Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Að svelta sig til áhrifa

Að sögn ætla allir hælisleitendur í hungurverkfall ef ekki verður orðið við þeirra kröfum!

·          Af hverju virðast þeir hælisleitendur sem umræðir vera nánast fortíðarlausir?

·         Á svona hegðan að yfirtaka og sópa út af borðinu allri skynsemi og gagnrýnni hugsun?

·         Mansri Hichem hælisleitandi frá Alsír er kvalinn að sögn! Á það að auka hans rétt til landvistar, að kvelja sjálfan sig? 

·         Á að vera nóg að hóta eða fara í hungurverkfall til að vafasamar og órökstuddar kröfur um landvist verði samþykktar? 

·         Á slíkt sér einhvern enda?


mbl.is Ætla allir í hungurverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló, hvað erum við að hugsa?

íslenski flugherinnÞessi afstaða Finna kemur ekki á óvart. Sú hugmynd að Finnar, sem ekki eru í NATO, komi að hinu svokallaða  „loftrýmiseftirliti“ í Íslenskri lofthelgi, er fáránlegasta hugmynd sem upp hefur komið  í öllu hernaðar bullinu, sem heltekið hefur suma ráðamenn þjóðarinnar.

Það er von mín og trú að sú endurskoðun, sem ný ríkisstjórnfrelsarinn ætlar að gera á þessari svokölluðu „loftrýmisgæslu“, gæluverkefni hernaðar- sinna, verði til þess að við afboðum frekari framkvæmd þess  tilgangsleysis og fjársóun því samfara.

Íslendingar verða aldrei sannfærandi boðendur friðar og bræðralags meðal þjóða standi þeir með óvígan her bandalagsþjóða að baki sér, tilbúinn að láta verkin tala.

.

.


mbl.is Finnar ófúsir til þátttöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnemum lénskerfi til lands og sjávar

storfjolskylda

Það er ekkert nema gott eitt um það að segja að bændur skuli nú loksins reyna að losa sig undan helsi kerfisins og eiga bein og milliliðalaus viðskipti við neytendur.

Þetta er jákvæð þróun og löngu tímabært skref að stíga. Það er hagsmuna mál bæði fyrir neytendur og bændur að þeir geti haft bein viðskipti sín á milli um allar framleiðsluvörur búanna og sneytt þannig hjá kostnaðarsömum milliliðum.

Við þurfum að losna út úr núverandi landbúnaðarkerfi, sem eru síðustu leifar af fyrirhyggju- og miðstýringarkerfi Framsóknarflokksins, í anda gamla Sovét. Kerfi sem hvergi annarstaðar fyrirfinnst á vestrænu byggðu bóli.

Hvaða vit þætti í því að aðili sem framleiddi t.d. innihurðir mætti undir engum kringumstæðum selja Jóni á móti eina einustu hurð á hóflegu verði sem báðir væru sáttir við.  Allar hurðirnar yrði hann að selja afurðastöð, sem aftur seldi Jóni þær hurðir sem hann vanhagaði um á óumsemjanlegu verði sem afurðastöðin ákveður.

Afurðastöðin gerði hurðaframleiðandanum að framleiða ársbirgðir af hurðum á einum mánuði.landbúnaður Hurðaverksmiðjan yrði síðan lokuð hina 11 mánuðina og ekki mætti nota hana til annarrar  framleiðslu þann tíma.

Framleiðslukerfi verksmiðjunnar yrði þar að auki að vera útbúið dýrum búnaði til að fullnægja óraunhæfum kröfum „viðskiptavina“, sem fyrirfram er þó vitað að koma aldrei til með að kaupa svo mikið sem eina hurð.

Þetta kerfi heldur hurðaframleiðandanum á heljarþröm, en það er ekki áhyggjuefni afurðasalans, því hans afkoma er tryggð. Hann veit að hurðaframleiðandinn hefur ekki að neinu öðru að hverfa.

Ef hurðaframleiðandinn losnaði undan kvöðum afurðastöðvarinnar og mætti framleiða hurðir yfir lengri hluta ársins og þyrfti aðeins að kosta til þeim búnaði sem nauðsynlegur væri til að uppfylla eðlilegar kröfur um gæði, þá gæti hann selt Jóni hurðina beint, á hluta þess verðs sem hún kostar hjá afurðastöðinni.

Þessi dramatíska lýsing á hurðaframleiðslunni er náttúrulega algerlega út í hött en er samt landbúnaðarkerfið Íslenska í hnotskurn. 

Bændur eru leiguliðar afurðarstöðvagreifanna, rétt eins og sjómenn eru leiguliðar kvótagreifanna. Framsóknarflokkurinn ver landbúnaðarkerfisbullið út í eitt, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn kvótakerfið.

Hverjir eru það sem borga og blæða fyrir ruglið? Bændur og neytendur þjást saman og engjast undan okinu.

Myndin efst til vinstri er teiknuð af Brian Pilkington


mbl.is Sífellt fleiri selja vörur sínar beint frá býli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir síðustu verða fyrstir

Það er töggur í þessum manni. Þótt hann hafi tæknilega komið síðastur í mark,  þá var sigurinn hans.


mbl.is Hetja á hækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍÚ getur hugsanlega hugsað sér breytingar á kvótakerfinu!

LÍÚ leggur fram á síðustu metrum stjórnarmyndunar gagnslitla og máttlausa tillögu þess efnis að þeir muni hugsanlega geta hugsað sér breytingar á kerfinu, haldi þeir kvótanum.

Þetta er tilraun LÍÚ til að reyna að framlengja líf kvótakerfisins enn um hríð, vitandi það að tíminn vinnur með þeim að festa kerfið í endanlega í sessi.

Þeir hafa trúað því að þeir hefðu sitt fram, hvernig sem allt veltist, hér eftir, sem hingað til.

Þessi tillaga kann að vera fyrsta vísbending þess, að þeir hafi loks skynjað að byrjað sé að molna undan þeim.


mbl.is Allir kallaðir að borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í plati....

 ....fjári vel heppnaður ísbjarnarhrekkur!

fébjörnÞetta var tær snilld, því verður ekki á móti mælt.

Það er miður ef yfirvöld ætla að einblína á bókstafinn og reyna að gera mál úr þessu.

Þessi hrekkur er ljós í því svartnætti sem ríkir og ekki veitir nú af að veifa þeim týrum sem tiltækar eru. 

 

 


mbl.is Ísbjörninn blekking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fýkur yfir hæðir.......

hjolhysi-5Það verður víst ekki fyrr en síðasta hjólhýsið hefur fokið út fyrir veg, sem því linnir.

Það virðist óvinnandi  vegur að hjólhýsa- eigendur margir hverjir átti sig á því að stormur og hjólhýsi hafa aldrei átt skap saman.

Það gildir ekki hvað síst um þessi „raðhús“ eða „blokkir“ sem nú eru hvað mest í tísku meðal landans og hengd aftan í bíla sem ráða lítt eða ekki við vandann.

 
mbl.is Enn fjúka hjólhýsi undir Ingólfsfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður dreginn lærdómur af bullinu frá í fyrra eða verður það endurtekið?

ÍsbirnirÞað er vonandi að umhverfisofstopa liðið hafi eitthvað lært af ísbjarnafári síðasta árs og láti það óumflýjanlega hafa sinn gang, fljótt og vel.

Það verður best fyrir alla líka dýrið.

.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ er gagnslaust til síns brúks, undir forystu núverandi forseta þess.

Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar er kröftugur verkalýðsforingi, sem þekkir uppruna sinn. Það eru menn eins og Aðalsteinn sem verkalýðurinn þarf til forystu í heildarsamtökum þeirra, ekki langskólagengna hagfræðinga.  Hagfræðinga sem eru tengslalausir við grasrótina og  setjast svo í stól  bankastjóra þegar þeir hafa lokið metnaðarlausu starfi sínu fyrir verkalýðinn.

betlariFrestun á launahækkunum 1. mars var knúin í gegn af ASÍ „hagfræðingunum“ á þeirri forsendu að slæm staða fyrirtækjanna leyfði ekki kauphækkanir. Forseti ASÍ lét þau orð falla að landsbyggðafélögin sex, sem voru á móti frestun hækkana, væri frjálst að yfirgefa samflotið.

Forseti ASÍ metur stöðuna greinilega þannig að alger viðsnúningur hafi orðið og ASÍ sé ekki lengur til hagsmunagæslu fyrir aðildarfélögin, heldur eigi   aðildarfélögin að þjóna ASÍ.

Svo upplýstist dagana á eftir að nokkur fyrirtæki, sem þakklát höfðu tekið þessari ölmusu ASÍ, ætluðu kinnroðalaust að greiða hluthöfum margfalda þá upphæð, sem af launahækkuninni  hefði stafað, í arð þrátt fyrir meinta afleita stöðu fyrirtækjana!  

Eftir  látlausan fréttaflutning  og mikla úlfúð í þjóðfélaginu tilkynntu nokkur fyrirtæki að staða þeirra væri, þegar betur væri að gáð, ekki verri en það að þau ætluðu að greiða arðinn og launahækkunina að auki. 

Viðbrögð ASÍ við þessu voru mjög afgerandi og eftirtektarverð. Reyndar ekki eins og reiknað var með, því viðbrögðin voru engin. Þannig er hagsmunagæsla ASÍ fyrir umbjóðendur sína.gylfiarinbjornsson-asi_ipa

Þessi vinnubrögð ASÍ verða að nokkru leiti skiljanleg þegar innviðir ASÍ eru skoðaðir.

Sá maður, sem þar ræður ríkjum, þekkir ekki kjör alþýðunnar nema af afspurn og hefur aldrei þurft að deila með henni kjörum.

Þar fer  maður sem talar og talar um aðgerðir og úrbætur en hefur ekki annan boðskap að flytja en rúmast í innantómum hagfræðiþulum og meðaltalstölum.

Þar fer maður sem talar  og talar um sókn og aðgerðir til bættra kjara en hann hljómar ekki sannfærandi því hann hefur engin tengsl við umbjóðendur sína og  þekkir þá ekki nema sem tölur á litskyggnum og línuritum.

Þar fer maður, sem þiggur  úr vasa umbjóðenda sinna, kinnroðalaust,  fimmföld laun þeirra. Laun sem ákveðin eru fyrirhafnarlaust á bak við tjöldin.

Maðurinn sá þarf ekki að eiga kjör sín undir útkomu þeirra kjarasamninga sem hann gerir fyrir  umbjóðendur sína.

Með núverandi forystu er ASÍ, sem hagsmunagæslusamtök verkalýðsins, ekki léleg eða veik til síns brúks, þau eru ónýt.  


mbl.is Kanna lögmæti frestunar launahækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú eru allra augu á þér Össur!

ossur33Nú reynir á þig Össur minn að gera Bretum ljóst að við munum ekki una því að Gordon Brown geri Íslandinga að blórabögglum fyrir öllu sem miður fer í landi Betu frænku.

Gordon Brown, maðurinn sá, er skíthæll, segi það og skrifa... aftur!

Ef annað sannast skal ég glaður éta ofan í mig þessa yfirlýsingu.

.

.

 
mbl.is Boðar sendiherra á sinn fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband