Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Hjálp! Hjálp!

Ég rakst á þessa hjálparbeiðni og kem henni áfram.

Slóðin er hér.

 


Nelson, til hamingju með daginn.

 

Nelson MandelaNelson Mandela verður níræður á morgun 18. júlí. Hann er einn merkasti maður núlifandi.

 Gandhi 1931Hann ásamt Mahatma Gandhi sýndu svo ekki var um villst að það er hægt að berjast fyrir sínum málstað án ofbeldis, án blóðsúthellinga, með æruverðugum hætti og hafa sigur.

Þeir tveir ásamtteresa móður Teresu og Martin Luther KingMartin Luther King eru  að mínu mati 4 merkustu einstaklingar sem uppi voru á síðustu öld. Þau bera höfuð og herðar yfir alla aðra að mörgum ólöstuðum.

Tveir þessara einstaklinga sem hvað harðast börðust gegn ofbeldi máttu sæta ofbeldi og féllu fyrir morðingjahendi.

Megi minning þeirra allra lifa til að minna á það góða, sem þrátt fyrir allt, býr í okkur flestum.

 

 

Dýr myndi Hafliði allur.

Subway báturEkki veit ég nákvæmlega hvað Subway bátarnir eru langir, ég giska á 20 cm. Þannig að hafi aumingja maðurinn bitið nokkra bita af bátnum áður en hann tók eftir 18 cm. hnífsblaðinu hefur það staðið allnokkuð út úr bitfríaendanum!   Ekki hlaut maðurinn neina líkamlega áverka af hnífsblaðinu.

subway óttiÞannig að hann metur andlegt áfall sitt á milljón dollara. Dýr myndi Hafliði allur.

Er ekki betra að koma með sennilegri sögu þegar menn ætla að svíkja eða kúga út fé?


mbl.is Segist hafa fundið hnífsblað í Subway
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja konan

Það væri nær fyrir þessa blaðamenn að fjalla um það fólk sem þarf að gista götuna árið um kring og hefur litla eða enga möguleika á að það breytist í þessu lífi, í stað þess að gera einhverja píslarvætti úr fólki, sem ekki veit aura sinna tal, fyrir það eitt að það hafi átt slæman dag. En það er víst ekki söluvara.

 


mbl.is Meryl Streep svaf undir tré í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan getur ógilt dómsúrskurði!

unSameinuðu þjóðirnar halda áfram að krukka í mannréttindamál á Íslandi. Það er greinilega ekki allt jafn slétt og fellt í þeim málaflokki og við höfum talið okkur trú um.

axlarmerkiskannadEkki hefði mér dottið það í hug að lögreglan hefði vald til að ógilda dómsúrskurð. En hér höfum við það. Skyldi þetta vera eina tilfellið í þessa átt eða er þessi heimild lögreglunar víðtækari?

 


mbl.is Einkennilegt að heimila afnám nálgunarbanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helstefna Sjálfstæðisflokksins

 Ástæða óhappsins í Færeyjum kemur hreint ekki á óvart. Stofnun sem býr við langvarandi svelti í fjárveitingum hlýtur fyrr eða síðar að enda í svona uppákomu. Sem betur fer varð ekki manntjón í þessu óhappi en það er ekki þeim að þakka sem ábyrgð bera á ástandinu. Erlendis væru þegar komnar fréttir af afsögnum yfirmanna og toppa allt upp í Ráðherra. 

Hér á landi gerist sem betur fer ekkert slíkt. Hér axla menn ábyrgð með því að starfa áfram, því nú hafa þeir, lært af þessu og telja sig mun hæfari stjórnendur eftir en áður.

Þetta er afrakstur helstefnu Sjálfstæðisflokksins í fjárveitingum til ríkisstofnana. Markmiðið er að helsvelta stofnanir þangað til að þær geta ekki sinnt sínu hlutverki og þá verður laumað inn einkaframtakinu sem kemur eins og frelsandi engill og kippir öllu í liðinn og þá verður ekki legið á peningum þess opinbera.

LandhelgisgæslanÞetta var fyrsti bresturinn hjá Landhelgisgæslunni, sem þarf að taka skipin úr gæslu á miðunum og sigla til Færeyja til olíukaupa, því þannig má spara nokkrar krónur í rekstrinum. Ríkið verður af tekjum af olíunni og skipin eru ekki að sinna hlutverki sínu á meðan.

200px Landspitali logoLandspítalinn er að fara á hausinn. Skuldar birgjum milljarð sem hlaða á sig dráttarvöxtum og öðrum kostnaði. Ef hér væri um eitthvert annað fyrirtæki að ræða væru birgjar löngu búnir að loka fyrir viðskipti.

Sjálfstæðismenn hafa gumað að því að þeir séu hugmyndafræðilega allramanna bestir í fyrirtækjastjórn. Ríkissjóður standi vel og sé vel stjórnað. Er þetta sýnikennsla í þeim fræðum?

Svo tala þessir menn um að stofna her og bráðnauðsynlegt sé að Íslendingar sinni hernaðarverkefnum erlendis á vegum NATO. Þá virðist ekki skorta fé.  

rafbyssa 3Lögreglan, þarf að tala um hana. Þar hallar undan fæti jafnt og þétt. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru að taka til sinna ráða og fjármagna eigin löggæslu. Helstefnan hefur unnið verk sitt vel.Svo er talað um að leysa vandann með rafbyssum, sem yrðu undanfari '45 magnum. Dirty Harry mættur!

Áframhald á þessari braut mun valda frekari slysum, það er ekki spurning hvort, heldur hvenær og þá hve miklu manntjóni.

Að standa svona að verki óviljandi er í bestafalli heimskan ein en að gera það með fullri vitund og vilja er glæpsamlegt. Ég skrifa það aftur GLÆPSAMLEGT. Menn hafa verið tukthúsaðir fyrir minna.

Ekki á ég nú von á að Sjálfstæðisflokkurinn hysji upp um sig í þessu máli, það myndi skaða hugmyndafræðina. Mest er ég hissa á Samfylkingunni að bakka þessa glórulausu vitleysu  upp. Fólk þar á bæ þarf að taka sig saman í andlitinu og stoppa þessa helstefnu. Með stjórnarslitum ef ekki vill betur.  


mbl.is Öryggiskröfum ekki fylgt vegna fjárskorts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er bara svona

Bush ætlar greinilega að hjóla í Írana. Fáum við íslendingar, vinir hans og bandamenn, að vera með? Hvað segir general B.B.? Þetta stoppar kannski í það minnsta friðarferlið.

bush der feurher


mbl.is Bush gefur gult ljós á árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einu sinni..........

Enn einn ganginn er friður í sjónmáli fyrir botni Miðjarðarhafsins eða er það svo í raun?

„Við höfum aldrei áður verið jafn nálægt þeim möguleika að ná friðarsamkomulagi og í dag,“ segir Olmert forsætisráðherra Ísraels. Þetta hefur verið sagt áður, oft en aldrei í fullri einlægni, því raunverulegur vilji til friðar hefur aldrei verið til staðar.

Lítum til baka. Hvernig hafa öll fyrri friðarferli endað. Jú Ísraelar hafa tromp upp í erminni. Þegar friðarumræður eru á lokasprettinum og nánast undirskriftin ein eftir þá tilkynna Ísraelar ákvörðun sína um nýjar landnemabyggðir Gyðinga inná landsvæðum Palestínu, eða eitthvað álíka viðkvæmt, allt verður vitlaust,  einhver missir sig og kastar sprengju.

Búmm, friðarferlið búið. Málinu reddað.

Ísraelar óttast frið við Palestínu  því þeir telja að þá muni BNA draga úr gengdarlausum fjár og vopnasendingum, það muni veikja þá gagnvart „raunverulegum óvinum“ sem eru arabalöndin allt umhverfis Ísrael.

Friður?En vonandi er einlægnin til staðar núna, .... vonandi.


mbl.is Skrefi nær friðarsamkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minning um merkan mann.

Bautasteinn var afhjúpaður við Sólbakka á Flateyri í dag til minningar um Einar Odd Kristjánsson Alþingismann. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands standa að þessu framtaki. Hafi þau þökk fyrir.

Einar OddurEinar Oddur var, að öðrum ólöstuðum, frumkvöðull að gerð þjóðarsáttarsamningana svokölluðu, sem voru gerbreytt hugsun í samningagerð og rufu þá víxlverkan launahækkana og verðhækkana sem viðhaldið höfðu óðaverðbólgu, sem tröllreið efnahagslífi þjóðarinnar. Allir töpuðu á því fyrirkomulagi.

Einar var af mölinni kominn og skildi til fulls, einn fárra flokksbræðra sinna,  þarfir og væntingar þeirra sem hvað kröppust höfðu kjörin. Einar var einn af fáum pólitísku andstæðingum mínum sem ég tók ofan fyrir og geri enn.

Megi  minning hans lifa með íslensku þjóðinni um ókomna tíð.

Hans er saknað.


mbl.is Bautasteinn í minningu Einars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gettó í boði Íslendinga?

Ísraelar hafa frá upphafi haft að engu hverja eina og einustu ályktun Sameinuðu þjóðanna sem beinst hafa gegn þeim og hegðun þeirra gegn Palestínu. Þessi mun engu breyta þar um.

Gaza og Vesturbakkinn

Hvað múrinn varðar hefur hann haft einkennilega áráttu í mótun sinni. Hafi t.d. brunnur verið í seilingarfjarlægð inn á Palestínsku landi hefur múrinn á einhvern óskiljanlegan hátt tekið sveig inn fyrir brunninn og innlimað hann í Ísrael. Ýmis orð eru til um svona hátterni en ég læt þau ósögð.

Alþjóðadómstóllinn úrskurðaði múrinn ólöglegan. Þrátt fyrir þann dóm og allar ályktanir Sameinuðu þjóðanna, gerir alþjóðasamfélagið ekkert.  Hvers vegna? Jú BNA, þessir síamstvíburar íslenskra hægrimanna og „vinir okkar“  hafa í öryggisráðinu undantekningarlaust beitt neitunarvaldi gegn öllu sem beinist að Ísrael.

Nú viljum við inn í öryggisráðið til að rétta BNA hjálparhönd svo Ísraelsmenn geti klárað að reisa sín Gettó fyrir Palestínumenn.

 
mbl.is SÞ gagnrýnir aðskilnaðarmúrinn á Vesturbakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.