Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Er Guð útrásarvíkingur?

Ekki er gott um það að segja en hann, líkt og útrásarvíkingarnir, virðist reiðubúinn að hirða hagnaðinn en láta aðra sjá um útgjöldin.

 
mbl.is Kreppan nær líka til Páfagarðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá maður.....

....allt er nú til, Hollý stjörnurnar eru þá ekki ónæmar fyrir þeim sjúkdómum sem herja á okkur almúgann?

Svo er það spurning hvort það sé huggun eða harmur.

 

mbl.is Harry Potter leikari með svínaflensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hafa vit fyrir veginum.

IMG_3726Í umferðalögum segir að haga beri akstri eftir aðstæðum og ekki hraðar en svo að hægt sé að stöðva bifreiðina á þriðjungi þeirrar vegalengdar sem sé auð og hindrunarlaus framundan.

Þó miðju- og kantmerkingu vanti er það ekki vegurinn sem er hættulegur, þegar bifreið er ekið á 90 km/klst í svarta þoku, heldur ökumaðurinn.  

Það hefur lengi verið vandamál hjá Íslenskum ökumönnum að telja 90 km hámarkshraða vera skylduhraða án tillits til aðstæðna.

Það sem menn hafa milli eyrnanna er besta öryggistækið kunni menn að nota það. Ökum eftir aðstæðum.


mbl.is Varasamir vegarkaflar á Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reyklausir vinnustaðir, gott mál en....

....er það ekki full langt gengið að setja um það reglugerð að eins manns vinnustaðir séu reyklausir?


mbl.is Reyklaust í vörubílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kastar bjargi úr glerhúsi.

Þorgerður Katrín GunnarsdóttirÞorgerður Katrín Gunnars- dóttir vill semja aftur um Icesave, of miklir hags- munir séu í húfi fyrir þjóðina til að þessi samningur standi.

Gott og vel, en ætli Þorgerður sé sama sinnis að of miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þjóðina að ákvörðun stjórnar Kaup- þings að fella niður ábyrgðir á lánum til starfsmanna bankans  til hlutabréfakaupa standi óhögguð?

Þessi ákvörðun bankans losaði Þorgerði og mann hennar við það vesen að greiða brasklán í Kaupþingi upp á  893.000.000,00 kr. Í staðinn var Þjóðinni sendur reikningurinn.

 Ætlar Þorgerður að draga upp veskið og greiða sínar skuldir sjálf, eða finnst henni ofur eðlilegt að Alda öryrki á Akranesi, Siggi smiður á Suðureyri, Silla saumakona á Siglufirði og Valdi verkamaður í Vestmannaeyjum verði látin sjá um þetta smáræði fyrir hana?

 
mbl.is Viljum semja að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiknaði einhver með öðru?

Kemur það á óvart að ríkisstjórn, sem þarf nauðug en af fullri ábyrgð að standa að einhverjum óvinsælustu aðgerðum Íslandssögunnar, skuli tapa fylgi?

Þessar aðgerðir, sem eru hreint ekki  til vinsælda fallnar,  eru framkvæmdar til endurreisnar landi og þjóð, eftir fjármálalega Bjarmalandsför  Íhalds  og Framsóknar.  Það virðist gleymt!

Fylgisaukning Framsóknar væri undrunarefni ef sagan sýndi ekki að við erfiðar og krappar aðstæður fiskar lýðsskrum einna best.

 
mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velmeinandi menn

gjaldþrotEr ekki eðlilegt að bankinn felldi þessar skuldir niður?

Þeir hefðu aldrei getað borgað þetta greyin.

Krafa um að þeir standi við sínar skuldbibdingar kostar aðeins fjárnám, gjaldþrot og allt það.

Svoleiðis er ekki gert við góða velmeinandi menn.

.


mbl.is Fengu milljarða að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband