Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Púkarnir á fjósbitanum
5.10.2009 | 20:36
Af atburðum síðustu daga er ljóst að líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði, eða öllu heldur vinstrigrænum þræði. Engu er líkara en blóm ríkisstjórnarinnar þessa dagana sé Baldursbrá. Þar sitja púkar stjórnarinnar hver á sínum fjósbita og plokka blómið í ákafa, ....styð stjórnina, styð ekki stjórnina, styð, styð ekki.......
Vinstri grænir hafa haft sterkari skoðanir á ýmsum málum en aðrir flokkar, alveg frá stofnun flokksins í ársbyrjun 1999. Þær skoðanir ásamt öðru hafa átt þátt í að útiloka flokkinn sem valkost við stjórnarmyndun fram að þessu.
VG hefur haft það orð á sér að vera óstjórntækur flokkur og hafa þá einu stefnu að vera móti öllu.
Að hafa ákveðnar og sterkar skoðanir og standa fastur á sínu er í eðli sínu besta mál. Hugsjónir verða þó aldrei annað en hugsjónir einar, sé ekki hægt að hrinda þeim í framkvæmd. Þá hjálpar ekki að standa fast á sínu.
Sígandi lukka er best, að standa svo fast á sínu að allt standi fast og engu verði þokað, getur ekki skilað öðru en glötuðum málstað.
Seinnihluta vetrar fengu VG það tækifæri sem þeir höfðu beðið eftir. Tækifæri sem Ögmundur Jónasson fullyrti að væri upphafið á 12 ára stjórnarsetu VG. Nú virðist sem þrákelkni Ögmundar sjálfs, og fárra annarra, sé að sturta niður þessari draumsýn Ögmundar.
Draumur Ögmundar gæti vel orðið að veruleika væri rétt á spilunum á haldið og þá gæti VG með hófsemi náð fram, á þeim tíma, flestum sínum baráttumálum, sem flest eru góðra gjalda verð.
Springi þessi stjórn fyrir heimskra manna ráð, geta VG ekki vænst þess að vera talinn stjórntækur flokkur næstu 12 árin. Allar hugsjónir VG verða áfram aðeins fallegur, en giska fjarlægur draumur, sér í lagi ef Íhaldið kemst aftur til valda.
Getur það verið að það sé Ögmundi og púkunum á fjósbitanum sérstakt kappsmál að koma Íhaldinu að og drepa sína eigin drauma?
Íslenska þjóðin er í ólgusjó, við drukknun og dauðans dyr. Nú er ekki rétti tíminn að setja prinsippin í forgang og láta þjóðina mæta afgangi. Nú er ekki rétti tíminn að hafna bjargræðinu og möguleikanum til lífs til að ná fram tilfinningaþrungnum hugsjónum og draumsýnum.
Fari allt á versta veg, hvers virði verða hugsjónir þá?
![]() |
Vill óráðsíu og græðgi burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Loftbardagi?
4.10.2009 | 13:06
Slagsmál áhafnar í áætlunarflugi er algerlega ný útgáfa af loftbardaga.
Svo myndi það hjálpa ef mbl.is læsi yfir þýðingarnar áður en þeir skella þeim á netið.
![]() |
Áhöfnin slóst í flugvélinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hefur Amadinejad lagast eða versnað við þessi tíðindi?
4.10.2009 | 09:23
Er það virkilega eitthvað sem skiptir máli hvort Ahmadinejad sé hreinn eða blandaður, arabi eða gyðingur eða sitt lítið af hvoru?
Er það ekki maðurinn sjálfur, gjörðir hans og framkoma sem skiptir máli en ekki hvert pabbi hans og afi snéru bænum sínum?
Annars sé ég að sumir hafa þegar í hroka sínum og ofstæki stokkið upp á nef sér og kallað þessa frétt blaðsins gyðingahatur. Nema hvað.
![]() |
Ahmadinejad af gyðingaættum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Æ,æ, þrátt fyrir allt prump í eilífðinni...
3.10.2009 | 17:47
...er ég hálf dapur í dag eftir afleitt gengi í Drekktu betur spurningakeppninni í Kántrýbæ í gærkveldi.
Þegar depurð sækir á er aðeins eitt til hressingar.... CCR.
![]() |
Kreppan eins og prump í eilífðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mikið hlýtur öllum að vera létt.
2.10.2009 | 19:07
Það er búið að hanga eins og mara yfir heimsbyggðinni að Madonna kynni að ana út í einhverja vitleysu. En nú hefur þeirri angist verið eytt.
Madonna vill frekar lenda undir lest, en manni.
Má vera að hún fylli í tómið og fái sér páfagauk eins og Britney Spears gerði í vikunni.
![]() |
Madonna ætlar aldrei að giftast aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ef marka má...
2.10.2009 | 13:11
...myndina með fréttinni, þá skipa tómir þorskhausar þennan starfshóp.
![]() |
Treystir starfshópnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bítur sök sekan?
2.10.2009 | 10:40
Hvort Jón Ásgeir hefur eitthvað til síns máls, hvað varðar viðskipti hans við Helga Felixson, veit ég ekki en það er óneitanlega skemmtilegt að heyra hann væla yfir að hafa orðið fórnarlamb óforskammaðra vinnubragða.
![]() |
Ósáttur við höfund Guð blessi Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Norskir samir við sig.
1.10.2009 | 16:29
Það kemur svo sem ekki á óvart að þessi hugvekja sem Höskuldur Þórhallsson flutti Íslendingum frá Framsóknarþingmanninum Norska hafi ekki átt sér stoð í raunveruleikanum.
En það vekur athygli mína og furðu að Marianne Aasen, þingmaður Verkamannaflokksins Norska skuli telja það óeðlilegt að aðstoða Íslensku þjóðina á þeirri forsendu að hægrisinnaðir stjórnmálamenn hafi valdið hruninu á Íslandi!!
Er hægt að komast öllu neðar í lágkúru og skítlegu eðli?
![]() |
Vilja ekki lána Íslandi stórfé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Froða metin til fjár.
1.10.2009 | 06:08
Ríkidæmi þessara manna er byggt á froðu. Minnst af þessu meinta ríkidæmi er í hendi. Megnið er byggt á ímynduðu markaðsgengi pappírs, sem ekkert kann að vera á bak við þegar á reynir.
Rétt eins og froðan sem kölluð var Íslenska efnahagsundrið, öll eignamyndunin sem blásin var upp í fjölmiðlum reyndust skuldir einar þegar upp var staðið.
Undradrengirnir lifðu hátt, glamur og glys varð aðalsmerki hinna nýríku Nonna.
Þegar spilaborgin féll sögðu þeir brosandi að það væri óábyrgt af þeim að borga skuldir sínar. Þjóðin fékk reikninginn.
![]() |
Þeir ríku ekki eins ríkir og áður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |