Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Pappalöggur til starfa á ný?

Þetta merkilega ástand, mannlausar fangageymslur í Reykjavík á aðfaranótt laugardags, kemur flestum á óvart,  þó ekki borgarstjóra. Hann sér þarna beina tengingu við  „það góða starf“  sem verið er að vinna í miðborginni, og þá ekki hvað síst í öryggismálum. Vonandi er þetta rétt hjá honum. Það væri þá eitthvað jákvætt að gerast.

Þetta ætti líka að gleðja dómsmálaráðherra sem nú getur farið að slá stoðum undir þann draum sinn að einkavæða löggæsluna, því þetta sýni að einkaframtakið sé betur til þess fallið að „friða“ næturlífið í borginni en ríkisrekin lögregla.

Þetta hefur verið langtíma markmið hans, sem hefur ár frá ári hert á kyrkingarólinni með allt of naumum fjárframlögum til lögreglunar.En kannski að „hreyfanleg“ lögreglustöð sé lausnin, þótt ekki verði séð hvernig hún verði mönnuð, ef marka má nýjustu fréttir af þeim bæ. Nema þá að rykið verði dustað af pappalöggunum, sem húktu á ljósastaurum á Reykjanesbrautinni um árið og þær settar í verkefnið.

Jakob Magnússon miðborgar „agent“  gæti allt eins tekið að sér stjórn þessa nýja varðflokks sem yrði þá fyrsta einkalöggæsla á Íslandi. Eitthvað þyrfti að lappa upp á útlit þeirra því þeir þóttu frekar daufir og flatir blessaðir. En þar gæti sannast að mjór er mikils vísir. 

Það mætti líka framleiða nokkur pappa eintök af Field Marshal B.B. En það yrði bara börnum til viðvörunar að svona færi fyrir þeim, væru þau ekki góð.


mbl.is Borgarstjóri fagnar tómum fangageymslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hafa aðgang að konu

Hvað felst  í því að hafa "aðgang að konu"?

 


mbl.is Lutfi vill aðgang að Spears á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað meinar Mr. Brown?

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands ávarpaði Knesset í dag þar sagði hann m.a. að Bretar muni standa með Ísraelum í „baráttunni fyrir frelsi“.

Brown    Hvaða frelsi Mr. Brown? Frelsi þeirra sem Ísraelar kúga, oka og ofsækja með stuðningi UK og fleiri vestrænna ríkja?


mbl.is Brown ávarpar Ísraelsþing og aðvarar Írana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er smámál, hvaða læti eru þetta?

Við getum rétt ímyndað  okkur hvaða læti væru í gangi núna ef Palestínumenn hefðu skotið Ísraela í fótinn við yfirheyrslur.

En það er huggun að Ísraelsher er að rannsaka málið. Þegar hann rannsakar sjálfan sig verður  réttlætinu fullnægt, ekki spurning!


mbl.is Skutu palestínskan fanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er munur á kúk og skít?

 

Býður ekki blessuð Biblían okkur að gera einmitt þetta? Okkur er af ríkinu boðuð  trú á guð og Biblíuna. Af hverju förum við ekki eftir þessum helgidómi okkar og gerum eins og Biblían býður?

Í stað þess gagnrýnum við aðra trúarhópa sem fara eftir bókinni. Er þetta ekki hræsni? 

Eða erum við búin að átta okkur á bullinu án þess að vilja viðurkenna það? Og þá af ótta við hvað?

 

 


mbl.is Níu manns bíða þess að vera grýtt til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér hefurðu smá aur, ef þú hagar þér vel.

Það er gott og blessað að rétta þurfandi fólki pening til að deyfa neyð þess. En Palestína hefur meiri þörf  á stuðningi heimsins til endurreisnar á þjóðríkinu Palestínu svo þeir geti lifað með reisn og brauðfætt sjálfa sig, heldur en einhverjum ölmusum til að bjarga sér frá degi til dags við óbreytt ástand.

Þessu fólki var úthýst úr eigin landi af heimsbyggðinni  sem þurfti að koma Gyðingunum, sem þeir vildu losna við, einhverstaðar fyrir. Nú þurfum við að taka okkur saman í andlitinu og leysa málið. Heimsbyggðin skuldar þessu fólki lausn þeirra mála.

Það þýðir ekkert að treysta á friðarumræður milli Ísraels og Palestínu. Ísraelar ætla aldrei að semja frið við Palestínumenn, sagan sýnir það.

Það verður ekki friður á þessu svæði  fyrr en heimsbyggðin setur Ísrael stólinn fyrir dyrnar og segir hingað og ekki lengra. Ísraelar þurfa að hverfa frá landnámi á Palestínsku landi.

Palestínumenn þurfa að fá full yfirráð yfir eigin landi og njóta verndar heimsins fyrst um sinn. Þá fyrst verða líkur á því að Ísraelar og Palestínumenn geti þróað með sér friðsamlega sambúð.

 


mbl.is Auka fjárframlög til Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristið umburðarlyndi?

l.o. Brian Svo talar fólk um að múslímar séu þröngsýnir og .......

 

 


mbl.is Bannað að sýna Life of Brian
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíll greiddur með klinki.

renault 4Það var í einu ágætu þorpi út á landi að skrifstofustjóri  í banka einum keypti bíl af vini sínum, bónda í nágrenninu. Þar sem bóndinn var þekktur fyrir ýmis uppátæki og hrekki ákvað skrifstofustjórinn  að nýta tækifærið og hrekkja þennan vin sinn.

Hann ákvað að greiða bílinn með mynt af öllum stærðum og gerðum. Myntin var innpökkuð í sívalninga sem allir þekkja, var það umtalsvert magn. Bóndi lét sér ekki bregða og tók við greiðslunni án athugasemda.  Skrifstofustjórinn var ekki að liggja á þessum hrekk sínum og sagði öllum sem heyra vildu.

mynt 160207Það var nokkrum dögum síðar sem bóndinn kemur í bankann með myntina  að leggja inn. En þá var myntin ekki lengur í sívalningum. Bóndinn hafði rifið þá alla upp og blandað öllu saman í nokkrar fötur sem hann bar inn í bankann.

Þar sem talningavél bankans var biluð þurftu gjaldkerarnir að handtelja alla myntina. Þeir kunnu skrifstofustjóranum, sem hafði gumað af hrekk sínum, litlar þakkir fyrir uppátækið.

 


mbl.is Borgaði rafmagnsreikninginn með einseyringum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bubbi sér ljósið

Bubbi Morthens segist ekki vera virkjanasinni en hann hittir naglann lóðbeint á höfuðið þegar hann segir:

„Ef ég væri venjulegur maður úti á landsbyggðinni sem ætti hús, væri með fjölskyldu og þyrfti að borga reikninga og stæði frammi fyrir því að ekkert nema álver gæti bjargað afkomu minni þá þyrfti ekki að ræða málið. Viljum við atvinnulíf á landsbyggðinni eða viljum við að landsbyggðin verði sumarbústaðanýlenda auðkýfinga?“  

Þetta er einmitt málið. Þeir sem hvað harðast berjast gegn slíkum framkvæmdum eiga ekkert  undir þeim komið. En ef afkoma þeirra og eignir væru undir er ég hræddur um að breyting yrði á og annað hljóð kæmi í strokkinn.  


mbl.is Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölnota humar.

 

Það tilvalið að selja einhverjum vistkvíðasjúklingi humarinn fyrir stórfé til að sleppa honum. Þá er hægt að veiða hann aftur, selja og sleppa og veiða svo aftur og aftur.

Arðbær og vistvæn viðskipti.


mbl.is Frelsið humarinn!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.