Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Væri ekki rétt að sameina...
25.10.2009 | 16:54
...einfaldlega Samtök atvinnulífsins og ASÍ í Samtök vinnumarkaðsins. Öll hugsun ASÍ núorðið snýst hvort sem er öll um einhverja hagfræði úrvinnslu og súlurit.
Réttast væri að gera Vilhjálm Egilsson að forseta nýju samtakana. Hann er að mínu mati mun líklegri til að skynja hjartslátt launafólks en núverandi forseti ASÍ.
![]() |
Leggja fram drög að framhaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vikuritið „Laugardagsmorgunblaðið“
25.10.2009 | 14:55
Þessi skemmtilega nýbreytni að sunnudagsblað Morgunblaðsins komi nú út með laugardagsblaðinu mun vera prufukeyrsla á enn frekari breytingum á útgáfu blaðsins. Stefnt er að því, eftir áramótin, að öll blöð vikunnar komi út á laugardögum.
Öll blöð vikunnar verða þá hluti af enn vandaðra helgarblaði sem verður stútfullt af skemmtilegu og fræðandi efni.
Í nýja laugardagsmogganum verða helstu fréttir vikunnar reifaðar í stuttu máli ef þurfa þykir. Blaðið mun fyrst og fremst einbeita sér að endurgerð og endursögnum á ónákvæmum eldri fréttum um hrunið. Ekki mun af veita.
Fólk víða á landsbyggðinni fagnar þessari breytingu, sem er aftur hvarf til þeirra gullnu tíma þegar Mogginn, af samgönguástæðum, kom í hús aðeins einu sinni í viku.
![]() |
Sunnudagsblaðið á laugardögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvernig á góður utanríkisráðherra að vera?
24.10.2009 | 13:28
Angela Merkel hefur kynnt nýja ríkisstjórn sína. Fátt merkilegt þar á ferð í sjálfu sér.
Athyglisverð er samt sú athygli sem fjölmiðlar sýna nýjum utanríkisráðherra, ekki fyrir þá sök að hafa enga ráðherrareynslu, ekki fyrir þá sök að hafa hreint enga reynslu af utanríkismálum, nei það er kynhneigð hans sem er aðal áhugamálið og áhyggjuefnið.
Fyrirsögn Mbl.is var t.d. fyrst. Fyrsti samkynhneigði utanríkisráðherrann en varð svo Nýr utanríkisráðherra reynslulítill . Menn sáu að sér þar.
Svo hafa sumir þessar klassísku áhyggjur, með kynhneigð utanríkisráðherrans í huga, hvernig honum verður tekið í löndum Íslam!
Þessi ótti er hluti af nánast sjúklegri afsláttarhyggju gagnvart öllu sem viðkemur Íslam . Þessi afsláttarstefna lýsir sér best í því, að á sama tíma og reynt er að útrýma í Evrópu hverskonar fordómum kristinna manna, þá hlaupa menn upp til handa og fóta þegar fordómar og kreddur Íslamstrúar eru annarsvegar og gera þeim eins hátt undir höfði og kostur er.
Þýski utanríkisráðherrann mun örugglega hrista af sér reynsluleysið, bæta ensku getu sína og standa sig vel í starfi og leggja áherslu á að eiga góð og uppbyggileg samskipti við alla. Það eitt skiptir máli.
![]() |
Fyrsti samkynhneigði utanríkisráðherrann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta segir okkur að...
24.10.2009 | 01:01
...láta það ógert að troða okkur þangað sem við eigum ekkert erindi.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja, þá vitum við það.
23.10.2009 | 15:29
Við atkvæðagreiðslu á Alþingi um frumvarp ríkisstjórnarinnar, um aðgerðir í þágu heimila, fyrirtækja og einstaklinga vegna bankahrunsins, staðfesti stjórnarandstaðan með hjásetu sinni að hún hefur engan sérstakan áhuga á velferð fólksins og fyrirtækjanna í landinu þrátt fyrir hástemmdar og digurbarkalegar yfirlýsingar um annað.
Tveir stjórnarandstæðingar, Guðmundur Steingrímsson og Tryggvi Þór Herbertsson sýndu manndóm og ákváðu að standa í lappirnar.
Af þessu er ljóst að ekki studdu allir stjórnarliðar málið, það þarf að upplýsa hverjir það eru og svo eini þingmaðurinn, auminginn að tarna, sem greiddi atkvæði gegn málinu og rétti þjóðinni fingurinn og sagði með því - farið í rassgat!
![]() |
Greiðslujöfnunarfrumvarp samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Inn - og aldrei út aftur!
22.10.2009 | 18:07
Fimm ára dómur Hæstaréttar er allt of vægur dómur fyrir svona brot, en þó spor í rétta átt miðað við fyrri dóma. Að kalla þetta brot er ekki rétta orðið á svona viðbjóði. Að nauðga eigin barni, 2ja ára gömlu, er ólýsanlegur hryllingur. Þennan mann á að loka inni fyrir fullt og fast.
En níðingsverkið á barninu er ekki eini hryllingurinn í þessu máli. Sá dómari sem dæmdi manninn í Héraðsdómi ætti aldrei að fá að koma nálægt svona málum framvegis, því sú staðreynd að hann taldi tveggja ára fangelsi hæfilega refsingu, sýnir að hann er til þess gersamlega vanhæfur.
Ég ætla ekki að vera með neinar getgátur hver sé ástæða mildi dómarans, en fólk hlýtur að spyrja sig þeirrar spurningar.
![]() |
5 ára fangelsi fyrir brot gegn dóttur sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athyglisverð skrif.
22.10.2009 | 15:50
Rithöfundurinn Knut Ødegård, sem var lengi forstjóri Norræna hússins, veltir upp merkilegum fleti í grein í norska blaðinu Aftenposten.
Þótt ekki sé þess að vænta að hugmynd Ødegård verði að veruleika þá er þetta innlegg hans gríðarlega mikilvægt til að beina umræðunni á Norðurlöndum, um stöðu Íslands, inn á jákvæðari brautir.
![]() |
Norðmenn eiga Íslendingum sjálfsvitundina að þakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvaða, hvaða?
22.10.2009 | 00:20
Eru Bretland og Holland ekki búin að greiða gjaldið sitt?
Getur það verið, er enginn að rukka?
Ætli strandi á Icesave?
![]() |
Ísland skuldlaust við SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það var lán....
21.10.2009 | 21:36
....í óláni að þessi viðkvæmi fjölskyldufaðir bjó ekki á Selfossi.
Ég segi nú ekki meira.
![]() |
Fjölskyldufaðir réðst á kennara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (66)
Væri ekki eðlilegt að Þórhallur hnippti í....
21.10.2009 | 16:22
....Sigmund Davíð og þeir félagar pökkuðu í flýti og snöruðu sér til Noregs og fengju Norðmenn til að leggja í púkkið.
Norðmenn eru örugglega volgir fyrir því. Ekki vandamálið.
![]() |
Jafna þarf flutningskostnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)