Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Glöggt er gests augað
21.10.2009 | 14:50
Flanagan, þessi fulltrúi AGS í málefnum Íslands, gerir svo lítið að skilgreina glæpsamlegt inngrip og misnotkun Breta og Hollendinga á starfsemi AGS sem Pólitískt neyðarástand á Íslandi.
En nú er hinu pólitíska neyðarástandi á Íslandi lokið segir Flanagan, og því sé hægt að afgreiða lánið.
Það er munur að eiga góða að.
![]() |
Lán AGS tilbúið í lok október |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað þarf til, til að teljast fjöldamorðingi?
20.10.2009 | 19:23
Þegar saga Bandaríkjanna er skoðuð er fráleitt að þessi Howard Barton Unruh hafi orðið fyrsti fjöldamorðingi landsins þegar hann skaut 13 manns til bana 1949, hvernig sem hugtakið fjöldamorðingi er skilgreint.
Ekki nema að byssubófar villta vestursins sem stofnuðu til einvíga af minnsta tilefni og drápu tugi manna sumir hverjir, teljist ekki með. Svo ekki sé talað um Indíána sem voru myrtir hundruðum og þúsundum saman, nánast upp á sport á stundum.
Það er ólíklegt að á blómaskeiði Al Capone og annara glæpaforingja og byssubófa þeirra á bannárunum hafi þeir ekki náð að leggja fleiri menn að velli en Howard blessaður Barton Unruh.
![]() |
Fyrsti fjöldamorðingi Bandaríkjanna látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Vinarbragð.
19.10.2009 | 18:45
Afar óvenjulegt og þakkarvert vinarbragð hjá stjórnvöldum á Kanaríeyjum, sem eru fallegar eyjar byggðar góðu fólki, þar er gott að dvelja.
Aðrar þjóðir, sem talið hafa sig standa okkur nær, mættu taka þetta sér til fyrirmyndar og eftirbreytni.
Þeir þyrftu þó ekki að ganga lengra en að hætta að sparka í okkur liggjandi.
![]() |
100 Íslendingum boðið til Kanaríeyja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þau ættu að vera hæg heimatökin....
19.10.2009 | 17:39
....fyrir lögregluna að halda kjaradeilunni við ríkið, í járnum.
.
.
![]() |
Kjaradeila lögreglumanna og ríkis í járnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Klórað yfir skítinn
19.10.2009 | 14:52
Salernisvandamál geta verið margskonar. Hér er óborganlegt WC atriði með Peter Sellers í myndinni The Party.
![]() |
Klósettdeila fyrir dóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sér stjórnarandstaðan að sér?
18.10.2009 | 17:37
Ár er liðið frá strandinu mikla og enn eru menn á strandstað að karpa um orsök og afleiðingar. Löngu er orðið tímabært að ljúka því þrefi, klára Icesave bullið svo hægt sé að snúa sér að björgunaraðgerðum af fullum krafti og koma þjóðarskútunni á flot aftur.
Sorglegast er að þeir sem stóðu í brúnni þegar stefnan var sett á strandstað, hafa sett alla orku sína í að þvælast fyrir og spilla björgunaraðgerðum, hvað þeir best gátu.
Vonandi sjá þeir að sér og axla sína ábyrgð og setjast undir árar með ríkisstjórninni, hafi þeir ekki á takteinum betri og raunhæfar lausnir. Sennilega er óraunhæft með öllu að vona það.
![]() |
Lengra varð ekki komist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Í Íslenskri þýðingu....
18.10.2009 | 15:16
Ekkert meira um það að segja.
![]() |
Ögmundur: Jákvæðar breytingar en of snemmt að lýsa yfir samþykki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég býð 1 krónu
18.10.2009 | 14:20
Meiru er ekki eyðandi í þessa vitleysu!
Ein króna er boðin! Fyrsta...annað...og... þriðja, WH slegið á 1 krónu.
![]() |
Engin tilboð borist í West Ham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Boðið upp í dans
17.10.2009 | 17:45
Sr. Gunnar hefur núna fengið það sem hann vildi og stofnaði til, klofinn og sundraðan söfnuð, og allt í nafni........ ja það er nú það.
Veit það einhver?
![]() |
Vilja Óskar Hafstein áfram sem prest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bangsi.... „ tak sæng þína og gakk...“
17.10.2009 | 15:17
Afskaplega er þetta ljúft og fallegt.
Þetta er frétt dagsins.
Það er næsta víst að mörg kraftaverkin munu gerast og allar veiku dúkkurnar og sjúku bangsarnir ná fullri heilsu á ný til gleði litlum og hjartahreinum englum.
![]() |
Nóg að gera á Bangsaspítalanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |