Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

-Fyrr var oft hjá klerki kátt-

Í ljósi sýknu sr. Gunnars fyrir Hæstarétti á hann örugglega, samkvæmt ýtrustu lagana túlkun, rétt á að snúa aftur til starfa.  

En um það er ekki deilt að prestinum varð verulega á og braut siðferðislega gegn sóknarbörnum sínum og því liggur eftir trúnaðarbrestur milli hans og sóknar.

Málið snýst því ekki um lagalegan rétt  prestsins að snúa aftur heldur siðferðislegan rétt hans. Það þarf í sjálfu sér ekki að vera undarlegt þótt sr. Gunnar frekar en margir aðrir sjái ekki sína eigin bresti. En það er öllu undarlega þegar aðrir prestar stíga fram og lýsa yfir stuðningi við siðferðisbrest prestsins.

Spurningar hljóta að vakna hjá fólki hvort allt sé með feldu hjá þeim prestum sem sjá ekkert athugavert við háttsemi  sr. Gunnars og verja hana.

Sem rök vitna varðliðar Gunnars í dóm Hæstaréttar og  segja lögin æðri kirkjunni, og þá boðskap Krists um leið. Ekki það að ég sé ekki sammála því,  en maður hefur átt því að venjast að prestar hafi reynt að halda því gagnstæða að fólki.

En hér ráða víst hentugleikar eins og gjarnan viljað hefur brenna við hjá blessaðri kirkjunni.


mbl.is Fundurinn hófst með fjöldasöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðans ákvörðun

skjár einn2Samdráttur á auglýsingamarkaði er sögð ástæða innreiðar Skjásins á áskrifendamarkaðinn.

En hvað gerist við upptöku áskriftar? 

Áhorf mun ekki aðeins minnka það mun hrapa, fólk er almennt ekki tilbúið að borga 2.200 kr. á mánuði fyrir dagskrá sem byggir að stórum hluta á endursýningum á endursýningar ofan.

Hvað gerist þegar áhorf minnkar? Þá kippa auglýsendur að sér höndum eða krefjast lægri taxta.

Líklegt er að þessi nýbreytni feli því aðeins í sér dauðann fyrir stöðina.


mbl.is SkjárEinn verður áskriftarstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jesus vs terminator

Bráðsmellin klippa um samskipti Tortímandans og frelsarans.

 

Salómonsdómur

Biskupinn hefur nú loks skriðið undan feldi sínum og tekið af skarið og tekið þá skynsamlegu ákvörðun að sr. Gunnar fær ekki aftur embætti sóknarprests á Selfossi.

Óskiljanlegt er hve lengi biskup hefur þvælst í þessu máli því lausnin og leiðin út úr því gat aðeins verið ein.

Þótt Gunnar hafi verið sýknaður fyrir dómi af þeim ákærum sem á hann voru bornar er ljóst af þessari óhjákvæmilegu ákvörðun biskups að prestinum er gerð refsing þrátt fyrir það.

En hjá því varð ekki komist, enginn friður hefði orðið um nærveru prestsins í sókninni, burtséð frá sýkn eða sekt.

Ég er ekki kirkjunnar maður er mér ljóst að prestar gegna stöðu sinnar vegna þýðingarmiklu hlutverki í samfélaginu og því er nauðsynlegt að þeir njóti trúnaðar samfélagsins og störf þeirra og heilindi séu hafin yfir allan vafa.

Því var nauðsynlegt og óhjákvæmilegt að brjóta á réttindum prestsins.

Samkvæmt nýjustu fréttum mun sr. Gunnar vera afar ósáttur, en hans hagsmunir hljóta að vera þeir, að láta kyrrt liggja.

  
mbl.is Gunnar til Biskupsstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð nýung.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur tekið upp athyglisverða nýung ef marka má þessa frétt.

Þeir eru hættir að senda bíla á brunastað en senda í staðin slökkvistöðvarnar sjálfar  í heilu lagi á vettvang,  jafnvel tvær stöðvar ef því er að skipta.

Ekki liggur ljóst fyrir hvernig þessi nýung virkar í praxís.  Sennilega er um tilraunaverkefni að ræða.


mbl.is Búið að slökkva eld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heppinn hann Sturla

Ekki hvarflar að mér annað en Sturla Böðvarsson sé hinn vænsti maður sem ekki megi vamm sitt vita og því sé það fullkomlega eðlilegt að honum sé misboðið þegar hann sér og heyrir grófan munnsöfnuð og gífuryrði viðhaft um annað fólk.

Það er þakkavert að Sturla hafi ekki séð neitt  grófara á netinu en skrif Egils Helgasonar. Hann hefur þá blessunarlega ekki séð   þessa síðu,    þá ekki þessa  ,  svo dæmi séu tekin.

Sturla er sennilega með Netvara Símans, sem blokkerar svona síður.

Vonandi á Sturla ekki eftir að aftengja Netvarann og villast inn á þessar síður og aðrar sambærilegar, því sá munnsöfnuður, þau gífuryrði, þær  svívirðingar, þær ásakanir og níð sem þar er slengt fram um nafngreint fólk, myndi örugglega valda honum velgju og uppsölum, hafi skrif Egils valdið honum vanlíðan.

   
mbl.is Sturla: Egill heldur úti ritsóðasíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló, halló!

Hafi Hagar eða eitthvert annað fyrirtæki klárlega brotið gegn samkeppnislögum,  er þá eitthvert vandamál að fylgja lögunum eftir og draga þau eða eigendur þeirra fyrir dóm?

 
mbl.is Hagar og Sena brutu samkeppnislög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkur að vera á vanskilaskrá – segja Bjarni og Sigmundur!

Það er kunnara en að frá þurfi að segja að lendi menn á vanskilaskrá eru þeim flestar bjargir bannaðar, það þekkja þeir manna best sem reynt hafa.

leikhúsÞví eru það ný og furðuleg sannindi að staða Íslands muni styrkjast  þegar  og ef landið kemst í greiðsluþrot og vanskil. 

Ekki er fyrir alla að skilja að staðna skuldara batni við það að skuldin fari í lögfræðilega innheimtu. 

Þetta er málflutningur Íhaldsins og Framsóknar í dag varðandi erlendar skuldbindingar þjóðfélagsins. Hafa þeir sömu skilaboð að segja mér og þér varðandi skuldir okkar í bönkunum?

Segja þeir – borgið ekki, látið setja kröfuna í innheimtu, látið lögfræðingana fá málið, látið þá margfalda skuldina eins og þeim einum er lagið -- og þið eruð á grænum sjó!

Segja þeir það?

Hvaða, hvaða, helv. bull er í gangi!!!

En sé bullið ekki bullið eitt, eru þá ekki allar skuldbindingar undanfarinna ára, hvaða nafni sem þær nefnast ekki hjóm eitt?

Ég, þú og allir hinir skulda þá ekki neitt, spurningin verður aðeins hvað eigum við inni hjá bönkunum! 

Hvað kallast þetta ævintýri?

Spennandi!


mbl.is Segja stöðu Íslands styrkjast 23. október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enga hnífa takk, byssur já takk og mikið af þeim.

hnífaparSvokölluð núllstefna gagnvart hnífum virðist  ástunduð í skólum í Bandaríkjunum, þeir alfarið bannaðir, enda hættuleg tól.

Það fékk hann að reyna 6 ára drengurinn sem í fáfræði og barnaskap tók með sér ferðahnífapör í skólann.  Og allt varð vitlaust, kerfið sett á fullt og Refsingar, með stórum staf, skipulagðar.

Það er undarlegt að foreldrar skuli styðja þetta bull. Foreldrar sem hafa svo byssur á heimilunumbyssustúlka þar sem börn geta náð til þeirra með hræðilegum afleiðingum eins og dæmin sanna. Foreldrar sem jafnvel kenna börnum sínum að skjóta af byssum áður en þau læra að ganga yfir götu.

Það er stórundarlegt  þegar kemur að byssum hjá þessari miklu þjóð þá missa menn sig algerlega og fara framúr sjálfum sér í aðdáun og dýrkun á þeim tólum.  

Hnífar nei, en byssur já vinur og þær sem stærstar og flestar og sem víðast til varna, þá væntanlega gegn þeim sem gætu haft tamið sér notkun hnífapara.


mbl.is Sex ára dreng refsað vegna hnífapara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðar hendur og fljótir fætur í dómskerfinu.

Stundum getur slappur málskilningur blaðamanna á móðurmálinu orðið býsna kómískur. Eftirfarandi málsgrein er upphaf fréttar á Vísi.is.

„Karlmaður var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn nýtti sér ölvun og svefndrunga konu og hafði við hana samræði þegar hún var áfengisdauð“.

Af þessu verður ekki annað ráðið en að í dag hafi konu, í áfengisdái, verið nauðgað í Héraðsdómi Reykjavíkur og gerandinn hafi nú þegar hlotið dóm fyrir verknaðinn.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband