Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Hvaða, hvaða?
8.10.2009 | 14:34
Hvaða helv. viðkvæmi og rugl er þetta að verða. Eru það kynþátta fordómar ef hvítir gera grín að fólki af öðrum kynþáttum?
Mega hvítir þá bara gera grín að fólki af eigin kynþætti, en verða að taka gríni og gagnrýni annarra kynþátta á þeim, sem einhverra hluta vegna virðist ekki að sama skapi vera tabú eða kynþáttafordómar.
Ef kynþáttafordómar leynast einhverstaðar í þessu undarlega máli þá var það þegar Harry Connick jr. , sá móðgaði, sagði þessi undarlegu orð um svarta: ...við höfum barist svo lengi fyrir því að láta þeldökkt fólk ekki líta út eins og fábjána...
Já einmitt, þurfti þess? Ef einhver er fífl hér, þá er það Harry Connick jr.
![]() |
Kunni ekki að meta Jackson-grínið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Málið er einfalt.
8.10.2009 | 13:29
Ef Fréttablaðið ætlar að gefa skít í landsbyggðina með þessum hætti liggur beinast við að landsbyggðin svari í sömu mynt og gefi skít í Fréttablaðið.
Víst má þá telja að auglýsendur krefjist lækkunar á verði auglýsinga vegna minna upplags og dreifingar.Hvert verður næsta skref blaðsins, frítt á Laugarveginum en selt á Hverfisgötunni?
![]() |
Fréttablaðið selt úti á landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hvenær kaupir maður drátt og hvenær kaupir maður ekki drátt?
8.10.2009 | 11:25
Madonna er að leita að íbúð í nánasta nágrenni við villuna sína handa kærastanum Jesus. Svona fjaríbúð.
Hún virðist ekki hafa hugsað sér að láta Jesus lulla að staðaldri hjá sér en vill gjarnan hafa hann í göngu færi, þurfi náttúran sitt.
Madonna er sögð vera mjög góð við þetta gæludýr sitt og hleður á það gjöfum og góssi.
Því er ekki að neita að orðið vændi kemur upp í hugann þegar bráðungar stúlkur eða strákar hoppa upp í rúmið hjá rígfullorðnu fólki sem gæti verið afar þeirra eða ömmur, en á undantekningarlítið gras af seðlum.
Það kann að vera að ást ráði ferðinni hjá hinum 23 ára gamla Jesus þegar hann skríður upp í hjá hinni 51 árs gömlu Madonnu, en ég efa að ástin sé á henni blessaðri, nema þá óbeint.
![]() |
Gefur kærastanum 340 millj. kr. íbúð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Strandhögg Framsóknar í Norska sjóði.
7.10.2009 | 17:31
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur skósveinn hans hafa haldið utan í víking til Noregs.
Þeir félagar geta án vafa fundið haugana alla af Norðmönnum sem vilja lána Íslendingum allt heimsins fé, annað en sitt eigið, á bestu kjörum og komið heim með þær fréttir.
Eini gallinn verður sá að það verða bara ekki þeir Norðmenn sem hafa með lánveitingar landsins að gera.
En mikið afskaplega væri nú gaman að þetta væri satt, en helsti galli ævintýra hefur alltaf verið sú staðreynd að þau eru bara og verða ævintýr, hversu oft sem þau eru sögð.
![]() |
Mikill velvilji í garð Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hver hleypti rakkanum út?
7.10.2009 | 15:20
Er ekki Birgir(úti allt vit) byrjaður að gjamma. Það fer bylgja af gæsahúð um kroppinn og kaldur hrollur líður niður bakið þegar Birgir rís upp og spangólar á tunglið.
![]() |
Upplausnin er okkur augljós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hefðu þessi lög bjargað Íslandi?
7.10.2009 | 12:09
Það má velta því fyrir sér hvort það sé ekki ólán að þessi athyglisverðu lög séu ekki í gildi hér á landi.
Þá væri allur Íslenski karlpeningurinn á Hrauninu og útrásarhelförin hefði aldrei átt sér stað.
![]() |
Fimm ár í fangelsi fyrir að stæra sig af kynlífsreynslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þingmenn Hreyfingarinnar styðja stjórnina!
6.10.2009 | 16:52
Þór Saari lýsir yfir stuðningi Hreyfingarinnar við ríkisstjórnina, já ekkert minna.
Þetta væri gott og blessað ef Þór Saari hefði ekki áður poppað upp með nákvæmlega þetta án þess að neitt stæði á bak við það þegar á reyndi.
Það þarf ekki að kvarta yfir að ekki sé hreyfing á Hreyfingunni.
![]() |
Þarf að hreinsa til í kerfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mikið er gott að vita að okkar sjónamið mæti skilningi og samúð AGS!
6.10.2009 | 14:56
En hvað gagnar það ef AGS er staðráðið af hafa þann yfirlýsta skilning og samúð að engu og halda sínu striki og ganga erinda Breta og Hollendinga með kúgunaraðgerðum í okkar garð?
Er þá ekki hreinlega komið að þeim tímapunkti, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, að segja AGS að stinga sínu láni, ásamt Bretum og Hollendingum, upp þangað sem sólin nær ekki að skína?
Það er þá betra að hafa hreinar línur og vita okkar stöðu heldur en sitja við bréfalúguna og bíða eftir bréfi sem ekki stendur til að setja í póst.
![]() |
Gagnlegur fundur með AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ó
6.10.2009 | 12:41
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jú, jú, auðvitað styður Ögmundur stjórnina...
5.10.2009 | 21:52
Það getur svo sem verið að þetta sé auðskilið þótt ég skilji ekki þessa hugmyndafræði, enda segja sumir að ég sé tregur.
![]() |
Hétu öll stuðningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |