Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Ladopel?
22.5.2009 | 20:46
Verður Ladopel þekkt vörumerki í frammtíðinni?
![]() |
Rússar vilja Opel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á ríkisstjórnin sér líf?
22.5.2009 | 19:38
Þetta er færsla sem var sem var skrifuð sem athugasemd við aðra bloggfærslu en er hér birt sem sjálfstæð færsla.
"Ég verð að viðurkenna að ákveðnar efasemdir eru uppkomnar hjá mér um lífslíkur núverandi stjórnar. Stjórnin virðist bera feigðina í sér.
Feigðin er falin í "Á móti öllu" liðinu í Vinstri Grænum. Ómurinn af stefnuræðu forsætisráðherra var ekki þagnaður þegar VG "ámóti menn" fara að tala um að málefnasamningur Ríkisstjórnarinnar sé aðeins stefnumarkandi og varla það.
Miklar væntingar voru, af flestum, gerðar bæði í Samfylkingunni og VG til samstarfs þessara flokka, sem yrði sannarlega fyrsta hreina vinstristjórnin í sögu landsins. Allt yrði að gera til að það tækist.Ég var sammála þeirri greiningu.
En svo virðist sem ákveðin hópur innan VG sé enn þeirrar skoðunar að hag vinstrimanna sé betur borgið sundur en saman. Það vekur t.d. spurningar hvernig í ósköpunum stendur á því að í jafn erfiðan málaflokk og sjávarútvegsmálin verða á komandi misserum, skuli hafa valist Jón Bjarnason, sem er engum sammála og þá síst sjálfum sér. Enda var hann vart búinn að taka við lyklunum ráðuneytisins þegar hann fór að slá úr og í, eftir því sem mest horfði til vinsælanda þeirra er á hlýddu.
Þó margt hafi mátt um Kolbrúnu Halldórsdóttur segja, þá var hún þó í það minnsta samkvæm sjálfri sér á hverju sem dundi. Það get ég virt við hana.
Út og suður stefnuskrá ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum er auðvitað bull og ljóst að ráðherrar og þingmenn VG sem á móti eru munu ekki una sé hvíldar meðan stætt er. Á meðan verður ríkisstjórnin eins og maur með fíl á bakinu að búa sig undir grindarhlaup.
Sumir í VG eiga sér glögglega þann draum einan að komast aftur í notalegt stjórnarandstöðu hlutverkið, þaðan sem hægt er ábyrgðalaust að gagnrýna allt sem hreyfist.
Ég sé fyrir mér að fljótlega verði umskipti, Vinstri Sundursinnum verði að ósk sinni, þeir fái sinn stjórnarandstöðu draum rættan og hér verði fljótlega komin á stjórn Samfylkingar, Framsóknar og Borgarahreyfingar.
Þegar svo verður komið verða væntanlega allir sáttir nema sjálfstæðismenn og ég".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriggja ára „glæpakvendi“
22.5.2009 | 18:19
Sem betur fer gerðist þetta á Nýja Sjálandi en ekki t.d. í Bandaríkjunum, þar sem allt eins hefði verið ákveðið að líta á barnið sem fullorðinn einstakling og ákæra það fyrir allt sem hugsanlega væri hægt að hengja á málið.
Sem dæmin sanna.
![]() |
3 ára keypti skurðgröfu á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Betra seint en aldrei
22.5.2009 | 16:35
George W. Bush heimsótti gagnfræðaskóla í Nýju Mexíkó í gær og talaði þar við nemendur. Goggi sagðist fegin að vera farin úr Hvítahúsinu. Tók þar með undir með allri heimsbyggðinni.
Goggi reyndi með ræðu sinni að blása nemendum bjartsýni og baráttuanda í brjóst. Góður rómur var gerður að máli hans.
Með þessari heimsókn í skólann tókst Gogga að leggja meira til heimsmálanna en hann gerði öll átta árin á forsetastóli.
![]() |
Það er líf eftir Hvíta húsið segir Bush |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jákvæð og falleg saga
22.5.2009 | 15:57
Afskaplega hugljúf, falleg og ævintýraleg saga, sem endar sannarlega eins og góðra ævintýra er siður.
![]() |
Týndi bróðirinn bjó í næsta húsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Framsóknarflokkurinn „hústöku-skríll“?
22.5.2009 | 11:43
Er um nokkuð annað að ræða en ræsa út lögreglusveitina, sem smalaði út hústökufólkinu á Vatnsstíg, og láta hana rýma græna herbergið?
![]() |
Þeir sitja sem fastast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvernig er þessum málum háttað hér á landi, sukkar þingið?
21.5.2009 | 11:41
Bretland logar nú stafna á milli yfir fjármálaspillingu þingmanna. Einu virðist gilda hvar í flokki menn standa, margir virðast hafa af kappi skarað eld að eigin köku. Engu er líkara en um keppni hafi verið að ræða.

Eru greiddir reikningar athugasemdalaust fyrir ýmiskonar útgjöldum sem tengja má þingveru þingmanna?
Hver man ekki eftir 6 milljóna gullsalerninu, sem var hannað fyrir Sólveigu Pétursdóttur svo hún þyrfti ekki að setja ráðherrarassinn sinn á sömu setu og aðrir starfsmenn ráðuneytisins.
Hve víða viðgengst svoleiðis bull?
Svör óskast.
![]() |
Lét skattgreiðendur borga andakofa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Að fara í bjarg.....
21.5.2009 | 11:14
....og hreinsa þar undan fuglinum, vekur upp þá spurningu hvort ekki séu þar á ferðinni skipulagðar fóstureyðingar.
Bara smá pæling.
![]() |
Með björg í bú úr Hornbjargi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vá, nú fer Kína á hliðina.
21.5.2009 | 09:16
Útlit er fyrir að Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, muni heimsækja Alþingi og jafnvel ná tali af þingnefndum í heimsókn sinni til landsins.
Árni Þór Sigurðsson alþingismaður á allt eins von á því að Kínverjar mótmæli, en þeir stjórni ekki hverjir þingmenn hitta.
Þetta er virðingarvert viðhorf og boðar vonandi breytta tíma, því öllum hlýtur enn að vera í fersku minni þegar Kínverskir leyniþjónustumenn stjórnuðu aðgerðum Íslensku lögreglunar gegn Falun Gong í heimsókn Kínaforseta 2002.Í augum Kínverskra stjórnvalda er Dalai Lama glæpamaður og hin mesta ógn, ekki ólíkt og Mahatma Gandhi var Breska heimsveldinu á sínum tíma.
Vertu velkominn til Íslands Dalai Lama.
![]() |
Dalai Lama til Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tímarnir breytast og mennirnir með
21.5.2009 | 07:32
Það er undarlegt þegar sagnfræðingar taka upp á því að vilja rita nútíðina og jafnvel framtíðina, sem endurtekningu fortíðar. Þeir eru greinilega fastir í sínu fari.
Ekki aðeins koma forsetafrúr Frakklands og fara heldur koma, merkilegt nokkuð, páfarnir líka og fara. Sú staðreynd að þær fyrrum forsetafrúr, sem vitnað er til, hafi ekki tjáð sig um páfa getur ómögulega verið einhver forskrift um þau samskipti um ókomna tíð.
Svo kann það líka að hafa eitthvað með það að gera að núverandi páfi var t.d. ekki páfi þegar þessar virðulegu konur voru forsetafrúr.
Fylgjendum páfa hættir til að líta á páfann sem eitthvert óbreytanlegt yfirveraldlegt fyrirbrygði, en eins og sagan sýnir þá eru þeir aðeins röð dauðlegra manna.
Það sem aldrei hefur gerst áður, getur alltaf gerst aftur. Sagði maðurinn. Núverandi páfi hefur á margan hátt gefið á sér færi og látið frá sér fara ýmislegt, sem fyrri páfar gerðu ekki. (!!)
Það er því grunnhyggni að ætla að um hann verði ekki eitthvað sagt, sem ekki er fordæmi fyrir.
![]() |
Gagnrýni Bruni einsdæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)