Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Lykkjufall á dómskerfinu
10.7.2008 | 16:51
Kynferðisleg misnotkun barna og nauðganir virðist vega minna hér á landi en sokkaþjófnaður í USA samkvæmt þessari frétt.
Það myndi nú einhver reka upp stór augu og sperra eyru ef dómar í nauðgunar- og misnotkunarmálum hér á landi næðu þessum hæðum og spyrja sjálfa sig og aðra hvort fórnarlambið væri skylt dómaranum.
Það er greinilega lán fyrir Steingrím Njálsson að hann skuli vera háður misnotkun á drengjum en ekki sokkum.
Dæmdur síbrotamaður fyrir sokkaþjófnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað verður í matinn elskan?
10.7.2008 | 14:05
Hvað gera atvinnuhvalfriðunarfrömuðir þegar alfriðun á hvölum hefur endanlega verið þvinguð í gegn? Ætlar Árni Finnsson og kollegar hans erlendir að leggja sjálfa sig niður og fá sér aðra vinnu þegar þetta er í höfn? Ekki er það nú líklegt, líklegra er að þeir snúi sér að björgun næstu nytjategundar. Engu mun skipta, sem fyrr, hvort sú tegund er í útrýmingarhættu eður ei. Þeir munu sem fyrr fá á sveif með sér auðtrúa og ístöðulausar sálir með því einu að spila á tilfinningar þeirra.
En hvað skildi þetta auðtrúa fólk ætla að éta þegar búið verður að friða kýrnar, kindurnar, fiskinn og allt heila klabbið? Jú það ætlar sennilega að fara út í búð og kaupa í matinn eins og það hefur alltaf gert. Það hljóta allir að sjá að það er hreinasti óþarfi og villimennska að deyða dýr sér til matar þegar nægt framboð er af bæði kjöti og fiski í búðunum.
Svo má alltaf fá sér hamborgara eða pylsu út í sjoppu ef annað bregst.
ESB: Hvalveiðar þvælast fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott að eiga góða að
9.7.2008 | 02:09
Nú stökkva olíufélögin væntanlega til og lækka verðið með sama hraði og um hækkun væri að ræða. Þau munu hugsa um hag viðskiptavina sinna nú sem fyrri daginn, sanniði til.
Veruleg lækkun á olíuverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er Þorgerður að koma eða fara?
9.7.2008 | 02:00
Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á þankagangi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Í fréttum stöðvar 2 í gærkveldi sagði hún að halda yrði umræðunni um Evrópusambandsaðild vakandi. En ekki mætti blanda saman umsókn um aðild að Evrópusambandinu og því ástandi sem nú væri uppi í Íslenskum efnahagsmálum!!!
Halló,....... snýst ekki hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu einmitt um efnahagsmál fyrst og fremst? Er þá óeðlilegt, þegar þrengir að hjá almenningi og aðild að Evrópusambandinu hefði hugsanlega grynnkað þá dýfu verulega að menn vilji ræða málið í ljósi þess? Svona málflutningur er eins og segja þyrstum manni að hugsa um eitthvað annað en að svala þorstanum.
Umræðan um þessi mál er annars á undarlegu plani. Menn koma í fréttir til skiptis, andstæðingar og fylgjendur, bulla út í eitt, með eða á móti án þess að leggja fram neitt haldbært eða bitastætt. Enda höfum við ekkert pottþétt í höndunum hvað okkur stendur til boða með aðild.
Það fæst aðeins fram með aðildarumsókn, umræðum og samningum við sambandið. Þegar þeim verður lokið sjáum við hvað er á borðinu og þá fyrst og aðeins þá getum við tekið vitræna afstöðu hvort það henti okkur að ganga í Evrópusambandið eða ekki.
Þá kemur til kasta þjóðarinnar að segja já eða nei í þjóðaratkvæðagreiðslu, nema hún verði af okkar frómu ráðamönnum, talin of heimsk til að taka vitræna ákvörðun í svona flóknu máli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bjánalegasta leigubílaferðin
6.7.2008 | 18:51
Tveir togarasjómenn íslenskir, (við erum ekkert að gefa það upp að þeir voru Skagstrendingar) voru eitt sinn á Costa del Sol á Spáni.
Nokkuð stíft voru barirnir stundaðir og ekki alltaf gerðar nákvæmar staðarákvarðanir. Þeir félagar voru eitt kvöldið á heimleið, vel slompaðir, af einhverjum barnum, veifuðu leigubíl og settust inn.
En þá kom babb í bátinn þeir mundu ekki fyrir sitt litla líf hvað hótelið þeirra hét. Eftir nokkurt fum, fát og vangaveltur segir annar þeirra svona uppúr sér maður á hlera.
Aaaha... segir þá leigubílstjórinn ... La Galera, tók U beygju og lagði hinu megin við götuna og sagði La Galera og það stóð heima þetta var hótelið.
Bjánalegasta bílferðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Til hamingju Sólheimar
6.7.2008 | 17:03
Sólheimar áttu 78 ára afmæli í gær. Af því tilefni var opnuð ný bygging sem hýsir verulegan hluta starfsemi heimilisins. Það var vel til fundið að nefna húsið eftir Frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta, sem hefur verið sérlegur velgerðarmaður Sólheima.
Þegar maður hugsar til Sólheima fyllist maður hlýhug og auðmýkt vegna þess góða starfs sem þar fer fram og þess yndislega fólks sem þar býr, það styrkir trúna á það góða, sem hefur farið halloka í heiminum undanfarið.
Áfram Sólheimar.
Vigdísarhús var opnað í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kirkjulegt óeðli?
5.7.2008 | 17:37
Ég er algerlega trúlaus maður og er því slétt sama hvað kirkjan gerir. Þó get ég ekki annað en velt fyrir mér áleitnum spurningum. Nú virðist sem kirkjunnar þjónar vilji fylgja tíðaranda og samþykja hjónaband einstaklinga af sama kyni þrátt fyrir að Biblían fordæmi slíkt.
Enda er þeim vafalaust ljóst að flest í þeirri góðu bók stenst ekki skoðun. Þannig að eitt frávik frá bókstafnum til viðbótar telst vart frágangssök.
Megum við kannski eiga von á því í framtíðinni þegar frjálslyndið hefur náð því stigi að það þyki ekki lengur óeðli að makast með dýrum að kirkjan leggi blessun sína yfir hjónaband manna og dýra og þá jafnvel dýrakynvilluhjónaband?
Spyr sá sem ekki veit.
Hýrnar yfir kirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Húsbílasmygl ???
4.7.2008 | 17:25
Ekki er hægt að lesa annað út úr fyrirsögn fréttarinnar en að húsbílum sé smyglað til landsins. Ætla má að þeir hljóti að vera auðfundnir í farangri venjulegs fólks.
Annar handtekinn í húsbílasmygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)