Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Oft veltir lítil .... ..... ...... .
4.5.2009 | 16:06
Eitt nakið brjóst hefur sett dómskerfi Bandaríkjanna á hliðina.
Dómskerfi sem ekki vílar fyrir sér, ef því er að skipta, að dæma menn til dauða og taka af lífi á ómannúðlegan hátt, það jafnvel þótt oft leiki vafi á að sekt hafi verið sönnuð.
Hér sannast að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.
Hæstiréttur ræðir um bert brjóst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er LÍÚ núna orðið á móti kvótasölu?
4.5.2009 | 10:52
Hvernig getur það hafa farið framhjá mínum fyrrum skipsfélaga Friðriki J. Arngrímssyni, framkvæmdastjóra LÍÚ, að aflaheimildir hafa gengið kaupum og sölum árum saman, verið settar á uppboð og seldar hæstbjóðanda?
Þetta fyrirkomulag var sett á með framsalsheimild kvótans og hefur verið hornsteinninn í útgerðarhagfræði á Íslandi árum saman og fullyrt að væri alger forsenda þess að hægt væri yfir höfuð að gera út á Íslandi.
Þessi ógn sem Friðrik lýsir svo er fjarri því nein nýjung í Íslenskum sjávarútvegi. LÍÚ hefur ætíð, líkt og Nelson forðum, sett kíkinn fyrir blinda augað, þegar hentar.
Líkir uppboði afla við byggingastarfsemi í Grafarholti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
„Ofsaveður í rólegheitum?“
3.5.2009 | 17:04
Samkvæmt Íslenskri orðabók Menningarsjóðs þýðir orðið afspyrna - ofsaveður.
Hljómar eins og rólegheitin séu mönnum vonbrigði og löggunni leiðist.
Næturlífið þarf greinilega meira kjöt á beinin.
Afspyrnu rólegt hjá lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Egyptar snúast til varnar
3.5.2009 | 14:53
Egypsk yfirvöld telja að með slátrun allra svína geti þeir dregið úr eða heft framgang svínaflensunnar.
Að mati vísindamanna hefði þetta hugsanlega virkað meðan flensan smitaðist eingöngu í menn úr svínum, en eftir að hún fór að smitast milli manna er þetta vita gagnslaus aðgerð.
Trúarlegt mat Egypta á svínakjöti kann að trufla dómgreind þeirra og svo auðvitað sú staðreynd að veikin á uppruna sinn í svínum.
En ef mið er tekið af upprunalandi flensunnar Mexikó og þeirri staðreynd að þar smitaðist veikin upphaflega í kristna menn og svo þeirra á milli þá er spurningin hvort heilbrigðisyfirvöld í Egyptalandi ættu ekki að útvíkka hugmyndafræðina og fyrirskipa í leiðinni slátrun á öllum kristnum mönnum.
Svona til vonar og vara.
Enda mun í augum sumra austur þar, lítill munur á kristnum og svínum.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Gagnslaust „hégóma“ drasl.
2.5.2009 | 20:24
Ætli umboðsaðili Hydroxycut hafi skýringu á því hvers vegna þetta hættulausa mix þeirra sé ekki markaðssett alstaðar, skili það sama árangri eða réttara sagt árangursleysi og það skaðlega?
Er hægt að treysta framleiðanda sem selur vísvitandi skaðlega vöru ef því er að skipta, sé það ekki beinlínis bannað?
Mér vitanlega er ekki gerð sjálfstæð rannsókn á svona drasli hér á landi heldur stuðst við gögn frá nágranalöndunum þegar söluleyfi er veitt.
Rannsóknir hafa ekki getað sýnt fram á auglýsta verkan efnisins, sem er í besta falli mjög lítil eða engin. Hydroxycut inniheldur m.a. koffein í verulegu magni, króm, pikolínat, salisýlsýru o.fl.
Aukaverkanir af koffeini eru vel þekktar. Hydroxycut og flest lík efni eru gagnslítil eða gagnslaus en veruleg hætta er á aukaverkunum.
Fylkissaksóknari Missouri hefur t.a.m. lagt fram ákæru á hendur framleiðanda efnisins fyrir villandi auglýsingar og beinlínis falsanir við markaðssetningu efnisins.
Einu staðfestu áhrif efnisins eru áhrif þess á veski kaupandans. Þar mun virknin vera prýðileg.
Annars konar Hydroxycut hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á réttunni eða röngunni?
2.5.2009 | 15:50
Ríkisstjórn og Seðlabanki hafa undanfarnar vikur legið undir ámæli að hafa ekki lækkað vexti hraðar og fyrr en forsendur gáfu tilefni til.
Nú hefur Benedikt Jóhannesson sakað peningastefnunefnd bankans um að hafa tekið ákvörðun um lækkun vext útfrá röngum forsendum.
Það er vandlifað þessa dagana. Vonandi er EBE ásókn Benedikts byggð á réttum forsendum.
Ófagleg ákvörðun um vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Félagarnir Silvio, Davíð og Jesú
2.5.2009 | 13:24
Það verður ekki frá Silvio Berlusconi tekið að hann er drjúgur með sig. Að eigin sögn nýtur hann meiri vinsælda en aðrir þjóðarleiðtogar, sem hann tilgreinir.
En hann sleppir því að nefna hann Davíð okkar, sem naut, þegar best lét, meiri vinsælda en dæmi munu um á byggðu bóli.
Sennilega er þetta meðvitað hjá Silvio. Hann vill eðlilega ekki bera sig saman við mann sem fallið hefur úr efstu hæðum persónudýrkunar niður í dýpstu gjá óvinsælda og endað sem hataðasti maður síns lands.
Það eiga þeir sameiginlegt Berlusconi og Davíð að vera stútfullir af gorgeir. Og svona í stíl við persónulegt ofmat þeirra félaga þá hafa þeir báðir líkt sér við Jesú. Í þeim samanburði mun víst halla heldur á trésmiðinn.
Það eru uppi skiptar skoðanir um tilvist Jesú, en sú verður ekki raunin með Davíð. Nafn hans mun uppi meðan land byggist, því dýpri und hefur enginn maður annar veitt Íslenskri þjóð. Berlusconi verður líklega öllum gleymdur innan tíðar.
Berlusconi: Ég er vinsælastur! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Standa ber vörð um framboð umfram eftirspurn
1.5.2009 | 17:57
Bandalag íslenskra leikfélaga skorar á stjórnvöld að standa vörð um fjárhagsgrundvöll leikfélaga. Á móti heita leikarar að halda áfram að mæta í vinnuna, hvað sem líður eftirspurn eftir þeirra vinnuframlagi.
Að haldið sé áfram að miðla listinni er aðalatriðið, jafnvel fyrir tómu húsi ef því er að skipta.
Af hverju á framleiðsla á list að vera undanþegin lögmálum framboðs og eftirspurnar, þegar annarri framleiðslu starfsemi í landinu er gert að deyja drottni sínum sé ekki eftirspurn eftir framleiðslunni?
Standi vörð um fjárhag leikhúsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ASÍ, hvaða fyrirbæri er það?
1.5.2009 | 16:30
Í gamla daga var unun að hlusta á góðar og kjarnyrtar barátturæður foringja verkalýðsins á 1. maí hátíðahöldum og öðrum baráttusamkomum. Fólk gleypti í sig hvert orð og fylltist baráttuanda og vígamóð.
En þetta er liðin tíð. Baráttuandinn er horfinn úr ræðunum og í staðin komnar innantómar hagfræðiþulur og meðaltalstölur.
Ræðurnar eru fluttar af mönnum sem ekki þekkja kjör alþýðunnar nema af afspurn og hafa aldrei þurft að deila með henni kjörum.
Stóryrði um sókn til bættra kjara hljóma ekki sannfærandi úr munni þessara manna, manna sem ekki þekkja umbjóðendur sína nema sem tölur á litskyggnum og línuritum.
Manna sem fá 4 eða 5 föld laun verkamanns, ákveðin fyrirhafnarlaust á bak við tjöldin en þurfa ekki að eiga kjör sín undir útkomu kjarasamninga eins og umbjóðendur þeirra.
Manna sem ekki myndu telja samninga, sem þeir þó leggja kinnroðalaust fyrir lýðinn, ásættanlega væri um þeirra eigin kjör að ræða.
Með núverandi mönnun er ASÍ, sem höfuðforysta verkalýðsins, ekki lélegt eða veikt til síns brúks, það er ónýtt.
Nýjan sáttmála um stöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)