Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Frestur er á illu bestur

Ég hef aldrei skilið hvernig stendur á því að þeir sem halda skepnur og staðnir eru að illri meðferð þeirra fái ítrekað frest til úrbóta og jafnvel frest á frest ofan.

Það er deginum ljósara að sé ástand dýra með þeim hætti að ástæða sé til afskipta, þá er það eitthvað sem ekki byrjaði í gær.

Vannærð og illahaldin dýr þurfa ekki frest, þau þurfa tafarlausar úrbætur og aðra umalendur.


mbl.is Athugasemdir við aðbúnað hrossa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

....oogosjh......

 

.......hvað getur maður sagt við svona heimsviðburði?

 


mbl.is Ófrísk ofurfyrirsæta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjunnar vegir

Það er gleðiefni að Kirkjan skuli hafa stigið það skref að bjóða Sigrúnu Pálínu til fundar með Kirkjuráði, sem vonandi leiðir til lausnar á þessu viðkvæma og tilfinningarþrungna deilumáli.

Ljóst er að Kirkjan hefur mjög svo misjafnlega tekið á meintum brotum Hr. Ólafs Skúlasonar og séra Gunnars Björnssonar. 

Hr. Ólafur kærði þær konur til lögreglu, sem ásakað höfðu hann um kynferðislega áreitni, fyrir meiðyrði. Rannsókn og meðferð saksóknara á kæru Ólafs leiddi í ljós að ekki var grundvöllur fyrir kæru Ólafs!   Ólafur dró kæruna til baka.

Mál Ólafs kom aldrei fyrir dóm, hann var því hvorki sakfelldur, né sýknaður fyrir dómi. Kirkjan ákvað að sýkna Ólaf.

Séra Gunnar var kærður, kom fyrir dóm og var sýknaður. En samt lýtur út fyrir að Kirkjan hafi sakfellt Gunnar, ef marka má framvindu þess máls. Ólíkt tekur Kirkjan á þessum tveim málum.

Er Kirkjunnar mönnum eitthvað kunnugt, sem ekki má dagsins ljós líta? Eða er bara ekki saman að jafna presti og biskup?

Það er því deginum ljósara að í kynferðisafbrotamálum innan kirkjunnar, eru vegir hennar sannarlega órannsakanlegir.


mbl.is Sigrúnu boðið á fundinn 19. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál....

 hrefnukjöt3        

....og verður enn betra þegar nýtt og ferskt Hrefnukjöt kemur í búðirnar.

Frábær matur,hollur og góður.


mbl.is Haldið á hrefnuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóðalegt sjálfsmorð

Frekar hrollvekjandi aðferð til sjálfsvígs, en leiðir örugglega til þeirrar niðurstöðu sem stefnt er að. Panthera_tigris_tigris

Vonandi gilda ekki svipaðar verklagsreglur í Danmörku og hér á landi og dýrin verði látin gjalda þessa óyndisverks mannsins.

Það er ófrávíkjanleg venja hér á landi í tilvikum sem þessum að dæma dýrið til dauða, einu gildir  þótt dýrið sé í raun fórnarlambið.

Hundar sem bíta frá sér eða glefsa, sér til varnar, eru án undatekninga aflífaðir.Engar málsbætur eru teknar gildar og gildir einu þótt hundurinn hafi legið undir miklu og alvarlegu áreiti af hendi þess „bitna“. 

 Jafnvel þótt sá „bitni“ hafi boðið sjálfum sér inn á lóð hundsins, þar sem hann var tjóðraður, í þeim tilgangi einum að atast í hundinum. 

 
mbl.is Framdi sjálfsvíg í tígrisdýrabúri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðeiður

helförinSagt er að sagan endurtaki sig. Nasistar í Þýskalandi létu SS og aðrar álíka sérsveitir  sverja Hitler svokallaðan Blóðeið, sem var skilyrðislaus hollusta og hlýðni við Foringjann. Nasistum datt þó aldrei í hug að yfirfæra eiðinn á alla þjóðina.

Nú ganga lærlingar nasistana skrefinu lengra og vilja láta alla Ísraelsku þjóðina sverja hollustueið.

Þeir sem ekki sverja eiðinn verða sviptir ríkisborgararétti í Ísrael.  Tilgangurinn er augljós. Það á að lauma því inn bakdyramegin að hægt sé að hreinsa út úr Ísrael þá sem ekki eru „hreinir“.

Þeim verður væntanlega sópað yfir vegginn, yfir á Gaza, svo hægt verði að varpa á þá sprengjum þar.

Hefur þetta ekki gerst áður? Jú þegar Gyðingar voru sviptir borgararétti í Þýskalandi og fluttir í gripavögnum til Póllands.

Það þótti ekki fallegt þá, eða til eftirbreytni.


mbl.is Vill að Ísraelsmenn sverji trúnaðareiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segi það aftur...vá.

 


mbl.is Kaupir íbúð fyrir barnsmóðurina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún Bryndís mín á afmæli í dag.

Bryndís

Elskuleg dóttir mín, hún Bryndís Axelsdóttir er að verða fullorðin og er við það að vaxa frá mér.

Hún er þrítug í dag litla dúllan.

Til hamingju með daginn elsku Bryndís mín, Maggi og Kara Lind.

Bestu kveðjur frá pabba gamla, sem elskar ykkur öll.

Bryndís og Maggi

Kara Lind


Getur Ásgeir lánað mér hús til eignar?

Gefum okkur að þessi Ásgeir Valdimarsson í Grundarfirði ætti einbýlishús og lánaði mér það til afnota, endurgjaldslaust, um óákveðinn tíma.

Þar sem ég var farin að leigja út hluta hússins ákveður Ásgeir að eðlilegt sé að hann sjálfur hafi af húsinu einhvern arð.

Hann tilkynnir mér það með góðum fyrirvara og jafnframt að ég geti notað og ráðstafað húsinu áfram, gegn greiðslu eðlilegrar leigu.

En þetta finnst mér hin mesta frekja, því ég hef málað og dyttað að eigninni, lagt í kostnað, því sé húsið nú mín eign og þessi ruddi,  hann Ásgeir, getur étið það sem úti frýs.

Ætli Ásgeir eigi ekki einhver orð til um þannig háttarlag.   

 

 


mbl.is „Eigandinn heldur áfram að borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlætiskennd Framsóknar.

Auðvitað á að laga lög hið fyrsta, komi fram á þeim gallar eða annmarkar. En þessi framsetning Framsóknarflokksins, lyktar illa af lýðsskrumi.

Ég hélt að lagafrumvörp, hvort heldur þau væru ríkisstjórnar, ráðherra eða þingmanna yrðu ekki að lögum nema að undangengnum umræðum, umfjöllun í nefndum og atkvæðagreiðslu á þinginu.

Hvar voru alvitrir og óskeikulir þingmenn Framsóknarflokksins, þegar þessi „gölluðu“ lög voru rædd og samþykkt á Alþingi?

Er svo illa komið fyrir Framsókn að svona málflutningur sé það besta og eina sem hann hefur upp á að bjóða?

Engin lög, jafnvel samin af Framsóknarmönnum, hafa haft þá náttúru að lögfræðingar hafi ekki getað að vild, teygt þau og togað.

„Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar“.  Þannig byrjar 1.gr laga um stjórn fiskveiða, kvótakerfið, óskabarn Framsóknar. Hvernig finnst Framsóknarflokknum þessi grundvallar andi lagana hafa skilað sér?

Af hverju hafa þessir þingmenn Framsóknar, stútfullir af réttlætiskennd, ekki lagað þennan óskapnað sinn og önnur lagaklúður sem þeir hafa staðið að?

  


mbl.is Framsóknarmenn vilja leiðrétta mistök viðskiptaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.