Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Réttarfarslegur harmleikur.

Þessi frétt vekur í senn sorg og furðu og var lestur hennar átakanlegur. Þetta er harmleikur ekki hvað síst þeirra sem eiga um sárt að binda vegna gerða þessa skrímslis, svo er niðurstaða  þessa máls, réttarfarslegur harmleikur.

Í niðurstöðu héraðsdóms segir, „að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að maðurinn hafi gerst sekur um mörg kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum og að sum þeirra séu mjög alvarleg. Brot hans tóku að hluta til yfir langt tímabil og hann nýtti sér sakleysi stúlknanna og trúnað og traust sem dætur hans og stjúpdóttir báru til hans. Þá hafi  framburður hans einkennst af því að hann vilji draga úr ábyrgð sinni og varpa þeim yfir á þolendur misgjörða sinna, en á þessu hafi einkum borið þegar maðurinn lýsti afstöðu sinni til þeirra brota gagnvart stjúpdóttur sinni og annarrar stúlku.“

Ekki verður annað skilið af þessu en að dómurinn telji að þung refsing sé eðlileg og sanngjörn í ljósi brotanna. Fjögurra ára dómur er semsagt þungur dómur í þessu máli að mati réttarins.

Sveiattan bara.

Svo er þolendum dæmdar bætur fyrir það tjón sem þeir hafa hlotið andlega og líkamlega og þær eru svo „ríflegar“ að þær eru samtals rétt rúmlega þóknun þeirra löglærðu sem að málinu komu.

Sveiattan.

Það er ljóst vegna aðkomu barnaverndaryfirvalda að málinu að þau þurfa að taka sig í naflaskoðun, eitthvað brást, svona má ekki gerast.

Nú hefur aftur verið brotið illa gegn  þolendum í málinu. Þessi dómur er eins og blaut tuska í andlit þeirra og reyndar í andlit þjóðarinnar allrar, nema þeirra ógeða sem svona stunda, þeir brosa í laumi.

Sveiattan. 


mbl.is 4 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisverndarhræsni

Svo virðist að þeir umhverfisverndarsinnar sem Urriðafoss heimsækja á dánarbeðið, séu ekki alveg heilir í gegn í umhverfis heilagleika sínum. Í það minnsta finnst þeim ekkert athugavert að skilja eftir sig rusl af öllu tagi. Það passar ekki alveg inn í helgimyndina.
mbl.is Fossinn sem gleymdist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði betur gerst í BNA

Ef þetta hefði gerst í BNA væri viðkomandi búinn að stefna húseiganda fyrir að hafa svalirnar ekki aðgengilegar fyrir innbrot og væri allt eins líklegur til að vinna málið og fá himinháar skaðabætur.

 


mbl.is Prílaði upp svalir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bönnum fótbolta

Í fótbolta sjá allir eftir, spörkum, hráka, munnsöfnuði og nefndu það, þegar dómarinn hefur séð það. 

Að spila fótbolta getur kannski verið kikk og gaman, en að horfa á aðra og það atvinumenn í "íþróttinni" fá kikk og leika sér og það í gegnum sjónvarp er í hæsta máta undarlegt. 

Rétt eins og beinar útsendingar tíðkuðust frá öðru vinnandi fólki vinna sína byggingarvinnu eða annað og fólk horfði slefandi á það heima drekkandi bjór og slafrandi popp og pitsur. 

Sjúkt, bönnum fótbolta.


mbl.is Fjórtán ára réðst á dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhapp eða afleiðing?

Lukkulega varð ekki manntjón í þessu óhappi.

Ég las það einhverstaðar eða heyrði í útvarpi að flugvirkjar hefðu fundið vott af tæringu í vélinni við skoðun nýlega, en ekkert hefði verið aðhafst.

Er aukin eldsneytiskostnaður að koma niður á viðhaldi í sparnaðarskini?

Er þetta hægt Matthías?

Þurfa óhöpp að þessu tagi að verða að stórslysum áður en gripið verður til viðeigandi ráðstafana til að hindra þau?


mbl.is Hugsanleg tæring í farþegavél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er víða vandinn!

Enn ein fréttin um furðulegan þankagang bandaríkjamanna. Ef ekkert gengur er gjarnan gripið til byssunnar, sama hver vandinn er. Hann mun hafa verið þokkalega búinn til heimavarna þessi náungi. Enda rétt að vera við öllu búinn þegar menn lenda upp á kant við úrillar garðsláttuvélar.

Sláttuvélin mun ekki hafa lifað árásina af.


mbl.is Skaut óþæga garðsláttuvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geimverur hafa sannarlega lent......

 Þann 20. júlí 1969 lentu geimverur á fylgihnetti reikistjörnu einnar. Þegar þeir voru lentir sendu þeir skilaboð heim. „The Eagle has landed“  („Örninn er sestur“).

Það er harla ólíklegt að ekki sé líf um allan geiminn.  Í okkar vetrarbraut einni eru um 100.000.000.000. sólir.  Ef við hugsum okkur að tíunda hver sól hafi reikistjörnur, tíunda hver af þeim hafi reikistjörnu sem hafi skilyrði fyrir líf, og á tíunda hluta þeirra hafi kviknað „líf“, á tíunda hluta þeirra hafi lífið náð að þróast áfram og á tíunda hluta þeirra hafi þróast æðri lífverur.  Þá eru eftir 1.000.000. sólkerfi með æðra lífi í okkar vetrabraut einni.

 600px Milky Way 2005Fjöldi vetrarbrauta í geimnum er meiri en svo að tölu verði á komið. Líkurnar á að við séum einu „geimverurnar“ eru því engar.


mbl.is „Það eru til geimverur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Saving Iceland“ fellir grímuna

 

Þetta sýnir svo ekki verður um villst að yfirlýst markmið Saving Iceland er bull og yfirskin eitt. Samtökin,  sem gefa sig út fyrir að vinna að göfugu markmiði í þágu mannkyns, sigla undir fölsku flaggi. Raunverulegur tilgangur er sá eini að stofna til óláta og vandræða og láta á sér bera og fá útrás fyrir annarlegan og torskilinn þankagang.  


mbl.is Þáðu ekki boð um fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4 mánaða barni stungið í steininn?

"Parið, ásamt barninu, gisti fangageymslur lögreglu um nóttina. Voru barnaverndaryfirvöld látin vita í kjölfarið."

Var barninu stungið inn ásamt foreldrunum? Er rétt með farið? Ótrúlegt og hrollvekjandi ef satt er.


mbl.is Tóku barn með í hasssöluferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafntefli

Var þetta ekki jafntefli? Þurfa ekki allir íbúar hússins, jafnt menn sem pöddur að leita sér að nýju húsnæði?

 

 


mbl.is Sprengdi íbúðina í skordýraslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband