Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Kransakökumanía Íslendinga
28.11.2009 | 22:54
Í dag var sprengt í gegn í Bolungarvíkurgöngunum og af því tilefni var auðvitað slegið upp veislu.
Það var vitanlega boðið upp á kransaköku, hvað annað, því ekki virðist hægt að halda veislu á Íslandi nema þar sé kransakaka í öndvegi.
Þessi ást Íslendinga á kransakökum er stórundarleg af þeirri einu ástæðu að enginn étur þær. Þær standa yfirleitt nær ósnertar í veislulok.
Mig grunar að ekki hafi verið mikil umferð um þessi Óshlíðarkransakökugöng hafi eitthvað annað og ætilegt verið á boðstólnum.
Kristján sprengdi í göngunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er gott að hafa háleit markmið...
28.11.2009 | 15:18
...en til að þau náist þurfa þau að vera jarðbundin og raunhæf. Framsóknarmenn eru örugglega nær því að koma manni til Tunglsins fyrir kosningar en manni inn í borgarstjórnina, hvað þá tveimur.
Vill ná tveimur mönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég þarf smá hjálp hér.
27.11.2009 | 23:51
Af hverju vilja samkynhneigðir fyrir alla muni troða sér inn í Fíladelfíu ef þeir eru ekki velkomnir þar?
Hvítasunnuliðið er án vafa stútfullt af fordómum í garð þeirra sem þeir telja ekki sér samboðna. En er það ekki þeirra réttur? Er ekki Fíladelfía þeirra kirkja og er ekki valdið þeirra hverjum þeir bjóða í sín hús?
Telja samkynhneigðir sig geta svipt Fíladelfíuliðið sínum réttindum til að auka sín eigin. Eru menn þá ekki komnir aðeins út af sporinu?
Þá eru samkynhneigðir staddir í sama forarpyttinum og sjálfskipuðu Fíladelfíu englarnir og byrjaðir að éta börnin sín.
Samkynhneigðir kyssast í Fíladelfíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú er lag Steingrímur
27.11.2009 | 13:21
Sjómannaafslátturinn er hluti af launum sjómanna. Sjómenn fengu þennan skattaafslátt með samkomulagi milli útvegsmanna og ríkisvaldsins 1954. Þá tók ríkið að sér að niðurgreiða launagreiðslur útgerðamanna með þessum hætti, það er því ríkisins að ganga frá því við LÍÚ að þeir taki þetta á sig aftur. Ef afkoma sjómanna hefur batnað hlýtur afkoma útvegsmanna að hafa batnað að sama skapi, því er nú lag Steingrímur að fleygja þessu aftur inn í LÍÚ, ekki satt?
Eða þorir þú ekki að hjóla í LÍÚ Steingrímur? Nei því þorir þú sennilega ekki enda er ljóst að þið eruð að renna marflatir á rassgatið með innköllun kvótans, þótt nú sé lag.
En sjómönnum, sem sumir hverjir eru vikum saman fjarri fjölskyldu sinni, er ætlað að taka þennan styrk til LÍÚ á sig, til viðbótar við þegar verulega skert öryggi þeirra með niðurskurði til Landhelgisgæslunnar.
Það þarf ekki að segja ykkur þingmönnum Steingrímur, hvernig það er að stunda vinnu fjærri fjölskyldunni. Það skynjið þið vel og Því hafið þið úthlutað dreifbýlisþingmönnum allskonar styrki og uppbætur svo þeir geti haft fjölskylduna við höndina meðan þeir eru í vinnunni. Ætla mætti að nú sé lag Steingrímur að afnema þetta.
Ráðherrar, þingmenn og aðrir opinberir starfsmenn fá dagpeninga á ferðum þótt allur kostnaður sé greiddur. Nú hlýtur að vera lag Steingrímur, að afnema þetta og aðrar greiðslur sem að mönnum hjá hinu opinbera er gaukað, fyrir það eitt að vera til.
Væri ekki rétt að vera jafn lag-legur við alla Steingrímur?
Sjómannastarfið mikið breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Engan smáprest á Selfoss.
27.11.2009 | 10:05
Ekki hefur friðarins andi lagst yfir Selfyssinga þótt höggið hafi verið á Gunnarshnútinn.
Nú er vá fyrir dyrum, því síðasta Kirkjuþing samþykkti að sameina Hraungerðisprestakall og Selfossprestakall.
Ekki eru Selfyssingar sáttir við að sóknarprestur Hraungerðisprestakalls verið við sameininguna sjálfkrafa prestur hinna sameinuðu sókna og krefjast af biskupi að prestur safnaðarins verði valin í almennum prestskosningum.
Þetta er auðvitað sjónamið út af fyrir sig en rökin fyrir kröfunni eru hreint alveg dásamleg. Það gengur auðvitað ekki að prestur úr einhverri smásókn labbi sér sisvona inn í stór-Selfosssókn.
Selfyssingar vilja enga smápresta, enda stórhugamenn.
Vilja kjósa um sóknarprest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Óborgnalegur Peter Sellers....
26.11.2009 | 23:46
....í óborganlegum atriðum úr Bleika Pardusnum.
Afleikur Evrópusambandsins
26.11.2009 | 15:12
Ef möppudýrin í ESB hefðu haft fyrir því að reyna að skynja Íslensku þjóðarsálina og skilja þankagang Íslendinga, hefðu þau séð að þetta innskot væri ekki skynsamlegt og látið kyrrt liggja.
Aðildarlíkur Íslands að ESB hafa fráleitt aukist við þennan afleik.
Skora á Alþingi að samþykkja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bullað út í eitt
25.11.2009 | 17:18
Þetta nýja spil mun víst ganga út á bull og heilaspuna.
Ætli spilið sé byggt á málflutningi stjórnarandstöðunnar á Alþingi undanfarna mánuði?
Á þeim bænum hefur verið skortur á flestu öðru en bulli og bölmóð.
Keppt í bulli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Jæja þar kom að því!
24.11.2009 | 17:28
Það er semsagt þannig komið að það þyki fréttnæmt að það fyrirfinnist pör sem ekki eru samkynhneigð.
Og þá er auðvitað brotin á þeim mannréttindi eins og skylt er gagnvart minnihlutahópum.
Gagnkynhneigt par berst fyrir réttindum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Punktur og basta
22.11.2009 | 16:51
Er ekki virðingu manna bestur sómi sýndur með því að láta jarðneskar leifar og gröf þeirra í friði þótt misvitrir seinnitíma menn í ætt við minnimáttarhugsun forseta Frakklands vilji umturna öllu í takmörkuðum tilgangi.
Hverju er Íslensk þjóð bættari eftir að hafa fengið heim bein til að planta í ÞJÓÐARGRAFREITNUM Á Þingvöllum og merkja JÓNASI HALLGRÍMSSYNI þegar allt bendir til að beinin hafi verið af venjulegum dönskum óbótamanni?
Er ekki rétt að hver hvíli þar sem forsjónin valdi honum stað? Punktur og basta?
Deilt um legstað Alberts Camus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |