Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Vantaði viðvörun framleiðanda?

skítugur ísskápurBandaríkjamenn lögsækja allt og alla af minnsta tilefni. Ég fæ ekki betur séð hér sé komið kjörið tækifæri til lögsóknar. 

Framleiðanda ísskápsins hefur sennilega láðst að setja á skápinn áberandi viðvörunarmiða.

„Af heilsufarsástæðum er nauðsynlegt að þrífa ísskápinn vikulega. Vikuleg þrif má undir engum kringumstæðum draga í nokkur ár.“

Það er ekki við því að búast að venjulegur Bandaríkjamaður geti ályktað slíkt upp á sitt einsdæmi.

 
mbl.is Rýming vegna óþefs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þeir hvað harðast berjast fyrir „fortíðarlausa“ hælisleitendur tilbúnir að hýsa þá sjálfir?

Það er umhugsunarvert að einhverjum skuli finnast eðlilegt að fólki, sem logið hefur til um uppruna sinn og hvorki vill eða getur leiðrétt þann málflutning eða tilgang sinn,  sé athugasemdarlaust veitt landvist.

Ætli þetta sama fólk, sem hvað harðast gengur fram,  sé tilbúið að veita heimilislausum aðilum, sem  jafnvel eru orðaðir við glæpsamlega starfsemi, skjól á sínu heimili án nokkurra skýringa eða trygginga?

Hitt er annað mál að seinagangur við afgreiðslu mála er ekki afsakanlegur.


mbl.is Mótmæla við þingsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökrétt hugsun

Karius og Baktus

Það er bæði rökrétt og skynsamlegt að skattleggja óhollustu hvers konar, verði þeim tekjum beint til heilsuverndar og baráttu gegn óhollu líferni sem kostar skattgreiðendur fé.

Þar er tannheilsa barna sannarlega ofarlega á blaði.

.

 


mbl.is Sykrað gos skattlagt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn lifir í fortíðinni

sigmundur dFormanni Framsóknarflokksins finnst það óeðlilegt að þingflokki Framsóknar verði gert að sníða sér stakk eftir vexti.  

Að hans mati er það eðlilegt að næstminnsti flokkurinn á Alþingi sitji að stærsta þingflokksherbergi þingsins og stærri flokkum gert að hírast í herbergjum sem ekki rúma þá.

Þeir fengu þetta herbergi á sínum tíma þegar vitlaust og ranglátt kosningakerfi gerði þá að stærsta þingflokknum.framsokn Það mun vera liðin tíð.

Framsóknarmenn  áskilja sér eflaust rétt til afnota af herberginu eftir að þeir verða fallnir af þingi og verður herbergið þá kallað þingflokksherbergi Fjarstaddaflokksins.

Er þetta ekki stefna flokksins um skiptingu þjóðarkökunnar í hnotskurn?

.


mbl.is Vilja ekki flytja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðin kennir.....

reykingarÞótt ég sé andsnúinn reykingum, þá verður að viðurkenna að þetta er snilld.

Það verða seint sett lög sem ekki hafa gloppur.

.

Klikkið á myndina til að stækka hana.


mbl.is Ráðagóður kráreigandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru klæða kröfur bara fyrir karla?

Ekki getur það skaðað þótt örlítið sé slakað á sumum siðum og hefðum alþingis, sem margar eru ættaðar nánast aftan úr forneskju.  

thorgerdur-katrin-stefnuraedaLangtum vægari kröfur virðast vera gerðar til klæðnaðar kvenna á Alþingi, en karla. Þannig  hefur það víða verið á Íslandi þar sem „strangar kröfur“ til klæðnaðar hafa verið gerðar.

Sá munur var oft á tíðum broslegur, vægt sagt. Hverjir muna ekki eftir klæða kröfum í Þórscafé, sem komnir eru á þann aldur að hafa sótt þann stað. Þar var ströng bindisskilda og gerðist einhver svo djarfur að losa aðeins um hnútinn, var honum óðara vísað á dyr, væri ekki gerð bragabót.

Kröfur til kvenna voru öllu frjálslegri, þar var nánast allt leyft nema bláar gallabuxur. Það var lítill samhljómur að sjá mann uppá klæddan, með bindi stífreyrt inn í barka, leiða konu sér við hlið klædda í „lopapeysu“ og svartar  eða rauðar gallabuxur.

 
mbl.is Þingmenn læra góða siði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sellóið verður ekki étið að sinni.

cello-celloSelló Hallgríms Jenssonar sellóleikara andar nú léttar eftir að ljóst var að Ísland komst áfram. Sigmar Guðmundsson kynnir lýsti því yfir í útsendingu að hann ætlaði að éta sellóið kæmist Ísland ekki áfram.

Sigmari og sellóinu er örugglega báðum létt að hafa sloppið fyrir horn.

Óneitanlega hefði samt verið gaman að sjá Sigmar japla á gripnum.

Gaman verður að sjá hvort Sigmar verður með svipaðar heitstrengingar á laugardagskvöldið?

Íslensku keppendurnir stóðu sig vel og voru landi og þjóð til sóma.

Áfram Ísland.


mbl.is Ísland komið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Páfinn viðskiptavinur Símans?

Síminn viðhefur, vægt til orða tekið, vafasama viðskiptahætti. Hann áskilur sér rétt til að breyta einhliða, draga úr og takmarka umsaminn gagnaflutning til viðskiptavina þegar það hentar honum.  Hinsvegar hentar það ekki Símanum að lækka verðið í samræmi við skerta þjónustu.

Páfinn hlýtur að vera viðskiptavinur Símans. Það er eina skýringin á því hvers vegna Páfinn greip til þess ráðs að skilja eftir skilaboð til Guðs á bréfmiða í Grátmúrnum. Hann hefur talið það fljótlegra en að nota ADSL tengingu Símans.

Það er hart ef síminn þrengir svo að viðskiptavinum sínum að þeir sjái hag sínum best borgið með notkun á flöskupósti.


mbl.is Páfi við Grátmúrinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnslaus páfi í gagnslausri ferð

Það hefur ekkert upp á sig að velta helförinni fyrir sér fram og aftur hafi menn hvorki hug eða þor að færa málið yfir á nútímann, takast á við vandann og gera eitthvað í málinu.

 
mbl.is Páfi fordæmir þá sem afneita helförinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af mislitu fé....

 Mikið er gaman að sjá að ræktun er í gangi á einhverju öðru en þessu flata „hvíta“ sauðfjárkyni sem verið hefur ríkjandi á Íslandi af misskildum  ullarástæðum.  

 

 


mbl.is Sauðburður við Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.