Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Hvenær er satt, satt?

Stasi ótti var lengi viðvarandi í vestrinu og engu breytti þótt Þýsku löndin tvö sameinuðust 1990.  

Óttinn við Stasi lifði áfram. 

Lög í Austur-Þýskalandi sem gerðu borgurum nánast skylt að njósna um samborgara sína voru að sjálfsögðu gerð ómerk við sameiningu ríkjanna.

En það var með ólíkindum að lög í Vestur- Þýskalandi skyldu við sameininguna yfirhefja lög Austur-Þýskalands aftur í tímann og gera suma sjálfkrafa að glæpamönnum sem unnu eftir lögum síns lands.

Er þetta ekki frekar hefnd en réttlæti og lýðræði?

Megum við reikna með,  í framtíðinni ef annað kerfi en okkar, sé talið betra, þá verðum við sek um glæpi, höfum við ekki í nútíðinni gert eins og framtíðin bíður okkur að gera.

  
mbl.is Stasi reyndi að fá Merkel til liðs við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týndi hlekkurinn fundinn?

Er ekki löngu ljóst að "týndi" hlekkurinn milli Guðs og manna er nýrekinn seðlabankastjóri?

Hann hefur sagt það sjálfur.

Þarf að rannsaka það frekar?

 

 


mbl.is Týndi hlekkurinn fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Datt í það og datt á konuna

feitur_rassNú þarf ekki frekari vitnana við.

Offita er lífshættuleg, ekki seigdrepandi eins og títt hefur verið haldið heldur beinlínis bráðdrepandi.

Gerum eitthvað í málinu!


mbl.is Kramdi konu sína til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skal ekki eldur með vatni út rekinn?

Fyrirsögn þessarar fréttar Mbl.is segir ....? ....að það sé fréttaefni að eldur og vatn leiki aðalhlutverkin hjá slökkviliðinu?


mbl.is Eldur og vatn hjá slökkviliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur skortur á eistum eitthvað með fasisma að gera?

francoNú eru leyndarmál 20. aldar hvert af öðru að upplýsast.

Franco einræðisherra Spánar 1939 til 1975 mun, rétt eins og Hitler heitinn,  aðeins hafa haft eitt eista.

Hvort þessi „skortur á manndómi“ hafi gert þá félaga að fasistum og hafthitler  eitthvað með pólitískan framgang þeirra að gera, er erfitt um að dæma.

En sé litið nær okkur í tíma þá eru fleiri dæmi sem renna stoðum undir þá ályktun að umræddur „manndómsskortur“  geti ýtt undir fasískar skoðanir og stuðlað að pólitískum frama.

thatcherT.a.m. hafði Járnfrúin Margaret Thatcher, skoðanasystir þeirra félaga, ekkert eista, eftir því sem best er vitað.

En kannski munu framtíðar uppljóstranir leiða í ljós að hún hafi, rétt eins og þeir Hitler og Franco,  einmitt lumað á einu slíku.


mbl.is Franco var með eitt eista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjór er mikils vísir

sabahÞetta er vissulega jákvæð þróun og vísir að breyttum hugsunar- hætti og auknum réttindum kvenna austur þar.

En þingið í Kúveit er í sjálfu sér gagnslaust málamynda apparat. 

Emírinn ræður því sem hann vill ráða, skipar sjálfur „ríkisstjórnina“ og sendir þingið heim lúti það ekki vilja hans.


mbl.is Fyrstu konurnar á þing í Kúveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað boðaði Kristur?

Þetta er merkileg könnun og allrar athygli verð. Það er uggvænlegt að tæp 20% kaþólskra og annarra kristinna manna, skuli telja pyntingar réttlætanlegar, hæfi það tilefninu.

kross í hendiÞað vekur athygli að því trúaðri sem viðkomandi er, því hlynntari er hann pyntingum. Í fljótu bragði hefði mátt ætla að því nær sem fólk teldi sig standa „kenningum“ Krists og náð Drottins yrði það andvígara þannig hátterni, en því er öfugt farið!! 

  

Hverju hefði Kristur svarað, spurður um pyntingar?

Andstaða gegn pyntingum mun vera mest meðal þeirra sem ekki tilheyra neinum sérstökum trúarhópum!


mbl.is Kristnir hlynntari pyntingum en aðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brown fer með bænirnar sínar.

Brownie

Eins og meðfylgjandi mynd sýnir þá hefur „Íslandsvinurinn“ Gordon Brown áttað sig á að nú sé orðið tímabært að fara með faðirvorið.  

„ ..........

Og eigi leið þú oss í freistni,

heldur frelsa oss frá Íslendingum,

.......“

 

 

 


mbl.is Hætta að styrkja flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það satt?

eurovisionÍslenska lagið í Evrópu-  söngvakeppninni er tvímælalaust besta lagið sem við höfum sent í keppnina lengi. Ekki finnst mér það samt sigurstranglegt.

Við höfum verið gjörn á að yfirskjóta verulega þegar okkar framlag er á ferðinni, sér í lagi ef öðrum þjóðum verður það á að hæla laginu.

Þetta er að sjálfsögðu spurning um smekk og sitt sýnist hverjum eins og gengur. En það er staðreynd að Jóhanna Guðrún er fanta góð söngkona, það verður ekki frá henni tekið, hvar svo sem lagið hafnar. Hún á eftir að ná langt snótin sú.

Margir hafa spáð Norska laginu sigri, það finnst mér hæpið, lagið er hvorki fugl né fiskur. Tyrkneska lagið hefur líka verið nefnt sem kandídat en að mínu mati er það aðeins enn einn magadansinn, sem allir hljóta að vera búnir að fá upp í kok af.

Gæti trúað að úrslitin kæmu algerlega á óvart.


mbl.is Ein allra fallegasta ballaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snöggir upp, seinir niður.

oliuraeningjarAð venju fylgjast olíufélögin vel með sé veiking krónunnar yfirvofandi til að geta bæði fljótt og skilmerkilega skilað þeim hækkunum til neytenda.

Hjá N1 vonast menn til að olíuverð lækki á upp úr miðju ári. Og þá munu olíufélögin að sjálfsögðu lækka verðið aftur, en að venju seint og illa. 

  


mbl.is Lækkun á gengi krónunnar hækkar bensínverðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband