Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
„Eigi er mér um ygglibrún þá“
8.5.2009 | 11:13
Greinilegt er að Gordon Brown telur að svo illa hafi undan fæti hans hallað að litlu skipti þótt hann víki illa af beinni braut sannleikans, henti það stundinni.
Þetta er í samræmi við það álit sem ég hef haft á manninum alveg frá upphafi fjármálaráðherra tíðar hans í stjórn Tony Blair.
Maðurinn er skíthæll, segi það og skrifa.
.
.
Bretar að semja við IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sumum leyfist....
8.5.2009 | 01:55
Það er ekki á hreinu í mínum huga hvaða tilgangi það þjónar í dag, eftir 64 ár frá stíðslokum, að elta uppi þau fáu gamalmenni, sem enn kunna að vera á lífi af böðlum Hitlers.
Það þjónaði betur hagsmunum mannkyns að beina kröftunum að því að stöðva þá sem slík voða verk stunda í dag.
Og þá ekki hvað síst þá sem lærðu listina í útrýningarbúðum nasista.
Hæstiréttur synjar beiðni Demjanjuk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Borgar þetta sig?
8.5.2009 | 00:08
Það væri fróðlegt að vita hvort sektir vegna misnotkunar lituðu olíunnar standi undir kostnaðinum við allt eftirlitsbatteríið?
Er virkilega ekki til einfaldari leið en að vera með dísellöggu sem stoppar bíla og kíkir ofaní olíutankana?
Þetta hljómar svolítið Sovéskt.
.
Einn með litaða olíu á bílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Læknir lækna sjálfan þig
7.5.2009 | 01:07
Var Júlíus Vífill Ingvarsson að ráðleggja Ólafi F. Magnússyni að finna sjálfan sig þegar hann sagði honum að leita læknis?
Segir af sér sem varamaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er eftir nokkru að bíða?
7.5.2009 | 00:13
Þá höfum við það, ríflegur meirihluti þjóðarinnar vill kíkja í pakkann. Þá er bara að gera það sem fyrst og leggja innihaldið fyrir þjóðina.
Ef innihaldið er ásættanlegt er það raunhæfur valkostur, en sé innihaldið feyskið og fúið mun þjóðin pottþétt segja NEI og málið dautt.
Andstæðingar aðildarumsóknar, sem margir hverjir hafa hrópað á aukið og virkt lýðræði, í orði kveðnu, virðast samt ekki treysta ekki þjóðinni að meta þetta mál rétt, þeir einir eru hæfir til þess.
Ég treysti þjóðinni fullkomlega til að taka á málinu af skynsemi og lýt vilja hennar.
61,2% vilja aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ragnar heim í hægindin?
6.5.2009 | 21:36
Ég verð að viðurkenna, þótt ég finni til sterkrar samkenndar með ættingjum Ragnars yfir þeirri kvöl og angist sem þau líða, að vita af honum í Brasilísku fangelsi, þá vorkenni ég honum sjálfum minna en ekki neitt.
Að venju er byrjað er að kyrja gamla sönginn þegar Íslendingur hafnar í erlendu fangelsi, sem ekki þykir fylla væntingar landans um þægindi.
Í öllu höfum við Íslendingar talið okkur mesta og besta, líka í glæpamönnum eðlilega. Það þykir því ekki boðlegt að Íslenskir eðalglæpamenn gisti á minna en 5 ***** hægindum.
Það verður því að bjarga honum heim, þessum landsins sóma, sama hvað.
Ragnar bókaði sig sjálfur í þessa gistingu í Brasilíu og hefur fyllilega til hennar unnið. Blessunarlega hafnaði farangur hans hjá lögreglunni þar ytra en ekki í æðum barna okkar og barnabarna hér upp á Íslandi eins og til stóð.
Ég á eftir að deyja hérna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Mogginn aftur orðinn skítlegt flokksblað?
6.5.2009 | 20:10
Morgunblaðið kastaði sprengju út í samfélagið í dag. Þar var fullyrt á forsíðu að þrátt fyrir að báðir stjórnarflokkarnir hefðu haft svonefnda fyrningarleið á stefnuskrá sinni ætluðu þeir ekki að ráðast í róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þetta var samkvæmt traustum heimildum að sögn blaðsins.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur borið þessa Morgunblaðs frétt til baka. Enda stenst það ekki skoðun að nánast samhljóða kosningamál flokkana verði ekki í stjórnarsáttmála og fórnað fyrir ekkert.
Nú er spurningin, hvað gekk Mogganum til með þessari traustu falsfrétt? Er Mogginn að kasta grímunni og gerast skítlegt flokksblað á ný? Verða fréttir framvegis skrifaðar með hagsmuni FLOKKSINS að leiðarljósi, fyrst og fremst?
Er milljarðaniðurfelling skulda blaðsins þá beinn styrkur til Sjálfstæðisflokksins þegar allt kemur til alls?
Er Mogginn vísvitandi að kynda undir þeim óróa sem er í þjóðfélaginu, er hann að klappa upp í nýja búsáhaldabyltingu?
Mig minnir sterklega að blaðið hafi ekki verið ýkja hrifið af þannig uppákomum til þessa.
Fyrningarleið víst farin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hræsni páfagarðs
6.5.2009 | 12:36
Manni hlýnar alltaf um hjartaræturnar þegar páfagarður boðar bætt siðferði öðrum til handa.
Páfagarður hefur fram að þessu ekki séð ástæðu til yfirlýsinga um líferni og frjálslynt háttalag Berlusconi þótt það hafi verði daglegur fréttamatur.
En þegar frú Berlusconi gagnrýnir hátterni bóndans opinberlega þá vaknar Vatikanið og leggur áherslu á að sýnd sé meiri nærgætni og meira tillit tekið til friðhelgi einkalífsins og allir verði að haga sér af yfirvegun og alvöru!Hjá kirkjunni eru eðlilega sumir töluvert jafnari en aðrir.
Undanfarin ár hefur því miður ekki verið skortur á miður fallegum dæmum um mannlega harmleiki þar sem starfsmenn kaþólsku kirkjunnar hafa níðst á sóknarbörnunum.
Brást kirkjan við þeim málum af yfirvegun, alvöru og ábyrgð?
Nei, undantekningarlítið var boðskapurinn lagður til hliðar og öllu til tjaldað að kveða niður og fela óþverrann, meðan stætt var.
Það var að sjálfsögðu aðeins gert til að vernda friðhelgi og einkalíf fórnarlambanna!
Páfagarður gagnrýnir Berlusconi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 6.9.2009 kl. 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lamar Botox heilann?
6.5.2009 | 10:44
Þó tilkynnt hafi verið um 600 tilfelli alvarlegra aukaverkana vegna Botox í heiminum hefur fyrirtækið Allergan, sem framleiðir Botox-efnið, gagnrýnt rannsóknina harðlega. Segja þeir niðurstöður hennar stangast á við allar rannsóknir fyrirtækisins. Eðlilega, hvað annað?
Botox-meðferð lamar vöðva og því minnka hrukkur tímabundið en meðferðin leiðir víst ekki alltaf til fegurðarauka.
Skiptir það í raun og veru nokkru máli hvort þessi lamandi efni berast til heilans eða ekki?
Það getur ekki verið að fólk sem lætur sprauta í sig allskonar eiturefnum, til að fela eðlilega öldrun líkamans, hafi yfir höfuð einhverja heilastarfsemi þannig að skaðinn getur ekki verið mikill.
Botox sagt berast til heila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er Ólafur að koma eða fara og þá hvaðan og hvert?
5.5.2009 | 10:02
Ólafur F. Magnússon, gamla íhalds brýnið, hyggst segja sig úr Frjálslynda flokknum enn einu sinni í upphafi borgarstjórnarfundar í dag og ganga til liðs við H lista, sem er verðandi einmenningsframboð undir yfirskriftinni H.H.H. (Hugsýki, hel,hræsni)
Í fljótu bragði er erfitt að kortleggja pólitíska vegferð Ólafs F. Magnússonar, sem hefur eftir persónulegri hentisemi valhoppað milli flokka og flokksbrota undanfarin misseri.Síðast þegar Ólafur skreið undir pilsfald Frjálslynda flokksins þá var það við lítinn fögnuð Jóns Magnússonar sem hafði eðlilega takmarkaðan skilning á svona flokkaflakki.
Hver veit nema þeir fjandvinirnir Jón og Ólafur eigi eftir að samflokkast á ný.
Ólafur kveður Frjálslynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)