Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Nú er lýðskrumarans gósentíð.
13.10.2009 | 12:36
Af viðbrögðum Norðmanna fram að þessu er ljóst að ný og formleg umsókn um aukið lán mun engu breyta þar um, hvað sem framagosar Framsóknar segja.
Engu breytir hvað fram kemur í málinu, framagosarnir koma aftur og aftur með nýjan og nýjan sannleik.
Þeir eru farnir að minna óþyrmilega á lúðraþeytarann ódrepandi í kvikmyndinni The Party með Peter Sellers.
![]() |
Fullviss að Norðmenn vilji lána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verða flugvellir uppáhalds vinnustaðir perra í framtíðinni?
13.10.2009 | 11:27
Vopnaleitarvitleysan á flugvöllum er komin útfyrir allt sem eðlilegt getur talist. Það er eitt hvort fólk þarf að tína af sér málmhluti áður en farið er í gegnum málmleitartæki eða hvort notuð er tækni sem vegið getur gróflega að blygðunarsemi fólks.
Ég sé ekki annað en fólk þurfi eftir sem áður að týna af sér, ef ekki fyrir skönnun, þá eftir skönnun, allt sem grunsemdir gæti vakið.
Þessi nýja tækni mun fráleitt leysa fleiri vandamál en hún skapar.
![]() |
Sýnir myndir af berum farþegum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vill enginn þrýstnar konur Karl?
11.10.2009 | 15:14
Hvað vita hommar eins og Karl Lagerfeld hvað karlmenn vilja?
Hefur hann löngun til kvenna?
Ef Karl Lagerfeld hefði löngun til barna, væri það þá hinn sanni sannleikur sem allir ættu að apa eftir?
En ég segi eins og þeir segja sem ekki kunna að orða hugsun sína á Íslensku.
Karl Lagerfeld fuck you!
![]() |
Enginn vill sjá þrýstnar konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Shocking Blue - Venus
11.10.2009 | 14:28
Meira af góðu, meira að segja mjög góðu, hlustum, horfum.
Verulega er þrengt að sendiherranum í Köben
11.10.2009 | 09:36
Ráðist var í harkalegan niðurskurð á sendiherrabústað ríkisins í Kaupamannahöfn. Keypt var nýtt hús og það gamla selt. Nú er ekkert óhóf og bruðl liðið lengur. Sendiherrahjónin verða að gera sér að góðu að kúldrast á aðeins 680m2 í stað 800 m2 áður.
Nokkur hagnaður mun þó hafa orðið af þessum skiptum, sennilega vegna breyttrar staðsetningar. En það má spyrja sig hvort ekki hefði mátt auka hagnaðinn verulega ef smá skynsemi hefði verið höfð með og keypt húsnæði sem hæfði íslenskri vísitölufjölskyldu, svona 300 m2 svo smá 2007 flottræfilsháttur hefði fengið að fljóta með?
Hversu rúmt ætli sé yfirleitt um íslenska sendiherrarassa erlendis? Hvernig gistingu ætli Íslenskir ráðherrar og aðrir gullrassar telji við sitt hæfi á ferðum þeirra erlendis á kostnað skattborgara? Það eru örugglega engir Hótel Loftleiða renningar.
![]() |
400 milljónir fengust með sölu á sendiherrabústað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Slökum aðeins á....
10.10.2009 | 16:17
...horfum og hlustum á Shocking Blue flytja lagið Never Marry A Railroad Man.
Miðað við það sem á undan er gengið Höskuldur,...
10.10.2009 | 15:31
...verður ekki séð að þú hafir þann þroska og auðmýkt sem þarf til þess að geta beðist afsökunar.
![]() |
Mun ekki biðjast afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
„...let's make the bastard deny it.'...“
10.10.2009 | 14:27
Hver kannast ekki við þessi fleygu og frægu orð Lyndon B. Johnson, síðar Bandaríkjaforseta.
Hann vildi í kosningabaráttu koma höggi á pólitískan andstæðing og lagði til við kosningastjóra sinn að koma af stað lygasögu til að skaða hann.
Kosningastjórinn lagðist gegn því og sagði þá ekki geta sagt þetta því það væri ekki satt. Johnson svarað þá ... látum þá fíflin neita því....Er það ekki þessi tækni sem tvílembingarnir brúka núna til að breiða yfir sneypuför sína til Noregs, för sem allir vissu fyrirfram að biði skipbrot?
Það verkur furðu mína hve margir, með Moggann í broddi fylkingar, ryðjast fram og gera þetta bull að sínu.
Sannleikurinn þarf að koma fram, hreinn og klár, vonandi hafa allir maga fyrir hann eftir öll stóru orðin.
![]() |
Ummælin fráleitur þvættingur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Hvað með Breta sem krefjast sanngirni af okkur...
9.10.2009 | 18:52
...munu þeir sýna sömu sanngirni og skila öllum þeim ránsfeng sem þeir sópuðu að sér á árum áður þegar þeir fóru í krafti hervalds ránshendi um fornmuni og verðmæti annarra þjóða á árum áður og geyma nú á breskum söfnum og sjóðum sem sína eign?
![]() |
Fornminjum skilað til Egyptalands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Og hvað?
9.10.2009 | 17:58
Á að skilja þessa frétt sem að einhver ofsaáhugi sé vaknaður á Sjálfstæðisflokknum?
Er ekki staðreyndin sú að þetta er afleiðing þeirrar uggvænlegu stöðu sem sá góði flokkur kom fólki í, fólk sem núna verður að gera nánast hvað sem er til að bjarga sér og sínu?
Jafnvel með því að fara á launaskrá hjá fjandanum sjálfum ef því er að skipta!
![]() |
Margir vilja vinna hjá Sjálfstæðisflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |