænum.

Nú er það svo að íþróttir eru í eðli sínu ópólitískar, en misvitrir stjórnmálamenn allra landa hafa ekki á sér getað setið að nýta leikana í pólitískum tilgangi með misjöfnum árangri með því að aflýsa þátttöku. T.d. 1980 og 1984.

Fullyrt hefur verið að Kínverjar muni nota leikana í botn í pólitískum tilgangi. Fyrir utan beinan áróður muni þeir beita ýmsum brögðum m.a. seinkunum á útsendingum til að geta stöðva  útsendingu ef eitthvað kemur upp sem kemur þeim illa. Þessu er ég algerlega sammála.  

Hvað er þá til ráða? Eiga stjórnvöld allra landa að taka af skarið og aflýsa þátttöku? Eiga þjóðhöfðingjar eða opinberir fulltrúar að hundsa setningarathöfnina í mótmælaskyni?  Nei það væri verulega misráðið.

Ef við viljum og ætlum að nýta leikana í pólitískum tilgangi þá náum við einungis hámarks árangri með fullri þátttöku. Með það að markmiði að fella Kínverja með eigin meðulum. 

Ef opinberir aðilar á setningarathöfninni  settu t.d. upp áberandi armband þar sem nafn Tíbets kæmi fram hefðu Kínverjar lítinn eða engan áhuga á að auglýsa þátttöku viðkomandi með myndum frá þeirri stúku.

Kínverjum til skammar.

Ef verðlaunahafar gerðu þetta sama hefðu Kínverjar lítinn áhuga að sýna frá verlaunaafhendingum.

Kínverjum til skammar.

Ef keppendur almennt gerðu slíkt væru Kínakarlarnir í krísu.

Þeim til skammar.

Svo mætti lengi telja.

Geri Kínverjar sig seka um seinkun eða rof útsendingar í pólitískum tilgangi, sem þeir hafa ítrekað hrasað í undanfarið, mun umfjöllun um atburðinn breytast úr íþróttafrétt í hápólitíska frétt um Kína og stjórnarhætti þar.

Látum Kínverja sjálfa auglýsa sína mannúðarleysisstefnu. Fellum þá á eigin bragði. Þannig munu Kínverjar sjálfir sjá um að gera veg þessara leika sem minnstan fyrir þá en mestan fyrir þá sem una frelsi allra manna. 

Tökum þátt í Ólympíuleikunum í sumar með því hugarfari að láta leikana vinna að mannúð og hagsbótum fyrir mannkyn allt. Látum Kínverjana sjálfa, manna og fjármagna mótmælin.

    

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband